Vill láta fjarlægja minnisvarða um borgaralega óhlýðni Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. júní 2022 22:50 Listaverkið Svarta keilan blasir við þingmönnum þegar þeir koma út úr Alþingi. Vísir/Magnús Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hvatti Birgi Ármannson, forseta Alþingis, til að fjarlægja listaverkið Svörtu keiluna sem er staðsett fyrir utan Alþingishúsið í ræðu sinni á þinginu í dag. Listaverkið er eftir Santiago Sierra og var sett niður árið 2012 sem minnisvarði um borgaralega óhlýðni. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, er ekki par sáttur með Svörtu keiluna og vill að forseti Alþingis fjarlægi hana.vísir/vilhelm Bergþór Ólason tók til máls á Alþingi í dag undir liðnum Störf þingsins. Þar vildi hann nýta tækifærið, það síðasta á þessu þingi, til að halda sína árlegu ræðu þar sem hann hvetur forseta Alþingis til að „hlutast til um að grjóthnullungurinn fyrir utan Alþingishúsið verði fjarlægður.“ Hann rifjaði upp þegar fréttir bárust af því í janúar 2012 að það væri búið að koma fyrir „risastórum grjóthnullungi“ fyrir utan Alþingishúsið sem var kallaður Svarta keilan, átti að vera minnisvarði um borgaralega óhlýðni og var eftir listamanninn Santiago Sierra. Vonast til að þingið komi að „grjóthreinsuðum Austurvelli í haust“ Svarta keilan á eldri staðsetningu.Listasafn Reykjavíkur Hann minntist á að listaverkið hefði áður verið nær Alþingishúsinu og sagði að forsætisnefnd hafi „alla tíð verið skynsamlega þenkjandi í þessu máli án þess að ná fram því markmið að hreinsa Austurvöll af þessari óværu.“ Þar vísaði hann í að verkið var upphaflega staðsett beint fyrir framan Alþingishúsið en var fært um nokkra metra í september 2012 svo það stæði ekki á sjálfum Austurvelli. Síðan þá hefur það staðið á horni Kirkjustígs og Thorvaldsensstrætis, fyrir framan nýja innganginn. Nú er Svarta keilan á horni Kirkjustrætis og Thorvaldsensstrætis.Vísir/Magnús Einnig sagði Bergþór að það væri „eitthvað sérstaklega ónotalegt við það að það sé minnisvarði um borgaralega óhlýðni beint fyrir framan löggjafarsamkundu þjóðarinnar.“ Þá hvatti hann forseta Alþingis til að nýta sumarið í að taka til framan við Alþingishúsið og eiga samtal við Reykjavíkurborg, hvort sem hann ætti það sjálfur eða léti embættismenn um það, um að finna flöt á því að fjarlægja þetta „svokallaða listaverk sem er hreinasta hörmung í augum býsna margra“. Loks sagðist Bergþór vona að þingið kæmi að „grjóthreinsuðum Austurvelli í haust“. Minnisvarði um borgaralega óhlýðni Listaverkið sem Bergþóri er svona illa við samanstendur af grjóthnullungi sem hefur verið klofinn í tvennt með svartri keilu sem situr í sprungunni. Plattinn á listaverkinu vísar í Yfirlýsingu um réttindi manna og borgara sem var samin eftir Frönsku byltinguna.Vísir/Magnús Á síðu Listasafns Reykjavíkur um verkið stendur um keiluna sem verkið heitir eftir: „Keilan vísar til svartra keilulaga hatta sem spænski rannsóknarrétturinn lét sakfellda menn bera í háðungarskyni á 12. öld. Með verkinu vill listamaðurinn minna á mikilvægi borgaralegra réttinda í lýðræðissamfélagi og þann rétt þegnanna að neita því að hlýðnast óréttlátum lögum og kröfum yfirvalda.“ Tæplega tveimur tímum eftir að Bergþór flutti ræðu sína fyrir þingið kom fólk saman við Svörtu keiluna fyrir framan Alþingishúsið til að mótmæla. Þar var samankominn hópur náttúruverndarsinna til að mótmæla rammaáætlun ríkisstjórnarinnar sem færir ýmsar náttúruperlur „úr verndarflokki og skrefi nær faðmi virkjanaaflanna.