Óttast endurkomu verðtryggðra lána Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júní 2022 12:07 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á blaðamannafundi vegna yfirlýsingar fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands í morgun. Vísir/vilhelm Fyrstu kaupendur munu þurfa að leggja út 15 prósent af kaupverði fasteignar í stað 10 prósent, samkvæmt tilmælum Seðlabanka Íslands sem kynnt voru í morgun. Bankinn hefur áhyggjur af óhóflegri skuldsetningu en með aðgerðunum vill seðlabankastjóri fyrst og fremst hemja endurkomu verðtryggingarinnar. Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðalbankans nú í morgun kemur fram að gæta þurfi þess að vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni - og óhóflegur vöxtur útlána. Til að bregðast við stöðunni ákvað bankinn meðal annars að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90 prósent í 85 prósent en hlutfallið fyrir aðra kaupendur verður óbreytt. Lánastofnanir eru skyldugar til að fara eftir þessum tilmælum bankans en aðgerðirnar hafa aðallega áhrif á verðtryggð lán. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri óttast að fólk stefni í að skuldsetja sig um of. Hann óttast endurkomu verðtryggða lána, sem eins og lántakendur þekkja margir, hafa lága greiðslubyrði í upphafi. „Þannig að við viljum tryggja það að fólk fari ekki að taka verðtryggð lán, að einhverju leyti á röngum forsendum, til að fara inn á fasteignamarkað þar sem verðið er alltof hátt,“ segir Ásgeir. Líkir verðtryggðum lánum við kúlulán Hann líkir þessum verðtryggðu lánum við kúlulán, sem hafa þá sérstöðu að ekki eru greiddar afborganir af láninu fyrr en í lok lánstímans og reynslan sýnir að geta verið nokkuð hættuleg tegund lánveitinga. „Það er alveg rétt. Eins og þessi týpísku 40 ára Íslandslán hafa verið með þessum jafngreiðsluskilmálum, þau verða þannig að fólk er að greiða mjög lítið af þeim í upphafi og er ekki að greiða fulla vexti af þeim.“ Þetta sé nokkurn veginn í fyrsta sinn sem seðlabankinn grípur til aðgerða sem þessara. „Þar sem við viljum bara tryggja það að fasteignaverð sé ekki rekið áfram af lántöku og við viljum í rauninni tryggja ákveðið jarðsamband á markaði, að markaðurinn sé í tengslum við launin í landinu, í tengslum við líf venjulegs fólks. Að við séum ekki aftur að fara í einhverja gírun,“ segir Ásgeir. Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Lækka hámarkshlutfall fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur Gæta þarf þess að vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni og óhóflegur vöxtur útlána sem gæti veikt viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Verði bakslag í alþjóðlegum efnahagsbata gæti það haft áhrif á fjármálastöðugleika hér á landi. Bankinn hefur ákveðið að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90 prósent í 85 prósent. 15. júní 2022 08:37 Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Sjá meira
Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðalbankans nú í morgun kemur fram að gæta þurfi þess að vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni - og óhóflegur vöxtur útlána. Til að bregðast við stöðunni ákvað bankinn meðal annars að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90 prósent í 85 prósent en hlutfallið fyrir aðra kaupendur verður óbreytt. Lánastofnanir eru skyldugar til að fara eftir þessum tilmælum bankans en aðgerðirnar hafa aðallega áhrif á verðtryggð lán. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri óttast að fólk stefni í að skuldsetja sig um of. Hann óttast endurkomu verðtryggða lána, sem eins og lántakendur þekkja margir, hafa lága greiðslubyrði í upphafi. „Þannig að við viljum tryggja það að fólk fari ekki að taka verðtryggð lán, að einhverju leyti á röngum forsendum, til að fara inn á fasteignamarkað þar sem verðið er alltof hátt,“ segir Ásgeir. Líkir verðtryggðum lánum við kúlulán Hann líkir þessum verðtryggðu lánum við kúlulán, sem hafa þá sérstöðu að ekki eru greiddar afborganir af láninu fyrr en í lok lánstímans og reynslan sýnir að geta verið nokkuð hættuleg tegund lánveitinga. „Það er alveg rétt. Eins og þessi týpísku 40 ára Íslandslán hafa verið með þessum jafngreiðsluskilmálum, þau verða þannig að fólk er að greiða mjög lítið af þeim í upphafi og er ekki að greiða fulla vexti af þeim.“ Þetta sé nokkurn veginn í fyrsta sinn sem seðlabankinn grípur til aðgerða sem þessara. „Þar sem við viljum bara tryggja það að fasteignaverð sé ekki rekið áfram af lántöku og við viljum í rauninni tryggja ákveðið jarðsamband á markaði, að markaðurinn sé í tengslum við launin í landinu, í tengslum við líf venjulegs fólks. Að við séum ekki aftur að fara í einhverja gírun,“ segir Ásgeir.
Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Lækka hámarkshlutfall fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur Gæta þarf þess að vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni og óhóflegur vöxtur útlána sem gæti veikt viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Verði bakslag í alþjóðlegum efnahagsbata gæti það haft áhrif á fjármálastöðugleika hér á landi. Bankinn hefur ákveðið að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90 prósent í 85 prósent. 15. júní 2022 08:37 Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Sjá meira
Lækka hámarkshlutfall fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur Gæta þarf þess að vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni og óhóflegur vöxtur útlána sem gæti veikt viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Verði bakslag í alþjóðlegum efnahagsbata gæti það haft áhrif á fjármálastöðugleika hér á landi. Bankinn hefur ákveðið að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90 prósent í 85 prósent. 15. júní 2022 08:37