Samkomur á morgun gætu leitt til mikillar fjölgunar: „Við þurfum að ganga hægt um gleðinnar dyr“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. júní 2022 20:30 Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir stöðuna á spítalanum afleita af mörgum ástæðum. Vísir/Sigurjón Alvarleg veikindi vegna Covid hafa aukist talsvert síðustu daga. Yfirlæknir á Landspítala segir stöðuna afleita. Tíminn muni leiða í ljós hvort þörf sé á aðgerðum í samfélaginu. Útbreiðsla kórónuveirunnar hefur aukist töluvert í samfélaginu en samkvæmt opinberum tölum greinast nú um og yfir 200 manns á dag. Sá fjöldi er þó líklegast hærri þar sem margir greinast aðeins með heimaprófi. Áhrifin eru þegar byrjuð að koma í ljós á Landspítala. „Þessi aukni fjöldi úti í bæ, hann leiðir til þess að það hefur verið hæg aukning í innlögnum hjá okkur og svo gerist það núna síðastliðinn sólarhring að það kemur upp fjöldasmit á nokkrum starfseiningum spítalans,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild spítalans. Þrjátíu sjúklingar eru nú inniliggjandi á Landspítala, ýmist með eða vegna Covid, og hafa þeir ekki verið fleiri frá því í byrjun apríl. Tveir eru á gjörgæslu, þar af einn í öndunarvél. Flestir þeirra sem liggja nú inni eru yfir sjötugt og eru margir þeirra einnig að kljást við önnur veikindi. „Staðan er bara afleit,“ segir Már en ýmislegt flækir málin, til að mynda koma apabólunnar og erfið staða bráðamóttökunnar. Þá er mönnun takmarkandi þáttur. „Starfsmenn eru náttúrulega í auknum mæli að fara í orlof, langþráð orlof, þannig þetta hittir okkur á mjög erfiðum tíma.“ Allt önnur staða en þó mikilvægt að bregðast við Landspítalinn hefur gripið til hertra aðgerða til að bregðast við stöðunni, meðal annars með því að taka aftur upp grímuskyldu og að takmarka heimsóknir, og tóku þær breytingar gildi á hádegi í dag. Þá hefur sóttvarnalæknir mælt eindregið með fjórða bóluefnaskammtinum fyrir eldri einstaklinga og þá sem eru í sérstakri hættu en allir geta þó óskað eftir fjórða skammtinum. „Með þetta í farteskinu þá krossar maður fingur og vonar að þetta dugi nú, en við vitum öll hvernig þetta smitast,“ segir Már og vísar til mikilvægi handþvottar og persónubundinna sýkingavarna. Hann bendir einnig á að grímunotkun í almennum rýmum sé ekki slæm hugmynd en of snemmt sé að segja til um hvort þörf sé á takmörkunum í samfélaginu. „Ég held að við þurfum aðeins að sjá hvernig þessu vindur fram. En staðan í dag er náttúrulega allt önnur en í upphafi faraldursins þegar við höfðum ekkert ónæmi í samfélaginu,“ segir hann. „En fyrir fjölveika, hruma einstaklinga, þá eru þetta oft mjög erfið veikindi.“ Bregðast þurfi við, enda ljóst að þungt og erfitt sumar sé fram undan. „Við þurfum einhvern veginn að ganga hægt um gleðinnar dyr, en á morgun er 17. júní og þar koma þúsundir manna saman. Þannig það gæti leitt til geigvænlegar fjölgunar í samfélaginu,“ segir Már. „En aftur, tíminn mun leiða þetta í ljós.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Útbreiðsla kórónuveirunnar hefur aukist töluvert í samfélaginu en samkvæmt opinberum tölum greinast nú um og yfir 200 manns á dag. Sá fjöldi er þó líklegast hærri þar sem margir greinast aðeins með heimaprófi. Áhrifin eru þegar byrjuð að koma í ljós á Landspítala. „Þessi aukni fjöldi úti í bæ, hann leiðir til þess að það hefur verið hæg aukning í innlögnum hjá okkur og svo gerist það núna síðastliðinn sólarhring að það kemur upp fjöldasmit á nokkrum starfseiningum spítalans,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild spítalans. Þrjátíu sjúklingar eru nú inniliggjandi á Landspítala, ýmist með eða vegna Covid, og hafa þeir ekki verið fleiri frá því í byrjun apríl. Tveir eru á gjörgæslu, þar af einn í öndunarvél. Flestir þeirra sem liggja nú inni eru yfir sjötugt og eru margir þeirra einnig að kljást við önnur veikindi. „Staðan er bara afleit,“ segir Már en ýmislegt flækir málin, til að mynda koma apabólunnar og erfið staða bráðamóttökunnar. Þá er mönnun takmarkandi þáttur. „Starfsmenn eru náttúrulega í auknum mæli að fara í orlof, langþráð orlof, þannig þetta hittir okkur á mjög erfiðum tíma.“ Allt önnur staða en þó mikilvægt að bregðast við Landspítalinn hefur gripið til hertra aðgerða til að bregðast við stöðunni, meðal annars með því að taka aftur upp grímuskyldu og að takmarka heimsóknir, og tóku þær breytingar gildi á hádegi í dag. Þá hefur sóttvarnalæknir mælt eindregið með fjórða bóluefnaskammtinum fyrir eldri einstaklinga og þá sem eru í sérstakri hættu en allir geta þó óskað eftir fjórða skammtinum. „Með þetta í farteskinu þá krossar maður fingur og vonar að þetta dugi nú, en við vitum öll hvernig þetta smitast,“ segir Már og vísar til mikilvægi handþvottar og persónubundinna sýkingavarna. Hann bendir einnig á að grímunotkun í almennum rýmum sé ekki slæm hugmynd en of snemmt sé að segja til um hvort þörf sé á takmörkunum í samfélaginu. „Ég held að við þurfum aðeins að sjá hvernig þessu vindur fram. En staðan í dag er náttúrulega allt önnur en í upphafi faraldursins þegar við höfðum ekkert ónæmi í samfélaginu,“ segir hann. „En fyrir fjölveika, hruma einstaklinga, þá eru þetta oft mjög erfið veikindi.“ Bregðast þurfi við, enda ljóst að þungt og erfitt sumar sé fram undan. „Við þurfum einhvern veginn að ganga hægt um gleðinnar dyr, en á morgun er 17. júní og þar koma þúsundir manna saman. Þannig það gæti leitt til geigvænlegar fjölgunar í samfélaginu,“ segir Már. „En aftur, tíminn mun leiða þetta í ljós.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira