Lið Wales, sem skipað var Gerwyn Price og Johnny Clayton, náði sér aldrei á strik í dag og þeir áströlsku létu ekki bjóða sér það tvisvar og kláruðu leikinn 3-1 en þeir fengu tækifæri á því að koma leiknum í oddasett en Heta gerði vel í því að ljúka loka settinu og þar með einvíginu í einliðaleik við Johnny Clayton.
Ástralía hafði áður komist í úrslit heimsmeistararmótsins en það gerðist árið 2012 þar sem lþeir lutu í gras fyrir Englandi á hjartabrjótandi máta. Þetta var fyrsti heimsmeistaratitill Ástralíu og þeir voru vel að því komnir en á leið sinni í úrslit slógu þeir út Belga sem metnir eru sem fjórða besta pílulandslið heims og í undanúrslitum lögðu Ástralarnir Englendinga sem eru í fyrsta sæti heimslistans.
AUSTRALIA ARE ON TOP OF THE WORLD!
— PDC Darts (@OfficialPDC) June 19, 2022
AUSTRALIA'S DAMON HETA AND SIMON WHITLOCK WIN THE WORLD CUP OF DARTS!
Ten years on from final heartbreak, the trophy finally belongs to Australia pic.twitter.com/GZTCi7jVYC