Þá setti töluverð úrkoma strik í reikninginn og nokkrir ökuþórar lentu í vandræðum á brautinni og féllu úr leik þar sem lentu utan vegar.
Þar á meðal voru það Sebastian Vettel, Valtteri Bottas og Sergio Perez sem lenti í árekstri í tímatökunni. Charles Leclerc mun byrja aftastur þar sem hann er að taka út refsingu fyrir að setja nýjan mótor í bíl sinn.
Max Verstappen, sem ekur fyrir Red Bull, verður á ráspól á morgun en hann Verstappen kom í mark á besta tímanum, 1:21:299.
Fernando Alonso, Alpine, þjarmaði að Verstappen en tími hans vara 0.645 sekúndubrotum verri en hjá Verstappen. Carlos Sainz, ökurþór hjá Ferrari, kom svo næstur skammt þar á eftir.
Mercedes-maðurinn Lewis Hamilton, sem hefur átt í vandræðum á æfingunm í Montreal síðustu dagana ræsir fjórði.
Verstappen er efstur á stigalista ökumanna með 150 stig, Perez kemur þar á eftir með 129 stig og í þriðja sætinu er Leclerc með 116 stig.