“ Það eru því greinilega ekki allir jafn óánægðir með steininn og Bergþór. Náttúruverndarsamtök mótmæltu rammaáætlun ríkisstjórnar sem færir ýmsar náttúruperlur „úr verndarflokki og skrefi nær faðmi virkjanaaflanna.“ Svarta keilan veitti ýmsum mótmælendum stuðning.Vísir/Einar Styttur og útilistaverk Miðflokkurinn Alþingi Umhverfismál Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, er ekki par sáttur með Svörtu keiluna og vill að forseti Alþingis fjarlægi hana.vísir/vilhelm Bergþór Ólason tók til máls á Alþingi í dag undir liðnum Störf þingsins. Þar vildi hann nýta tækifærið, það síðasta á þessu þingi, til að halda sína árlegu ræðu þar sem hann hvetur forseta Alþingis til að „hlutast til um að grjóthnullungurinn fyrir utan Alþingishúsið verði fjarlægður.“ Hann rifjaði upp þegar fréttir bárust af því í janúar 2012 að það væri búið að koma fyrir „risastórum grjóthnullungi“ fyrir utan Alþingishúsið sem var kallaður Svarta keilan, átti að vera minnisvarði um borgaralega óhlýðni og var eftir listamanninn Santiago Sierra. Vonast til að þingið komi að „grjóthreinsuðum Austurvelli í haust“ Svarta keilan á eldri staðsetningu.Listasafn Reykjavíkur Hann minntist á að listaverkið hefði áður verið nær Alþingishúsinu og sagði að forsætisnefnd hafi „alla tíð verið skynsamlega þenkjandi í þessu máli án þess að ná fram því markmið að hreinsa Austurvöll af þessari óværu.“ Þar vísaði hann í að verkið var upphaflega staðsett beint fyrir framan Alþingishúsið en var fært um nokkra metra í september 2012 svo það stæði ekki á sjálfum Austurvelli. Síðan þá hefur það staðið á horni Kirkjustígs og Thorvaldsensstrætis, fyrir framan nýja innganginn. Nú er Svarta keilan á horni Kirkjustrætis og Thorvaldsensstrætis.Vísir/Magnús Einnig sagði Bergþór að það væri „eitthvað sérstaklega ónotalegt við það að það sé minnisvarði um borgaralega óhlýðni beint fyrir framan löggjafarsamkundu þjóðarinnar.“ Þá hvatti hann forseta Alþingis til að nýta sumarið í að taka til framan við Alþingishúsið og eiga samtal við Reykjavíkurborg, hvort sem hann ætti það sjálfur eða léti embættismenn um það, um að finna flöt á því að fjarlægja þetta „svokallaða listaverk sem er hreinasta hörmung í augum býsna margra“. Loks sagðist Bergþór vona að þingið kæmi að „grjóthreinsuðum Austurvelli í haust“. Minnisvarði um borgaralega óhlýðni Listaverkið sem Bergþóri er svona illa við samanstendur af grjóthnullungi sem hefur verið klofinn í tvennt með svartri keilu sem situr í sprungunni. Plattinn á listaverkinu vísar í Yfirlýsingu um réttindi manna og borgara sem var samin eftir Frönsku byltinguna.Vísir/Magnús Á síðu Listasafns Reykjavíkur um verkið stendur um keiluna sem verkið heitir eftir: „Keilan vísar til svartra keilulaga hatta sem spænski rannsóknarrétturinn lét sakfellda menn bera í háðungarskyni á 12. öld. Með verkinu vill listamaðurinn minna á mikilvægi borgaralegra réttinda í lýðræðissamfélagi og þann rétt þegnanna að neita því að hlýðnast óréttlátum lögum og kröfum yfirvalda.“ Tæplega tveimur tímum eftir að Bergþór flutti ræðu sína fyrir þingið kom fólk saman við Svörtu keiluna fyrir framan Alþingishúsið til að mótmæla. Þar var samankominn hópur náttúruverndarsinna til að mótmæla rammaáætlun ríkisstjórnarinnar sem færir ýmsar náttúruperlur „úr verndarflokki og skrefi nær faðmi virkjanaaflanna.“ Það eru því greinilega ekki allir jafn óánægðir með steininn og Bergþór. Náttúruverndarsamtök mótmæltu rammaáætlun ríkisstjórnar sem færir ýmsar náttúruperlur „úr verndarflokki og skrefi nær faðmi virkjanaaflanna.“ Svarta keilan veitti ýmsum mótmælendum stuðning.Vísir/Einar
Styttur og útilistaverk Miðflokkurinn Alþingi Umhverfismál Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira