„Viðbjóðslegt“ hótel sem Play bauð strandaglópum í París Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júní 2022 21:49 Sprungur voru í guggum og um alla veggi og virtust myglaðar, að sögn farþega sem þáðu gistinguna. aðsend Það var engin lúxussvíta sem beið farþega sem þáðu hótelgistingu frá Play í París í dag. „Algjör horbjóður“ raunar, samkvæmt einum þeirra farþega sem Vísir náði tali af. Flugfélagið aflýsti ferð sinni frá París til Íslands og bauð farþegum sínum þrjá kosti í kjölfarið; hótelgistingu og fyrsta far heim, seinkun heimferðar eða endurgreiðslu. „Við þurftum að skipta um hótel, þetta var bara horbjóður. Þegar við mættum var úldinn matur fyrir utan hótelið og allt út í flugum í móttökunni og ógeðsleg lykt,“ segir Ásmundur Einarsson, einn farþeganna sem hafði þegið hótelgistinguna. Hann hafði verið í helgarferð í París ásamt kærustu sinni, Grétu Skúladóttur. Úldinn matur tók á móti gestum á hótelinu sem Play útvegaði.aðsend Þegar komið var inn í hótelherbergið mættu þeim pöddur, mygla og vond lykt. „Það voru sprungur í öllum veggjum og gluggakistum sem voru augljóslega rakar og myglaðar, það var eitthvað brúnt og grænt að koma út úr sprungunum. Klósettið var síðan svona hálf stærð af kamri þar sem sturtan var líka,“ segir Gréta. „Ég er alveg hundrað prósent viss um að það hafi verið pöddur í rúminu líka. Við vorum þarna í svona 10 mínútur max, um leið og við löbbuðum inn fórum við strax að leita að öðru hóteli.“ „Mögulega er hentugt að geta sturtað sig á meðan maður er á klósettinu" sögðu strandaglóparnir, en þau voru handviss um að pöddur leyndust í rúminu að auki.aðsend Hverfið sem hótelið er á heitir Montreuil en þau Ásmundur og Gréta segja það ekki hafa verið álitlegt og þau hafi verið hrædd um að vera rænd nokkrum sinnum á meðan stuttri dvöl þeirra stóð. Litlar og lélegar upplýsingar Ásmundur og Gréta áttu bókað flug klukkan tíu að frönskum tíma nú í kvöld en tilkynning um að fluginu yrði aflýst barst þeim klukkan eitt í dag – án neinna viðbótarupplýsinga um hvenær næsta flug yrði. Eftir að hafa gengið lengi á eftir upplýsingum hafi þau loks fengið staðfest að flugið verði klukkan 12:30 á morgun, þriðjudag. „Við fengum síðan sendan link þar sem við gátum valið úr þremur hótelum og völdum bara það sem leit skást út, ég get varla ímyndað mér hvernig hin hótelin eru, myndirnar voru allavega verri en hótelið sem við enduðum á,“ segir parið að lokum en ferðin þeirra til Parísar hafði heppnast vel að öðru leyti. Play hefur komið því á framfæri við fréttastofu að þau harmi atvikið og það sé til skoðunar. Þau bendi á að önnur hótel hafi staðið til boða og Play sé öll af vilja gerð og reyni eftir fremsta megni að hafa glaða farþega. Fréttin hefur verið uppfærð Ferðalög Frakkland Play Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Við þurftum að skipta um hótel, þetta var bara horbjóður. Þegar við mættum var úldinn matur fyrir utan hótelið og allt út í flugum í móttökunni og ógeðsleg lykt,“ segir Ásmundur Einarsson, einn farþeganna sem hafði þegið hótelgistinguna. Hann hafði verið í helgarferð í París ásamt kærustu sinni, Grétu Skúladóttur. Úldinn matur tók á móti gestum á hótelinu sem Play útvegaði.aðsend Þegar komið var inn í hótelherbergið mættu þeim pöddur, mygla og vond lykt. „Það voru sprungur í öllum veggjum og gluggakistum sem voru augljóslega rakar og myglaðar, það var eitthvað brúnt og grænt að koma út úr sprungunum. Klósettið var síðan svona hálf stærð af kamri þar sem sturtan var líka,“ segir Gréta. „Ég er alveg hundrað prósent viss um að það hafi verið pöddur í rúminu líka. Við vorum þarna í svona 10 mínútur max, um leið og við löbbuðum inn fórum við strax að leita að öðru hóteli.“ „Mögulega er hentugt að geta sturtað sig á meðan maður er á klósettinu" sögðu strandaglóparnir, en þau voru handviss um að pöddur leyndust í rúminu að auki.aðsend Hverfið sem hótelið er á heitir Montreuil en þau Ásmundur og Gréta segja það ekki hafa verið álitlegt og þau hafi verið hrædd um að vera rænd nokkrum sinnum á meðan stuttri dvöl þeirra stóð. Litlar og lélegar upplýsingar Ásmundur og Gréta áttu bókað flug klukkan tíu að frönskum tíma nú í kvöld en tilkynning um að fluginu yrði aflýst barst þeim klukkan eitt í dag – án neinna viðbótarupplýsinga um hvenær næsta flug yrði. Eftir að hafa gengið lengi á eftir upplýsingum hafi þau loks fengið staðfest að flugið verði klukkan 12:30 á morgun, þriðjudag. „Við fengum síðan sendan link þar sem við gátum valið úr þremur hótelum og völdum bara það sem leit skást út, ég get varla ímyndað mér hvernig hin hótelin eru, myndirnar voru allavega verri en hótelið sem við enduðum á,“ segir parið að lokum en ferðin þeirra til Parísar hafði heppnast vel að öðru leyti. Play hefur komið því á framfæri við fréttastofu að þau harmi atvikið og það sé til skoðunar. Þau bendi á að önnur hótel hafi staðið til boða og Play sé öll af vilja gerð og reyni eftir fremsta megni að hafa glaða farþega. Fréttin hefur verið uppfærð
Ferðalög Frakkland Play Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent