Efasemdir um kosningar gufuðu upp þegar þeir sigruðu sjálfir Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2022 13:58 Stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins er sannfærður um að kosningasvik hafi verið framin í forsetakosningunum 2020. AP/Wong Maye-E Frambjóðendur í forvali Repúblikanaflokksins sem hafa fullyrt fullum fetum að brögð sé í tafli í kosningum í Bandaríkjunum höfðu engar slíkar efasemdir um úrslitin þegar þeir unnu sjálfir sigra í síðustu viku. Vantraust á kosningum hefur aukist mikið vestan hafs eftir samsæriskenningar Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans. Brigsl um að stórfelld kosningasvik hafi átt sér stað í forsetakosningunum árið 2020 eru nú orðin því sem næst meginstraumsskoðun á meðal repúblikana sem sækjast eftir því að verða kjörnir fulltrúar. Enduróma þeir þar stoðlausar samsæriskenningar Donalds Trump sem dómstólar vítt og breitt um landið hafa ekki fundið neinn fót fyrir. Einn þeirra sem hefur gengið hvað lengst í slíkum samsæriskenningum er Jim Marchant frá Nevada. Hann hefur fullyrt að lögmætar kosningar hafi ekki farið fram í ríkinu í meira en áratug. Leynisamtök „djúpríkisins“ hafi sett alla sigurvegara kosninga í embætti frá 2006. Annað hljóð var komið í strokkinn þegar Marchant vann forval Repúblikanaflokksins fyrir kosningar til innanríkisráðherra Nevada í síðustu viku. Fagnaði hann sigrinum um leið og úrslitin lágu fyrir. „Ég er yfir mig auðmjúkur yfir þeim gríðarlegra stuðning sem framboð okkar hlaut. Nevada-búar létu raddir sínar heyrast,“ sagði Marchant á samfélagsmiðlum. Jim Marchant, fyrrverandi ríkisþingmaður Nevada, hefur notað gjallarhorn sitt til að búsúna samræriskenningum um að kosningar í ríkinu séu meingallaðar. Allar nema kosningarnar þar sem hann fór með sigur af hólmi.AP/Ricardo Torres-Cortez/Las Vegas Sun Tugir afneita úrslitunum, en ekki sínum eigin AP-fréttastofan segir að Marchant sé aðeins einn tuga repúblikana sem aðhyllist samsæriskenningar um kosningar en hafi strax fagnað eigin sigri án þess að lýsa áhyggjum af lögmæti kjörsins. Í Pennsylvaníu fór Doug Mastriano með sigur af hólmi í forvali repúblikana vegna ríkisstjórakosninga. Hann fór fyrir þingnefnd á ríkisþinginu sem kallaði lögmenn Trump til vitnis um meint kosningasvik þar og gekk með öðrum stuðningsmönnum forsetans að þinghúsinu þegar æstur múgur réðst þar til inngöngu 6. janúar 2021. Mastriano hafði engar áhyggjur af kosningasvikum þegar hann lýsti yfir sigri í forvalinu í síðasta mánuði. „Guð er góður,“ sagði hann við stuðningsmenn sína. Aðeins þriðjungur telur Biden réttkjörinn Samsæriskenningar Trump og félaga hafa grafið verulegan undan trú Bandaríkjamanna á kosningum, sérstaklega repúblikana. Aðeins 45% svarenda í könnun AP í febrúar sagðist hafa mikla trú á að atkvæði í þingkosningunum í haust yrðu rétt talin. Á meðal repúblikana var hlutfallið aðeins 24%. Í annarri könnun reyndist aðeins þriðjungur repúblikana telja að Joe Biden væri réttkjörinn forseti Bandaríkjanna. Dómsmálaráðherra Trump hafnaði því þó að kosningasvik hefðu verið í tafli í forsetakosningnum 2020. Þá skipaði Trump sjálfur nokkurra þeirra dómara sem höfnuðu alfarið málatilbúnaði lögmanna hans um svik. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Hefndarleiðangur Trump í Georgíu misheppnaðist Frambjóðendur sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, studdi til að ná sér niður á sitjandi fulltrúum Repúblikanaflokksins í Georgíu töpuðu í forvali sem fór fram í gær. Trump reyndi að fella ríkisstjórann og innanríkisráðherrann þar sem þeir tóku ekki þátt tilraunum hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna við. 25. maí 2022 08:46 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Brigsl um að stórfelld kosningasvik hafi átt sér stað í forsetakosningunum árið 2020 eru nú orðin því sem næst meginstraumsskoðun á meðal repúblikana sem sækjast eftir því að verða kjörnir fulltrúar. Enduróma þeir þar stoðlausar samsæriskenningar Donalds Trump sem dómstólar vítt og breitt um landið hafa ekki fundið neinn fót fyrir. Einn þeirra sem hefur gengið hvað lengst í slíkum samsæriskenningum er Jim Marchant frá Nevada. Hann hefur fullyrt að lögmætar kosningar hafi ekki farið fram í ríkinu í meira en áratug. Leynisamtök „djúpríkisins“ hafi sett alla sigurvegara kosninga í embætti frá 2006. Annað hljóð var komið í strokkinn þegar Marchant vann forval Repúblikanaflokksins fyrir kosningar til innanríkisráðherra Nevada í síðustu viku. Fagnaði hann sigrinum um leið og úrslitin lágu fyrir. „Ég er yfir mig auðmjúkur yfir þeim gríðarlegra stuðning sem framboð okkar hlaut. Nevada-búar létu raddir sínar heyrast,“ sagði Marchant á samfélagsmiðlum. Jim Marchant, fyrrverandi ríkisþingmaður Nevada, hefur notað gjallarhorn sitt til að búsúna samræriskenningum um að kosningar í ríkinu séu meingallaðar. Allar nema kosningarnar þar sem hann fór með sigur af hólmi.AP/Ricardo Torres-Cortez/Las Vegas Sun Tugir afneita úrslitunum, en ekki sínum eigin AP-fréttastofan segir að Marchant sé aðeins einn tuga repúblikana sem aðhyllist samsæriskenningar um kosningar en hafi strax fagnað eigin sigri án þess að lýsa áhyggjum af lögmæti kjörsins. Í Pennsylvaníu fór Doug Mastriano með sigur af hólmi í forvali repúblikana vegna ríkisstjórakosninga. Hann fór fyrir þingnefnd á ríkisþinginu sem kallaði lögmenn Trump til vitnis um meint kosningasvik þar og gekk með öðrum stuðningsmönnum forsetans að þinghúsinu þegar æstur múgur réðst þar til inngöngu 6. janúar 2021. Mastriano hafði engar áhyggjur af kosningasvikum þegar hann lýsti yfir sigri í forvalinu í síðasta mánuði. „Guð er góður,“ sagði hann við stuðningsmenn sína. Aðeins þriðjungur telur Biden réttkjörinn Samsæriskenningar Trump og félaga hafa grafið verulegan undan trú Bandaríkjamanna á kosningum, sérstaklega repúblikana. Aðeins 45% svarenda í könnun AP í febrúar sagðist hafa mikla trú á að atkvæði í þingkosningunum í haust yrðu rétt talin. Á meðal repúblikana var hlutfallið aðeins 24%. Í annarri könnun reyndist aðeins þriðjungur repúblikana telja að Joe Biden væri réttkjörinn forseti Bandaríkjanna. Dómsmálaráðherra Trump hafnaði því þó að kosningasvik hefðu verið í tafli í forsetakosningnum 2020. Þá skipaði Trump sjálfur nokkurra þeirra dómara sem höfnuðu alfarið málatilbúnaði lögmanna hans um svik.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Hefndarleiðangur Trump í Georgíu misheppnaðist Frambjóðendur sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, studdi til að ná sér niður á sitjandi fulltrúum Repúblikanaflokksins í Georgíu töpuðu í forvali sem fór fram í gær. Trump reyndi að fella ríkisstjórann og innanríkisráðherrann þar sem þeir tóku ekki þátt tilraunum hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna við. 25. maí 2022 08:46 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20
Hefndarleiðangur Trump í Georgíu misheppnaðist Frambjóðendur sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, studdi til að ná sér niður á sitjandi fulltrúum Repúblikanaflokksins í Georgíu töpuðu í forvali sem fór fram í gær. Trump reyndi að fella ríkisstjórann og innanríkisráðherrann þar sem þeir tóku ekki þátt tilraunum hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna við. 25. maí 2022 08:46