„Samfélagið er að svíkja þessi börn í stað þess að breyta kerfinu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. júní 2022 18:30 Hermundur Sigmundsson prófessor í lífeðlisfræðilegri sálfræði við norska Tækni-og vísindaháskólann og Háskóla Íslands segir slík örvandi ADHD-lyf ofnotuð hér á landi. Vísir/Egill Sífellt fleiri börn fá ADHD-lyf hér á landi. Í dag fær um einn af hverjum sjö strákum slík lyf og um ein af hverjum tíu stelpum. Prófessor í sálfræði segir þetta óeðlilega þróun og úr takti við nálganir annarra norrænna samfélaga. Gríðarleg aukning hefur verið á ávísunum örvandi ADHD-lyfja síðustu ár en þegar hefur komið fram að þeim fjölgaði um tuttugu prósent milli 2020 og 2021. Samfara því hafi tilfellum geðrofa og örlyndis fjölgað. Frá árinu 2017 hafa ávísanir slíkra lyfja aukist um 58,6 prósent. Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Einn af hverjum tíu verið á ADHD- lyfjum Á tímabilinu 2003 – 2021 fengu tæplega 32.000 einstaklingar hér á landi afgreidd örvandi ADHD- lyf eða um einn af hverjum tíu Íslendingum. Sífellt fleiri börn fá slík lyf en um fjórtán prósent stráka á aldrinum sex til sautján ára fengu þau í fyrra og átta prósent stelpna á sama aldri. Alls ekki góð þróun Hermundur Sigmundsson prófessor í lífeðlisfræðilegri sálfræði við norska Tækni-og vísindaháskólann og Háskóla Íslands segir slík lyf ofnotuð hér á landi. „Þetta er alls ekki góð þróun miðað við önnur lönd sem við berum okkur saman við. Þetta alltof há tala, það er talað um að þrjú til fimm prósent séu með ADHD á hinum Norðurlöndunum. Einn fremsti félagsfræðingur Noregs, sagði þar þegar fjögur komma níu prósent drengja var á ADHD-lyfjum, að það væru félagsleg svik. Þannig að samfélagið er að svíkja þessi börn í stað þess að breyta kerfinu. Við verðum að finna nýja nálganir,“ segir Hermundur. Hann segir langtímaáhrif lyfjanna enn ekki komin fram. „Það skortir langtímarannsóknir á virkni lyfjanna og því þarf að fara rosalega varlega í þetta og finna aðrar leiðir. Kannski væri frekar hægt að byrja skólann þegar börn eru sjö ára, stytta skóladaginn, hafa meiri hreyfingu og aðstoða börnin meira við að finna ástríðuna sína, því ADHD getur verið styrkleiki ef börnin fá að vinna með það sem þau hafa ástríðu fyrir,“ segir hann. Börn sem eru fædd síðar á skólaári fara frekar á ADHD-lyf Hann bendir á að börn sem eru fædd síðar á árinu fái frekar ADHD-lyf. „Hvað þýðir það? Það er mjög áhugavert að setja það í stærra samhengi. Gæti ástæðan ekki frekar verið að krakkar sem eru fæddir síðar á árinu séu ekki með eins mikinn þroska og þau sem fæðast fyrr? Það getur haft þau áhrif að þau yngri eru aðeins á eftir þeim sem eldri eru. Það getur orðið til þess að þau sem eru fædd síðar á árinu verði stressuð og spennt sem getur mögulega valdið því að þau séu frekar sett á ADHD- lyf en þau sem eiga afmæli fyrr á árinu. Þetta er alla vega rosalega áhugaverð rannsókn sem þyrfti að kanna enn frekar og í stærra samhengi,“ segir hann. Hermundur telur mikilvægt að nálgast málið á nýjan hátt og bendir á verkefnið Kveikjum neistann í Grunnskóla Vestmanneyja sem beinist m.a. að því að kveikja ástríðu hjá börnum og hvetja þau til að hreyfa sig. „Vinnudagurinn hér á landi er langur. Þjóðfélagið sem slíkt er í mikilli spennu og kapphlaupi og þetta kemur niður á börnunum okkar sem við setjum á lyf í stað þess að þau geti þrifist og fengið réttar áskoranir, sérstaklega í skólanum,“ segir Hermundur að lokum. Geðheilbrigði Landspítalinn Heilbrigðismál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Samfara gríðarlegri aukningu á ADHD-lyfjum hefur tilfellum geðrofs og örlyndis á geðdeildum fjölgað Sífellt fleiri leita á geðdeildir vegna geðrofseinkenna eða örlyndis eftir að hafa verið ávísað örvandi ADHD- lyfjum að sögn yfirlæknis bráðageðdeildar Landspítalans. Íslendingar eru margfaldir Norðurlandameistarar í notkun slíkra lyfja og hástökkvarar í ávísunum þeirra milli ára. 20. júní 2022 09:00 Hyggjast kveikja neistann í Vestmannaeyjum Háskóli Íslands og Samtök atvinnulífsins undirrituðu nýverið samning um stofnun Rannsóknarseturs um menntun og hugarfar sem hefur aðsetur við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og við starfsstöð Stofnunar rannsóknarsetra Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum. 3. júní 2021 13:18 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Gríðarleg aukning hefur verið á ávísunum örvandi ADHD-lyfja síðustu ár en þegar hefur komið fram að þeim fjölgaði um tuttugu prósent milli 2020 og 2021. Samfara því hafi tilfellum geðrofa og örlyndis fjölgað. Frá árinu 2017 hafa ávísanir slíkra lyfja aukist um 58,6 prósent. Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Einn af hverjum tíu verið á ADHD- lyfjum Á tímabilinu 2003 – 2021 fengu tæplega 32.000 einstaklingar hér á landi afgreidd örvandi ADHD- lyf eða um einn af hverjum tíu Íslendingum. Sífellt fleiri börn fá slík lyf en um fjórtán prósent stráka á aldrinum sex til sautján ára fengu þau í fyrra og átta prósent stelpna á sama aldri. Alls ekki góð þróun Hermundur Sigmundsson prófessor í lífeðlisfræðilegri sálfræði við norska Tækni-og vísindaháskólann og Háskóla Íslands segir slík lyf ofnotuð hér á landi. „Þetta er alls ekki góð þróun miðað við önnur lönd sem við berum okkur saman við. Þetta alltof há tala, það er talað um að þrjú til fimm prósent séu með ADHD á hinum Norðurlöndunum. Einn fremsti félagsfræðingur Noregs, sagði þar þegar fjögur komma níu prósent drengja var á ADHD-lyfjum, að það væru félagsleg svik. Þannig að samfélagið er að svíkja þessi börn í stað þess að breyta kerfinu. Við verðum að finna nýja nálganir,“ segir Hermundur. Hann segir langtímaáhrif lyfjanna enn ekki komin fram. „Það skortir langtímarannsóknir á virkni lyfjanna og því þarf að fara rosalega varlega í þetta og finna aðrar leiðir. Kannski væri frekar hægt að byrja skólann þegar börn eru sjö ára, stytta skóladaginn, hafa meiri hreyfingu og aðstoða börnin meira við að finna ástríðuna sína, því ADHD getur verið styrkleiki ef börnin fá að vinna með það sem þau hafa ástríðu fyrir,“ segir hann. Börn sem eru fædd síðar á skólaári fara frekar á ADHD-lyf Hann bendir á að börn sem eru fædd síðar á árinu fái frekar ADHD-lyf. „Hvað þýðir það? Það er mjög áhugavert að setja það í stærra samhengi. Gæti ástæðan ekki frekar verið að krakkar sem eru fæddir síðar á árinu séu ekki með eins mikinn þroska og þau sem fæðast fyrr? Það getur haft þau áhrif að þau yngri eru aðeins á eftir þeim sem eldri eru. Það getur orðið til þess að þau sem eru fædd síðar á árinu verði stressuð og spennt sem getur mögulega valdið því að þau séu frekar sett á ADHD- lyf en þau sem eiga afmæli fyrr á árinu. Þetta er alla vega rosalega áhugaverð rannsókn sem þyrfti að kanna enn frekar og í stærra samhengi,“ segir hann. Hermundur telur mikilvægt að nálgast málið á nýjan hátt og bendir á verkefnið Kveikjum neistann í Grunnskóla Vestmanneyja sem beinist m.a. að því að kveikja ástríðu hjá börnum og hvetja þau til að hreyfa sig. „Vinnudagurinn hér á landi er langur. Þjóðfélagið sem slíkt er í mikilli spennu og kapphlaupi og þetta kemur niður á börnunum okkar sem við setjum á lyf í stað þess að þau geti þrifist og fengið réttar áskoranir, sérstaklega í skólanum,“ segir Hermundur að lokum.
Geðheilbrigði Landspítalinn Heilbrigðismál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Samfara gríðarlegri aukningu á ADHD-lyfjum hefur tilfellum geðrofs og örlyndis á geðdeildum fjölgað Sífellt fleiri leita á geðdeildir vegna geðrofseinkenna eða örlyndis eftir að hafa verið ávísað örvandi ADHD- lyfjum að sögn yfirlæknis bráðageðdeildar Landspítalans. Íslendingar eru margfaldir Norðurlandameistarar í notkun slíkra lyfja og hástökkvarar í ávísunum þeirra milli ára. 20. júní 2022 09:00 Hyggjast kveikja neistann í Vestmannaeyjum Háskóli Íslands og Samtök atvinnulífsins undirrituðu nýverið samning um stofnun Rannsóknarseturs um menntun og hugarfar sem hefur aðsetur við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og við starfsstöð Stofnunar rannsóknarsetra Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum. 3. júní 2021 13:18 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Samfara gríðarlegri aukningu á ADHD-lyfjum hefur tilfellum geðrofs og örlyndis á geðdeildum fjölgað Sífellt fleiri leita á geðdeildir vegna geðrofseinkenna eða örlyndis eftir að hafa verið ávísað örvandi ADHD- lyfjum að sögn yfirlæknis bráðageðdeildar Landspítalans. Íslendingar eru margfaldir Norðurlandameistarar í notkun slíkra lyfja og hástökkvarar í ávísunum þeirra milli ára. 20. júní 2022 09:00
Hyggjast kveikja neistann í Vestmannaeyjum Háskóli Íslands og Samtök atvinnulífsins undirrituðu nýverið samning um stofnun Rannsóknarseturs um menntun og hugarfar sem hefur aðsetur við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og við starfsstöð Stofnunar rannsóknarsetra Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum. 3. júní 2021 13:18