Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.

Sífellt fleiri börn fá ADHD-lyf hér á landi. Í dag fær um einn af hverjum sjö strákum slík lyf og um ein af hverjum tíu stelpum. Prófessor í sálfræði segir þetta óeðlilega þróun og úr takti við nálganir annarra norrænna samfélaga.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Fordæmalaus hitabylgja hefur gert Evrópubúum lífið leitt síðustu daga og hefur hvert hitametið fallið á fætur öðru. Í kvöldfréttum verður rætt við veðurfræðing og farið yfir ástandið sem talið er að verði sífellt algengara vegna loftslagsbreytinga.

Þá sjáum við myndir frá flugvöllum þar sem hálfgert ófremdarástand hefur ríkt vegna manneklu og verkfalla, skoðum nýtt úrræði fyrir aldraða sem er ætlað að draga úr innlögnum á spítala og ræðum við strandveiðimenn sem mokveiða og vilja meiri kvóta – auk þess sem við verðum í beinni frá undirbúningi garðveislu fyrir allt Laugarneshverfið.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×