Frakkar hafi kosið gegn breyttum eftirlaunaaldri Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. júní 2022 11:40 Hlöðver Skúli er í meistaranámi í París. aðsend/ap Erfitt gæti reynst að mynda starfhæfan meirihluta á franska þinginu eftir kosningar í gær. Slæmt gengi miðjuflokka forsetans er að mati stjórnmálafræðings áfellisdómur yfir helsta stefnumáli hans um að hækka eftirlaunaaldur í Frakklandi. Bandalag miðjuflokka Emmanuel Macron Frakklandsforseta bauð afhroð í kosningunum í gær og missti rúmlega hundrað þingmenn, fær 245 af 577 og nær ekki að halda hreinum meirihluta sínum. Því þurfa miðjuflokkarnir að ná samkomulagi við annan flokk til að mynda meirihluta. Repúblikanar í oddastöðu Hinu sameinaða vinstri gekk vel og er næststærsta aflið á þinginu með 131 þingmann. Jean-Luc Mélenchon er leiðtogi hins sameinaða vinstris í Frakklandi.AP „Og hafa þeir til dæmis gert kröfu um forsætisráðherrastólinn. En það verður þó að vera ólíklegt að Macron leiti þangað. Leiðtogi þeirra Jean-Luc Mélenchon er talinn heldur róttækur fyrir miðju-hægri pólitík Macron. Og það liggur því beinast við að leita til repúblikana sem eru hefðbundinn hægri flokkur,“ segir Hlöðver Skúli Hákonarson, íslenskur mastersnemi í Evrópumálum sem er búsettur í París. Og þá vandast málin. Þó repúblikanar standi miðjubandalagi Macron líklega næst þegar stefnumál flokka eru borin saman hefur andað köldu á milli þeirra síðustu ár. „Og það er kannski líka það að formaður repúblikana er búinn að gefa það út að hann vilji vera í stjórnarandstöðu. En það eru víst einhverjar deilur í flokknum hvað það varðar þannig að það gæti breyst,“ segir Hlöðver Skúli. Hann kveðst hafa fundið fyrir andstöðu í Frakklandi við helsta stefnumál Macron um að hækka eftirlaunaaldurinn úr 62 árum í 65 ár. „Ef maður lítur til dæmis á niðurstöðu vinstri flokkanna sem fengu 131 þingmann, helsta stefnumál þeirra hefur verið að lækka eftirlaunaaldurinn niður í 60,“ segir Hlöðver Skúli. „Almenningur er klárlega að kalla eftir því og vill ekki hreyfa til við þessum eftirlaunaaldri eins og hann er.“ Le Pen vinnur sögulegan sigur Loks má nefna óvæntan uppgang hægriflokks Marine Le Pen sem meira en tífaldaði fylgi sitt; var með sjö þingmenn en fær nú 89. Marine Le Pen bar lægri hlut fyrir Macron í forsetakosningunum fyrr í ár en margir hafa bent á að hennar helsta markmið þar hafi verið að byggja upp fylgi sitt fyrir þingkosningarnar. Það virðist hafa tekist vel. ap „Það bjóst enginn við því að flokkur Le Pen myndi ná hátt í 90 þingmönnum. Það er í raun bara alveg sjokkerandi,“ segir Hlöðver Skúli. Franska samfélagið sé orðið pólaríseraðra á síðustu árum. „Já. Það hefur náttúrulega alltaf verið þannig að Frakkar mótmæla mikið en mér finnst það hafa færst í aukana síðastliðin ár.“ Kosningar í Frakklandi Frakkland Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Bandalag miðjuflokka Emmanuel Macron Frakklandsforseta bauð afhroð í kosningunum í gær og missti rúmlega hundrað þingmenn, fær 245 af 577 og nær ekki að halda hreinum meirihluta sínum. Því þurfa miðjuflokkarnir að ná samkomulagi við annan flokk til að mynda meirihluta. Repúblikanar í oddastöðu Hinu sameinaða vinstri gekk vel og er næststærsta aflið á þinginu með 131 þingmann. Jean-Luc Mélenchon er leiðtogi hins sameinaða vinstris í Frakklandi.AP „Og hafa þeir til dæmis gert kröfu um forsætisráðherrastólinn. En það verður þó að vera ólíklegt að Macron leiti þangað. Leiðtogi þeirra Jean-Luc Mélenchon er talinn heldur róttækur fyrir miðju-hægri pólitík Macron. Og það liggur því beinast við að leita til repúblikana sem eru hefðbundinn hægri flokkur,“ segir Hlöðver Skúli Hákonarson, íslenskur mastersnemi í Evrópumálum sem er búsettur í París. Og þá vandast málin. Þó repúblikanar standi miðjubandalagi Macron líklega næst þegar stefnumál flokka eru borin saman hefur andað köldu á milli þeirra síðustu ár. „Og það er kannski líka það að formaður repúblikana er búinn að gefa það út að hann vilji vera í stjórnarandstöðu. En það eru víst einhverjar deilur í flokknum hvað það varðar þannig að það gæti breyst,“ segir Hlöðver Skúli. Hann kveðst hafa fundið fyrir andstöðu í Frakklandi við helsta stefnumál Macron um að hækka eftirlaunaaldurinn úr 62 árum í 65 ár. „Ef maður lítur til dæmis á niðurstöðu vinstri flokkanna sem fengu 131 þingmann, helsta stefnumál þeirra hefur verið að lækka eftirlaunaaldurinn niður í 60,“ segir Hlöðver Skúli. „Almenningur er klárlega að kalla eftir því og vill ekki hreyfa til við þessum eftirlaunaaldri eins og hann er.“ Le Pen vinnur sögulegan sigur Loks má nefna óvæntan uppgang hægriflokks Marine Le Pen sem meira en tífaldaði fylgi sitt; var með sjö þingmenn en fær nú 89. Marine Le Pen bar lægri hlut fyrir Macron í forsetakosningunum fyrr í ár en margir hafa bent á að hennar helsta markmið þar hafi verið að byggja upp fylgi sitt fyrir þingkosningarnar. Það virðist hafa tekist vel. ap „Það bjóst enginn við því að flokkur Le Pen myndi ná hátt í 90 þingmönnum. Það er í raun bara alveg sjokkerandi,“ segir Hlöðver Skúli. Franska samfélagið sé orðið pólaríseraðra á síðustu árum. „Já. Það hefur náttúrulega alltaf verið þannig að Frakkar mótmæla mikið en mér finnst það hafa færst í aukana síðastliðin ár.“
Kosningar í Frakklandi Frakkland Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira