Mbappé íhugaði að hætta í franska landsliðinu eftir mikla kynþáttaníð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. júní 2022 17:00 Kylian Mbappé segist ekki hafa fengið vernd frá franska knattspyrnusambandinu og íhugaði að hætta í landsliðinu. James Williamson - AMA/Getty Images Franska stórstjarnan Kylian Mbappé íhugaði að hætta í franska landsliðinu í fótbolta eftir að leikmaðurinn verð fyrir mikilli kynþáttaníð í kjölfar þess að hann misnotaði vítaspyrnu sem varð til þess að liðið féll úr leik gegn Sviss á EM í fyrra. Frakkar og Svisslendingar áttust þá við í spennutrylli í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Staðan var jöfn að loknum venjulegum leiktíma og framlengingar, 3-3, og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Mbappé klikkaði þar á fimmtu og seinustu spyrnu heimsmeistaranna og Svisslendingar fóru því áfram í átta liða úrslit á kostnað Frakka. Segir að franska knattspyrnusambandið hafi ekki staðið með sér Eftir leikinn fékk Mbappé heilan helling af ljótum skilaboðum þar sem hann varð fyrir mikilli og grófri kynþáttaníð - eitthvað sem er því miður orðið allt of algengt í lífi íþróttafólks. Noël Le Graët, forseti franska knattspyrnusambandsins, mætti í viðtal á dögunum þar sem hann sagðist hafa rætt við Mbappé fljótlega eftir mótið. Mbappé hafi þá verið tilbúinn til að yfirgefa franska landsliðið þar sem honum hafi ekki þótt franska knattspyrnusambandið standa með sér. „Honum þótti sambandið ekki verja sig nægilega eftir að hann misnotaði vítaspyrnuna og alla þá gagnrýni sem hann fékk á sig á samfélagsmiðlum. Hann vildi ekki lengur spila fyrir franska landsliðið,“ sagði Le Graët. Mbappé fann sig hins vegar knúinn til að svara þessum ummælum Le Graëts og skrifaði á Twitter-síðu sína að forsetinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um kynþáttafordóma að ræða. „Reyndar útskýrði ég mjög vel fyrir honum að þetta hafi verið í tengslum við kynþáttafordóma en ekki vítaklúðrið. En hann komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um kynþáttafordóma að ræða,“ skrifaði Mbappé á Twitter-síðu sína. Oui enfin je lui ai surtout bien expliqué que c’était par rapport au racisme et NON au penalty. Mais lui considérait qu’il n’y avait pas eu de racisme… https://t.co/wZ1nQfb4l4— Kylian Mbappé (@KMbappe) June 19, 2022 Sóknarmaðurinn hefur þó haldið áfram að spila fyrir franska landsliðið og skoraði bæði í undanúrslitum og úrslitum Þjóðadeildarinnar þar sem Frakkar fögnuðu sigri á seinasta ári. Þá skoraði hann einnig fjögur mörk fyrir liðið gegn Kasakstan er Frakkar tryggðu sæti sitt á HM í Katar. Ummæli leikmannsins birtust á Twitter-í gær, stuttu eftir að alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA birti niðurstöður úr rannsókn sinni á netníð sem sneri að leikmönnum sem spiluðu á EM 2020 og Afríkukeppninni 2020. Þær niðurstöður sýna að yfir helmingur leikmanna varð fyrir netníð á meðan leik stóð, fyrir og eftir leik. Fótbolti Kynþáttafordómar Franski boltinn Tengdar fréttir Helmingur leikmanna á EM og Afríkukeppninni urðu fyrir netníð Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur birt skýrslu um rannsókn á netníð sem sneri að leikmönnum sem spiluðu á EM 2020 og Afríkukeppninni 2020 og kom í ljós að helmingur leikmanna hafði orðið fyrir aðkasti á netinu. 19. júní 2022 17:30 Mest lesið Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Frakkar og Svisslendingar áttust þá við í spennutrylli í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Staðan var jöfn að loknum venjulegum leiktíma og framlengingar, 3-3, og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Mbappé klikkaði þar á fimmtu og seinustu spyrnu heimsmeistaranna og Svisslendingar fóru því áfram í átta liða úrslit á kostnað Frakka. Segir að franska knattspyrnusambandið hafi ekki staðið með sér Eftir leikinn fékk Mbappé heilan helling af ljótum skilaboðum þar sem hann varð fyrir mikilli og grófri kynþáttaníð - eitthvað sem er því miður orðið allt of algengt í lífi íþróttafólks. Noël Le Graët, forseti franska knattspyrnusambandsins, mætti í viðtal á dögunum þar sem hann sagðist hafa rætt við Mbappé fljótlega eftir mótið. Mbappé hafi þá verið tilbúinn til að yfirgefa franska landsliðið þar sem honum hafi ekki þótt franska knattspyrnusambandið standa með sér. „Honum þótti sambandið ekki verja sig nægilega eftir að hann misnotaði vítaspyrnuna og alla þá gagnrýni sem hann fékk á sig á samfélagsmiðlum. Hann vildi ekki lengur spila fyrir franska landsliðið,“ sagði Le Graët. Mbappé fann sig hins vegar knúinn til að svara þessum ummælum Le Graëts og skrifaði á Twitter-síðu sína að forsetinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um kynþáttafordóma að ræða. „Reyndar útskýrði ég mjög vel fyrir honum að þetta hafi verið í tengslum við kynþáttafordóma en ekki vítaklúðrið. En hann komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um kynþáttafordóma að ræða,“ skrifaði Mbappé á Twitter-síðu sína. Oui enfin je lui ai surtout bien expliqué que c’était par rapport au racisme et NON au penalty. Mais lui considérait qu’il n’y avait pas eu de racisme… https://t.co/wZ1nQfb4l4— Kylian Mbappé (@KMbappe) June 19, 2022 Sóknarmaðurinn hefur þó haldið áfram að spila fyrir franska landsliðið og skoraði bæði í undanúrslitum og úrslitum Þjóðadeildarinnar þar sem Frakkar fögnuðu sigri á seinasta ári. Þá skoraði hann einnig fjögur mörk fyrir liðið gegn Kasakstan er Frakkar tryggðu sæti sitt á HM í Katar. Ummæli leikmannsins birtust á Twitter-í gær, stuttu eftir að alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA birti niðurstöður úr rannsókn sinni á netníð sem sneri að leikmönnum sem spiluðu á EM 2020 og Afríkukeppninni 2020. Þær niðurstöður sýna að yfir helmingur leikmanna varð fyrir netníð á meðan leik stóð, fyrir og eftir leik.
Fótbolti Kynþáttafordómar Franski boltinn Tengdar fréttir Helmingur leikmanna á EM og Afríkukeppninni urðu fyrir netníð Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur birt skýrslu um rannsókn á netníð sem sneri að leikmönnum sem spiluðu á EM 2020 og Afríkukeppninni 2020 og kom í ljós að helmingur leikmanna hafði orðið fyrir aðkasti á netinu. 19. júní 2022 17:30 Mest lesið Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Helmingur leikmanna á EM og Afríkukeppninni urðu fyrir netníð Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur birt skýrslu um rannsókn á netníð sem sneri að leikmönnum sem spiluðu á EM 2020 og Afríkukeppninni 2020 og kom í ljós að helmingur leikmanna hafði orðið fyrir aðkasti á netinu. 19. júní 2022 17:30