Efasemdir um kosningar gufuðu upp þegar þeir sigruðu sjálfir Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2022 13:58 Stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins er sannfærður um að kosningasvik hafi verið framin í forsetakosningunum 2020. AP/Wong Maye-E Frambjóðendur í forvali Repúblikanaflokksins sem hafa fullyrt fullum fetum að brögð sé í tafli í kosningum í Bandaríkjunum höfðu engar slíkar efasemdir um úrslitin þegar þeir unnu sjálfir sigra í síðustu viku. Vantraust á kosningum hefur aukist mikið vestan hafs eftir samsæriskenningar Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans. Brigsl um að stórfelld kosningasvik hafi átt sér stað í forsetakosningunum árið 2020 eru nú orðin því sem næst meginstraumsskoðun á meðal repúblikana sem sækjast eftir því að verða kjörnir fulltrúar. Enduróma þeir þar stoðlausar samsæriskenningar Donalds Trump sem dómstólar vítt og breitt um landið hafa ekki fundið neinn fót fyrir. Einn þeirra sem hefur gengið hvað lengst í slíkum samsæriskenningum er Jim Marchant frá Nevada. Hann hefur fullyrt að lögmætar kosningar hafi ekki farið fram í ríkinu í meira en áratug. Leynisamtök „djúpríkisins“ hafi sett alla sigurvegara kosninga í embætti frá 2006. Annað hljóð var komið í strokkinn þegar Marchant vann forval Repúblikanaflokksins fyrir kosningar til innanríkisráðherra Nevada í síðustu viku. Fagnaði hann sigrinum um leið og úrslitin lágu fyrir. „Ég er yfir mig auðmjúkur yfir þeim gríðarlegra stuðning sem framboð okkar hlaut. Nevada-búar létu raddir sínar heyrast,“ sagði Marchant á samfélagsmiðlum. Jim Marchant, fyrrverandi ríkisþingmaður Nevada, hefur notað gjallarhorn sitt til að búsúna samræriskenningum um að kosningar í ríkinu séu meingallaðar. Allar nema kosningarnar þar sem hann fór með sigur af hólmi.AP/Ricardo Torres-Cortez/Las Vegas Sun Tugir afneita úrslitunum, en ekki sínum eigin AP-fréttastofan segir að Marchant sé aðeins einn tuga repúblikana sem aðhyllist samsæriskenningar um kosningar en hafi strax fagnað eigin sigri án þess að lýsa áhyggjum af lögmæti kjörsins. Í Pennsylvaníu fór Doug Mastriano með sigur af hólmi í forvali repúblikana vegna ríkisstjórakosninga. Hann fór fyrir þingnefnd á ríkisþinginu sem kallaði lögmenn Trump til vitnis um meint kosningasvik þar og gekk með öðrum stuðningsmönnum forsetans að þinghúsinu þegar æstur múgur réðst þar til inngöngu 6. janúar 2021. Mastriano hafði engar áhyggjur af kosningasvikum þegar hann lýsti yfir sigri í forvalinu í síðasta mánuði. „Guð er góður,“ sagði hann við stuðningsmenn sína. Aðeins þriðjungur telur Biden réttkjörinn Samsæriskenningar Trump og félaga hafa grafið verulegan undan trú Bandaríkjamanna á kosningum, sérstaklega repúblikana. Aðeins 45% svarenda í könnun AP í febrúar sagðist hafa mikla trú á að atkvæði í þingkosningunum í haust yrðu rétt talin. Á meðal repúblikana var hlutfallið aðeins 24%. Í annarri könnun reyndist aðeins þriðjungur repúblikana telja að Joe Biden væri réttkjörinn forseti Bandaríkjanna. Dómsmálaráðherra Trump hafnaði því þó að kosningasvik hefðu verið í tafli í forsetakosningnum 2020. Þá skipaði Trump sjálfur nokkurra þeirra dómara sem höfnuðu alfarið málatilbúnaði lögmanna hans um svik. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Hefndarleiðangur Trump í Georgíu misheppnaðist Frambjóðendur sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, studdi til að ná sér niður á sitjandi fulltrúum Repúblikanaflokksins í Georgíu töpuðu í forvali sem fór fram í gær. Trump reyndi að fella ríkisstjórann og innanríkisráðherrann þar sem þeir tóku ekki þátt tilraunum hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna við. 25. maí 2022 08:46 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Brigsl um að stórfelld kosningasvik hafi átt sér stað í forsetakosningunum árið 2020 eru nú orðin því sem næst meginstraumsskoðun á meðal repúblikana sem sækjast eftir því að verða kjörnir fulltrúar. Enduróma þeir þar stoðlausar samsæriskenningar Donalds Trump sem dómstólar vítt og breitt um landið hafa ekki fundið neinn fót fyrir. Einn þeirra sem hefur gengið hvað lengst í slíkum samsæriskenningum er Jim Marchant frá Nevada. Hann hefur fullyrt að lögmætar kosningar hafi ekki farið fram í ríkinu í meira en áratug. Leynisamtök „djúpríkisins“ hafi sett alla sigurvegara kosninga í embætti frá 2006. Annað hljóð var komið í strokkinn þegar Marchant vann forval Repúblikanaflokksins fyrir kosningar til innanríkisráðherra Nevada í síðustu viku. Fagnaði hann sigrinum um leið og úrslitin lágu fyrir. „Ég er yfir mig auðmjúkur yfir þeim gríðarlegra stuðning sem framboð okkar hlaut. Nevada-búar létu raddir sínar heyrast,“ sagði Marchant á samfélagsmiðlum. Jim Marchant, fyrrverandi ríkisþingmaður Nevada, hefur notað gjallarhorn sitt til að búsúna samræriskenningum um að kosningar í ríkinu séu meingallaðar. Allar nema kosningarnar þar sem hann fór með sigur af hólmi.AP/Ricardo Torres-Cortez/Las Vegas Sun Tugir afneita úrslitunum, en ekki sínum eigin AP-fréttastofan segir að Marchant sé aðeins einn tuga repúblikana sem aðhyllist samsæriskenningar um kosningar en hafi strax fagnað eigin sigri án þess að lýsa áhyggjum af lögmæti kjörsins. Í Pennsylvaníu fór Doug Mastriano með sigur af hólmi í forvali repúblikana vegna ríkisstjórakosninga. Hann fór fyrir þingnefnd á ríkisþinginu sem kallaði lögmenn Trump til vitnis um meint kosningasvik þar og gekk með öðrum stuðningsmönnum forsetans að þinghúsinu þegar æstur múgur réðst þar til inngöngu 6. janúar 2021. Mastriano hafði engar áhyggjur af kosningasvikum þegar hann lýsti yfir sigri í forvalinu í síðasta mánuði. „Guð er góður,“ sagði hann við stuðningsmenn sína. Aðeins þriðjungur telur Biden réttkjörinn Samsæriskenningar Trump og félaga hafa grafið verulegan undan trú Bandaríkjamanna á kosningum, sérstaklega repúblikana. Aðeins 45% svarenda í könnun AP í febrúar sagðist hafa mikla trú á að atkvæði í þingkosningunum í haust yrðu rétt talin. Á meðal repúblikana var hlutfallið aðeins 24%. Í annarri könnun reyndist aðeins þriðjungur repúblikana telja að Joe Biden væri réttkjörinn forseti Bandaríkjanna. Dómsmálaráðherra Trump hafnaði því þó að kosningasvik hefðu verið í tafli í forsetakosningnum 2020. Þá skipaði Trump sjálfur nokkurra þeirra dómara sem höfnuðu alfarið málatilbúnaði lögmanna hans um svik.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Hefndarleiðangur Trump í Georgíu misheppnaðist Frambjóðendur sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, studdi til að ná sér niður á sitjandi fulltrúum Repúblikanaflokksins í Georgíu töpuðu í forvali sem fór fram í gær. Trump reyndi að fella ríkisstjórann og innanríkisráðherrann þar sem þeir tóku ekki þátt tilraunum hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna við. 25. maí 2022 08:46 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20
Hefndarleiðangur Trump í Georgíu misheppnaðist Frambjóðendur sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, studdi til að ná sér niður á sitjandi fulltrúum Repúblikanaflokksins í Georgíu töpuðu í forvali sem fór fram í gær. Trump reyndi að fella ríkisstjórann og innanríkisráðherrann þar sem þeir tóku ekki þátt tilraunum hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna við. 25. maí 2022 08:46