„Auðvitað þarf að fagna góðum sigrum“ Jón Már Ferro skrifar 14. júní 2022 23:15 Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Diego Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, varð eðlilega sáttur með 3-0 útisigur liðsins gegn Þrótti í Bestu-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Aðspurður hvers vegna Ásmundur hafi verið lengi að koma sér úr klefanum eftir leik svaraði hann því á þá leið að það þyrfti að fagna góðum sigrum. „Já það þurfti að fagna! Það var aðallega verið að bíða eftir að leikmenn kæmu inn til að getað fagnað. Það tók smá tíma, en jú jú þetta var bara öflugur sigur og auðvitað þarf að fagna góðum sigrum,“ sagði Ásmundur. Ásmundur var spurður út í leik síns liðs og pressuna sem þær settu oft á heimakonur í kvöld sem skilaði meðal annars fyrsta marki leiksins. „Já ég var ánægður með stelpurnar í dag og eins og ég hef sagt við þær í sumar. Frammistaðan hefur heilt yfir verið góð, þó úrslitin hafi ekki alltaf dottið með okkur og í dag gerði það svo sannarlega. Þetta var ströggl, Þróttararnir eru með gott lið. Við vorum lengi vel 0-1 og þær komast í gegn þá og Telma á frábæra vörslu sem að hjálpar okkur í að koma til baka og klára þetta vel í lokin. Þannig að heilt yfir bara mjög öflugur og góður sigur hjá stelpunum,“ sagði Ásmundur. Honum fannst hans lið leysa vel það sem Þróttarar reyndu að gera. Hann hrósaði Telmu markmanni einnig fyrir að loka vel í dauða færi Þróttara. „Nei þær leystu þetta bara mjög vel. Þróttararnir voru mikið að reyna að ógna á bakvið okkur og mér fannst við leysa það vel, lokuðum vel á þær. Eins og þú segir, það var ekki mikið um færi en það var eitt dauðafæri sem þurfti að loka og Telma græjaði það,“ sagði Ásmundur. Ásmundur gat nefnt margt í leik Blika sem hann var ánægður með í kvöld. „Ánægður með að skora þrjú mörk, ánægður með að halda hreinu, ánægður með vinnusemina, ánægður með skipulagið, þannig það var margt sem ég var ánægður með í 0-3 góðum sigri hérna á erfiðum útivelli,“ sagði Ásmundur. Breiðablik hefur verið í ströggli með að loka leikjum sem þær eru með yfirhöndina í en náðu að gera það í kvöld. „Mikilvægt og við megum alveg fyrir hjartalagið alveg fara að loka þessum leikjum fyrr en þetta eru bara hörku leikir og erfiðir. Bara virkilega ánægður að klára þetta með þessum hætti,“ sagði Ásmundur. Framhaldið lítur vel út fyrir Ásmundi sem er brattur. „Já ég er brattur, var brattur fyrir sumarið og endurtek ánægður með frammistöðuna heilt yfir í sumar. Það er nú þannig að þó það detti ekki alltaf með þér, ef framistaðan er stöðug góð, þá koma úrslitin, þær sýndu það bara stelpurnar með því að halda áfram. Þótt að úrslitin hafi ekki komið þarna í tveimur þremur leikjum þrátt fyrir góða framistöðu. Með því að halda því áfram þá koma úrslitin. Ef við höldum áfram á sömu braut þá er ég bara mjög brattur,“ sagði sáttur Ásmundur að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild kvenna Breiðablik Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur R.-Breiðablik 0-3 | Blikar skutu sér upp í annað sæti Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur Breiðablik nú unnið þrjá leiki í röð. Liðið er komið upp í annað sæti Bestu-deildar kvenna í fótbolta eftir 0-3 sigur gegn Þrótti í kvöld. 14. júní 2022 23:00 Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Í beinni: Ísland - Grænhöfðaeyjar | Strákarnir okkar hefja leik Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Sjá meira
