Southgate segir að Rashford og Sancho þurfi að sanna sig fyrir HM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2022 11:31 Þessir tveir áttu erfitt uppdráttar í vetur. Matthew Ashton/Getty Images Gareth Southgate, landsliðseinvaldur Englands, hefur varað Marcus Rashford og Jadon Sancho, leikmenn Manchester United, við. Þurfa þeir að sýna og sanna sig ætli þeir með enska landsliðinu á HM í Katar undir lok árs. Frá þessu greina enskir fjölmiðlar nú í morgunsárið. Þar kemur fram að Southgate hafi sent sóknarmönnunum viðvörun ætli þeir sér að vera í hópi hans sem fer á HM. Hvorugur er nú með liðinu sem hefur ekki unnið í þeim þremur leikjum sem það hefur spilað í júní. Þá hefur liðið aðeins skorað eitt mark í leikjunum þremur. Bæði Rashford og Sancho áttu mjög erfitt uppdráttar síðasta vetur líkt og nær allir leikmenn Man United. Hinn 22 ára gamli Sancho var þarna að spila sitt fyrsta tímabil í ensku úrvalsdeildinn og náði engan veginn sömu hæðum og hann hafði gert með Borussia Dortmund í Þýskalandi á undanförnum árum. Alls kom Sancho að átta mörkum í þeim 38 leikjum sem hann lék fyrir Man United í vetur. Í þeim 23 A-landsleikjum sem Sancho hefur tekið þátt í hefur hann komið að 10 mörkum. Hinn 24 ára gamli Rashford virtist svo brotinn á bæði líkama og sál eftir að hafa spilað í gegnum erfið meiðsli á undanförnum tveimur tímabilum. Hann fór í aðgerð eftir að EM lauk og missti því af öllu undirbúningstímabili Man United. Rashford kom að sjö mörkum í þeim 32 leikjum sem hann lék fyrir Man Utd í vetur. Hann hefur tekið þátt í 46 A-landsleikjum og komið að 17 mörkum. Bæði Rashford og Sancho voru meðal þeirra þriggja landsliðsmanna sem klikkuðu á vítaspyrnu er England beið lægri hlut gegn Ítalíu í úrslitaleik EM síðasta sumar. Báðir komu inn af bekknum er nokkrar sekúndur voru eftir af framlengingu leiksins. Eftir leik urðu þeir fyrir miklu aðkasti og kynþáttahatri. Southgate hefur nefnt að eftirmálar leiksins gætu haft áhrif hver tekur vítaspyrnur fyrir enska liðið ef það kemst í vítaspyrnukeppni á komandi árum. Hvort þjálfarinn ætli sér að gefa leikmönnum meira en aðeins nokkrar sekúndur til að komast í takt við leikinn áður en farið verður í vítaspyrnukeppni er hins vegar alls óvíst. Fótbolti Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Sjá meira
Frá þessu greina enskir fjölmiðlar nú í morgunsárið. Þar kemur fram að Southgate hafi sent sóknarmönnunum viðvörun ætli þeir sér að vera í hópi hans sem fer á HM. Hvorugur er nú með liðinu sem hefur ekki unnið í þeim þremur leikjum sem það hefur spilað í júní. Þá hefur liðið aðeins skorað eitt mark í leikjunum þremur. Bæði Rashford og Sancho áttu mjög erfitt uppdráttar síðasta vetur líkt og nær allir leikmenn Man United. Hinn 22 ára gamli Sancho var þarna að spila sitt fyrsta tímabil í ensku úrvalsdeildinn og náði engan veginn sömu hæðum og hann hafði gert með Borussia Dortmund í Þýskalandi á undanförnum árum. Alls kom Sancho að átta mörkum í þeim 38 leikjum sem hann lék fyrir Man United í vetur. Í þeim 23 A-landsleikjum sem Sancho hefur tekið þátt í hefur hann komið að 10 mörkum. Hinn 24 ára gamli Rashford virtist svo brotinn á bæði líkama og sál eftir að hafa spilað í gegnum erfið meiðsli á undanförnum tveimur tímabilum. Hann fór í aðgerð eftir að EM lauk og missti því af öllu undirbúningstímabili Man United. Rashford kom að sjö mörkum í þeim 32 leikjum sem hann lék fyrir Man Utd í vetur. Hann hefur tekið þátt í 46 A-landsleikjum og komið að 17 mörkum. Bæði Rashford og Sancho voru meðal þeirra þriggja landsliðsmanna sem klikkuðu á vítaspyrnu er England beið lægri hlut gegn Ítalíu í úrslitaleik EM síðasta sumar. Báðir komu inn af bekknum er nokkrar sekúndur voru eftir af framlengingu leiksins. Eftir leik urðu þeir fyrir miklu aðkasti og kynþáttahatri. Southgate hefur nefnt að eftirmálar leiksins gætu haft áhrif hver tekur vítaspyrnur fyrir enska liðið ef það kemst í vítaspyrnukeppni á komandi árum. Hvort þjálfarinn ætli sér að gefa leikmönnum meira en aðeins nokkrar sekúndur til að komast í takt við leikinn áður en farið verður í vítaspyrnukeppni er hins vegar alls óvíst.
Fótbolti Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Sjá meira