Blikar voru í efri styrkleikaflokki í sínum hópi og drógust gegn liði Santa Coloma frá Andorra en hefðu einnig getað mætt liðum frá Færeyjum, San Marínó, Írlandi og Norður-Írlandi.
KR-ingar drógust hins vegar gegn Pogon Szczecin frá Póllandi en hefðu getað dregist gegn liðum frá Færeyjum, Lettlandi, Eistlandi og Norður-Írlandi.
Leikirnir í 1. umferð fara fram 7. og 14. júlí en liðin sem komast áfram leika svo í 2. umferð 21. og 28. júlí. Komast þarf í gegnum fjórar umferðir til þess að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.