Mögnuð tölfræði markvarðarins Murphy Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2022 17:31 Samantha Leshnak Murphy hefur verið hreint út sagt mögnuð í sumar. Keflavík Samantha Murphy er heldur betur betri en engin. Markvörðurinn hefur verið hreint út sagt mögnuð í marki Keflavíkur í Bestu deild kvenna á leiktíðinni. Keflavík gerði mögulega fjárfestingu ársins er liðið samdi við Murphy um að leika milli stanganna á Suðurnesjunum (og víðar) í sumar. Þegar Besta deild kvenna er hálfnuð er Keflavík í 7. sæti með 10 stig. Liðið hefur fengið á sig 13 mörk en þau ættu að vera mun fleiri ef rýnt er í tölfræði liðsins. Á einhvern ótrúlegan hátt vann Keflavík 1-0 sigur á Stjörnunni þó svo að öll tölfræði hafi bent til þess að Stjarnan hafi átt að vinna. Ef rýnt er í xG (vænt mörk) tölfræðina þá hefði Stjarnan átt að skora að lágmarki fjögur mörk í leiknum á meðan það var hreint út sagt kraftaverk að Keflavík hafi skorað. Skýrslan@KeflavikFC - @FCStjarnan pic.twitter.com/1PbQzwsVyp— Besta deildin (@bestadeildin) June 16, 2022 Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, fréttaritari á Fótbolti.net, birti enn magnaðri tölfræði á Twitter-síðu sinni. Þar kemur í ljós að Murphy ber einfaldlega höfuð og herðar yfir aðra markverði deildarinnar þegar kemur að því að halda knettinum út úr markinu. Ef marka má tölfræði Guðmundar Aðalsteins þá ætti Murphy – og Keflavík – að vera búin að fá á sig 10 mörk meira í sumar. Keflavík ætti því að vera búið að fá á sig 23 mörk en ekki 13. Ef miðað er við 'prevented goals' tölfræðina þá er augljóst hver hefur verið markvörðurinn í Bestu-kvenna í sumar Tölurnar eru í raun ótrúlegar 1 Samantha Murphy (Keflavík) - 10,462 Sandra Sigurðar (Valur) - 3,643 Telma Ívars (Breiðablik) - 3,31 pic.twitter.com/dEhLJ4tWMh— Guðmundur Ásgeirsson (@gummi_aa) June 16, 2022 Sama tölfræði segir að Sandra Sigurðardóttir (Valur) ætti að vera búin að fá á sig tæplega fjórum mörkum meira og Telma Ívarsdóttir (Breiðablik) rúmlega þremur mörkum meira. Þær tvær eru báðar í landsliðshópi Íslands fyrir Evrópumótið sem hefst í næsta mánuði. Það verður að hrósa Keflavík fyrir að landa þessum frábæra markverði en það má búast við að hún verði gríðarlega eftirsótt eftir að tímabilinu lýkur. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Keflavík gerði mögulega fjárfestingu ársins er liðið samdi við Murphy um að leika milli stanganna á Suðurnesjunum (og víðar) í sumar. Þegar Besta deild kvenna er hálfnuð er Keflavík í 7. sæti með 10 stig. Liðið hefur fengið á sig 13 mörk en þau ættu að vera mun fleiri ef rýnt er í tölfræði liðsins. Á einhvern ótrúlegan hátt vann Keflavík 1-0 sigur á Stjörnunni þó svo að öll tölfræði hafi bent til þess að Stjarnan hafi átt að vinna. Ef rýnt er í xG (vænt mörk) tölfræðina þá hefði Stjarnan átt að skora að lágmarki fjögur mörk í leiknum á meðan það var hreint út sagt kraftaverk að Keflavík hafi skorað. Skýrslan@KeflavikFC - @FCStjarnan pic.twitter.com/1PbQzwsVyp— Besta deildin (@bestadeildin) June 16, 2022 Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, fréttaritari á Fótbolti.net, birti enn magnaðri tölfræði á Twitter-síðu sinni. Þar kemur í ljós að Murphy ber einfaldlega höfuð og herðar yfir aðra markverði deildarinnar þegar kemur að því að halda knettinum út úr markinu. Ef marka má tölfræði Guðmundar Aðalsteins þá ætti Murphy – og Keflavík – að vera búin að fá á sig 10 mörk meira í sumar. Keflavík ætti því að vera búið að fá á sig 23 mörk en ekki 13. Ef miðað er við 'prevented goals' tölfræðina þá er augljóst hver hefur verið markvörðurinn í Bestu-kvenna í sumar Tölurnar eru í raun ótrúlegar 1 Samantha Murphy (Keflavík) - 10,462 Sandra Sigurðar (Valur) - 3,643 Telma Ívars (Breiðablik) - 3,31 pic.twitter.com/dEhLJ4tWMh— Guðmundur Ásgeirsson (@gummi_aa) June 16, 2022 Sama tölfræði segir að Sandra Sigurðardóttir (Valur) ætti að vera búin að fá á sig tæplega fjórum mörkum meira og Telma Ívarsdóttir (Breiðablik) rúmlega þremur mörkum meira. Þær tvær eru báðar í landsliðshópi Íslands fyrir Evrópumótið sem hefst í næsta mánuði. Það verður að hrósa Keflavík fyrir að landa þessum frábæra markverði en það má búast við að hún verði gríðarlega eftirsótt eftir að tímabilinu lýkur. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn