Skar mann á fæti með brotinni flösku Eiður Þór Árnason skrifar 19. júní 2022 07:57 Fjölbreytt verkefni komu inn á borð lögreglu í gærkvöldi og nótt. Vísir/Kolbeinn Tumi Maður réðst á dyravörð í miðborg Reykjavíkur á þriðja tímanum í nótt og skar hann á fæti með brotinni flösku, að sögn lögreglu. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Einnig var tilkynnt um aðra líkamsárás á veitingahúsi í miðborginni þar sem ölvaður maður er sagður hafa kastað glasi upp í loftið með þeim afleiðingum að annar maður fékk það í höfuðið og hlaut minniháttar áverka á eyra. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en 115 mál voru skráð í hana frá klukkan 17 í gærkvöldi fram til 5 í morgun. Fjórir voru vistaðir í fangageymslu og voru þrjár tilkynningar um minniháttar líkamsárásir í miðborginni. Nokkuð var um tilkynningar vegna hávaða þar sem fólk fagnaði útskriftum. Sagður hafa brotið rúðu á stigagangi Lögreglu var tilkynnt um reiðhjólaslys í miðborginni í gærkvöldi þar sem maður datt af hjóli og slasaðist á mjöðm og víðar. Sá var fluttur með sjúkrabíl á bráðadeild til aðhlynningar en að sögn lögreglu upplifði hann miklar höfuðkvalir og sjóntruflanir. Hann er sagður hafa verið hjálmlaus. Maður í annarlegu ástandi var handtekinn á stigagangi íbúðarhúsnæðis í Múlum í Reykjavík. Maðurinn er sagður hafa verið á nærbuxum og sokkum einum klæða en hann er talinn hafa brotið rúðu og mögulega skemmt barnareiðhjól og fleira. Maðurinn var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Lögregla handtók ölvaðan mann á veitingahúsi í miðbæ Hafnarfjarðar á öðrum tímanum í nótt en sá er sagður hafa ráðist á annan og rifið skyrtubol hans. Að sögn lögreglu var maðurinn í höndum dyravarða þegar hún kom á staðinn en maðurinn vildi ekki segja lögreglu hvar hann væri búsettur. Var hann því vistaður í fangageymslu lögreglu sökum ástands. Reiddi barnið ölvaður á vespu í vanþökk móður Tilkynnt var um mann í Grafarvogi um þrjú í nótt sem var sagður ýta kerru á undan sér með grilli og reyna að opna bifreiðar í hverfinu. Maðurinn var farinn þegar lögregla kom á vettvang og hafði skilið eftir kerruna með grillinu. Afskipti voru höfð af ökumanni vespu í miðborg Reykjavíkur þar sem hann hafði ekið með fimm ára barn á hjólinu. Að sögn lögreglu hafði móðir barnsins ekki gefið leyfi fyrir þessu og var barnið ekki með neinn öryggisbúnað. Hinn 55 ára ökumaður var handtekinn grunaður um ölvun við akstur og var látinn laus að lokinni sýnatöku. Höfðu afskipti af ökumönnum á nagladekkjum Lögreglu var tilkynnt um að maður hafi stolið rafmagnshlaupahjóli í Múlum. Tilkynnandi sagði þann grunaða hafa verið á hlaupahjóli og haldið á öðru. Tilkynnandi náði að hlaupa á eftir manninum og kom að þar sem hinn grunaði rétti öðrum manni hjólið. Sá sagði vin sinn eiga hjólið og hljóp á brott en sá sem tilkynnti málið segir það ekki vera rétt. Einnig var þó nokkuð um að lögregla hafði afskipti af ökumönnum grunuðum um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá skipti lögregla sér af tveimur ökumönnum sem óku um á nagladekkjum. Lögreglumál Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Sjá meira
Einnig var tilkynnt um aðra líkamsárás á veitingahúsi í miðborginni þar sem ölvaður maður er sagður hafa kastað glasi upp í loftið með þeim afleiðingum að annar maður fékk það í höfuðið og hlaut minniháttar áverka á eyra. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en 115 mál voru skráð í hana frá klukkan 17 í gærkvöldi fram til 5 í morgun. Fjórir voru vistaðir í fangageymslu og voru þrjár tilkynningar um minniháttar líkamsárásir í miðborginni. Nokkuð var um tilkynningar vegna hávaða þar sem fólk fagnaði útskriftum. Sagður hafa brotið rúðu á stigagangi Lögreglu var tilkynnt um reiðhjólaslys í miðborginni í gærkvöldi þar sem maður datt af hjóli og slasaðist á mjöðm og víðar. Sá var fluttur með sjúkrabíl á bráðadeild til aðhlynningar en að sögn lögreglu upplifði hann miklar höfuðkvalir og sjóntruflanir. Hann er sagður hafa verið hjálmlaus. Maður í annarlegu ástandi var handtekinn á stigagangi íbúðarhúsnæðis í Múlum í Reykjavík. Maðurinn er sagður hafa verið á nærbuxum og sokkum einum klæða en hann er talinn hafa brotið rúðu og mögulega skemmt barnareiðhjól og fleira. Maðurinn var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Lögregla handtók ölvaðan mann á veitingahúsi í miðbæ Hafnarfjarðar á öðrum tímanum í nótt en sá er sagður hafa ráðist á annan og rifið skyrtubol hans. Að sögn lögreglu var maðurinn í höndum dyravarða þegar hún kom á staðinn en maðurinn vildi ekki segja lögreglu hvar hann væri búsettur. Var hann því vistaður í fangageymslu lögreglu sökum ástands. Reiddi barnið ölvaður á vespu í vanþökk móður Tilkynnt var um mann í Grafarvogi um þrjú í nótt sem var sagður ýta kerru á undan sér með grilli og reyna að opna bifreiðar í hverfinu. Maðurinn var farinn þegar lögregla kom á vettvang og hafði skilið eftir kerruna með grillinu. Afskipti voru höfð af ökumanni vespu í miðborg Reykjavíkur þar sem hann hafði ekið með fimm ára barn á hjólinu. Að sögn lögreglu hafði móðir barnsins ekki gefið leyfi fyrir þessu og var barnið ekki með neinn öryggisbúnað. Hinn 55 ára ökumaður var handtekinn grunaður um ölvun við akstur og var látinn laus að lokinni sýnatöku. Höfðu afskipti af ökumönnum á nagladekkjum Lögreglu var tilkynnt um að maður hafi stolið rafmagnshlaupahjóli í Múlum. Tilkynnandi sagði þann grunaða hafa verið á hlaupahjóli og haldið á öðru. Tilkynnandi náði að hlaupa á eftir manninum og kom að þar sem hinn grunaði rétti öðrum manni hjólið. Sá sagði vin sinn eiga hjólið og hljóp á brott en sá sem tilkynnti málið segir það ekki vera rétt. Einnig var þó nokkuð um að lögregla hafði afskipti af ökumönnum grunuðum um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá skipti lögregla sér af tveimur ökumönnum sem óku um á nagladekkjum.
Lögreglumál Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Sjá meira