Aðspurður hvers vegna Ásmundur hafi verið lengi að koma sér úr klefanum eftir leik svaraði hann því á þá leið að það þyrfti að fagna góðum sigrum. „Já það þurfti að fagna! Það var aðallega verið að bíða eftir að leikmenn kæmu inn til að getað fagnað. Það tók smá tíma, en jú jú þetta var bara öflugur sigur og auðvitað þarf að fagna góðum sigrum,“ sagði Ásmundur. Ásmundur var spurður út í leik síns liðs og pressuna sem þær settu oft á heimakonur í kvöld sem skilaði meðal annars fyrsta marki leiksins. „Já ég var ánægður með stelpurnar í dag og eins og ég hef sagt við þær í sumar. Frammistaðan hefur heilt yfir verið góð, þó úrslitin hafi ekki alltaf dottið með okkur og í dag gerði það svo sannarlega. Þetta var ströggl, Þróttararnir eru með gott lið. Við vorum lengi vel 0-1 og þær komast í gegn þá og Telma á frábæra vörslu sem að hjálpar okkur í að koma til baka og klára þetta vel í lokin. Þannig að heilt yfir bara mjög öflugur og góður sigur hjá stelpunum,“ sagði Ásmundur. Honum fannst hans lið leysa vel það sem Þróttarar reyndu að gera. Hann hrósaði Telmu markmanni einnig fyrir að loka vel í dauða færi Þróttara. „Nei þær leystu þetta bara mjög vel. Þróttararnir voru mikið að reyna að ógna á bakvið okkur og mér fannst við leysa það vel, lokuðum vel á þær. Eins og þú segir, það var ekki mikið um færi en það var eitt dauðafæri sem þurfti að loka og Telma græjaði það,“ sagði Ásmundur. Ásmundur gat nefnt margt í leik Blika sem hann var ánægður með í kvöld. „Ánægður með að skora þrjú mörk, ánægður með að halda hreinu, ánægður með vinnusemina, ánægður með skipulagið, þannig það var margt sem ég var ánægður með í 0-3 góðum sigri hérna á erfiðum útivelli,“ sagði Ásmundur. Breiðablik hefur verið í ströggli með að loka leikjum sem þær eru með yfirhöndina í en náðu að gera það í kvöld. „Mikilvægt og við megum alveg fyrir hjartalagið alveg fara að loka þessum leikjum fyrr en þetta eru bara hörku leikir og erfiðir. Bara virkilega ánægður að klára þetta með þessum hætti,“ sagði Ásmundur. Framhaldið lítur vel út fyrir Ásmundi sem er brattur. „Já ég er brattur, var brattur fyrir sumarið og endurtek ánægður með frammistöðuna heilt yfir í sumar. Það er nú þannig að þó það detti ekki alltaf með þér, ef framistaðan er stöðug góð, þá koma úrslitin, þær sýndu það bara stelpurnar með því að halda áfram. Þótt að úrslitin hafi ekki komið þarna í tveimur þremur leikjum þrátt fyrir góða framistöðu. Með því að halda því áfram þá koma úrslitin. Ef við höldum áfram á sömu braut þá er ég bara mjög brattur,“ sagði sáttur Ásmundur að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild kvenna Breiðablik Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur R.-Breiðablik 0-3 | Blikar skutu sér upp í annað sæti Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur Breiðablik nú unnið þrjá leiki í röð. Liðið er komið upp í annað sæti Bestu-deildar kvenna í fótbolta eftir 0-3 sigur gegn Þrótti í kvöld. 14. júní 2022 23:00 Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Í beinni: Ísland - Grænhöfðaeyjar | Strákarnir okkar hefja leik Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Sjá meira
Leik lokið: Þróttur R.-Breiðablik 0-3 | Blikar skutu sér upp í annað sæti Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur Breiðablik nú unnið þrjá leiki í röð. Liðið er komið upp í annað sæti Bestu-deildar kvenna í fótbolta eftir 0-3 sigur gegn Þrótti í kvöld. 14. júní 2022 23:00