Hyggjast banna lausagöngu katta að næturlagi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. júní 2022 12:26 Köttur í Reykjavík sem tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Fjallabyggðar hyggst banna lausagöngu katta að kvöld- og næturlagi eða á meðan varptími fugla stendur sem hæst. Formaður skipulags- og umhverfisnefndar segir ketti hafa verið að valda töluverðum usla í sveitarfélaginu. Það má segja að kettir landsins hafi átt undir högg að sækja á sveitarstjórnarstiginu víðs vegar um land. Í Norðurþingi hefur lausaganga katta verið bönnuð í meira en áratug og í nóvember í fyrra samþykkti meirihluti bæjarstjórnar á Akureyri að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Þá stendur nú til að banna lausagöngu katta í Fjallabyggð en beiðni þess efnis var send til skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkt einróma. Arnar Þór Stefánsson er formaður nefndarinnar. Hann segir að nefndinni hafa borist fjölmargar kvartanir vegna katta sveitarfélagsins sem eru 33 talsins. „Það kemur upp úr krafsinu að það er ákveðið að stíla þetta bann á varptímann. Það var það sem fólk var óánægt með, að kettir voru að eltast við unga sérstaklega.“ Mun bannið því gilda frá 1. maí til 15. júlí á nóttunni en Arnar segir niðursstöðu nefndarinnar hafa verið málamiðlun sem sé ansi líkleg til að verða samþykkt af bæjarstjórn. „Það eru allir sammála því að banna lausagönguna yfir varptímann og stuðla þannig að sátt milli kattaeigenda og annarra.“ Arnar kveðst spenntur fyrir komandi kjörtímabili en Fjallabyggð hefur nú auglýst eftir arftaka Elíasar Péturssonar sem sækist ekki eftir endurráðningu. „Þetta lítur bara mjög vel út, það er blússandi uppgangur í samfélaginu og það er mjög spennandi að halda áfram með þau verkefni sem hafa verið í gangi,“ sagði Arnar Þór að lokum. Fjallabyggð Kettir Gæludýr Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Sjá meira
Það má segja að kettir landsins hafi átt undir högg að sækja á sveitarstjórnarstiginu víðs vegar um land. Í Norðurþingi hefur lausaganga katta verið bönnuð í meira en áratug og í nóvember í fyrra samþykkti meirihluti bæjarstjórnar á Akureyri að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Þá stendur nú til að banna lausagöngu katta í Fjallabyggð en beiðni þess efnis var send til skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkt einróma. Arnar Þór Stefánsson er formaður nefndarinnar. Hann segir að nefndinni hafa borist fjölmargar kvartanir vegna katta sveitarfélagsins sem eru 33 talsins. „Það kemur upp úr krafsinu að það er ákveðið að stíla þetta bann á varptímann. Það var það sem fólk var óánægt með, að kettir voru að eltast við unga sérstaklega.“ Mun bannið því gilda frá 1. maí til 15. júlí á nóttunni en Arnar segir niðursstöðu nefndarinnar hafa verið málamiðlun sem sé ansi líkleg til að verða samþykkt af bæjarstjórn. „Það eru allir sammála því að banna lausagönguna yfir varptímann og stuðla þannig að sátt milli kattaeigenda og annarra.“ Arnar kveðst spenntur fyrir komandi kjörtímabili en Fjallabyggð hefur nú auglýst eftir arftaka Elíasar Péturssonar sem sækist ekki eftir endurráðningu. „Þetta lítur bara mjög vel út, það er blússandi uppgangur í samfélaginu og það er mjög spennandi að halda áfram með þau verkefni sem hafa verið í gangi,“ sagði Arnar Þór að lokum.
Fjallabyggð Kettir Gæludýr Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Sjá meira