Barcelona grátbiður Dembélé að bíða með að taka ákvörðun Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2022 14:30 Börsungar vilja ólmir halda franska vængmanninn. David S. Bustamante/Getty Images Fjárhagur spænska stórveldisins Barcelona er vægast sagt í molum eins og hefur komið fram aftur og aftur undanfarna mánuði. Knattspyrnufélagið gerir nú allt það getur til að safna saman nægum aurum til að geta samið við franska vængmanninn Ousmane Dembélé á nýjan leik. Hinn 25 ára gamli Dembélé verður samningslaus þann 30. júní. Áður en Xavi kom aftur á Nývang ætlaði franski vængmaðurinn sér að skipta um lið en svo virðist sem nýr þjálfari hafi náð að sannfæra hann um að vera áfram. Það er hins vegar frekar stór fíll í herberginu, Börsungar eiga engan pening og geta sem stendur ekki samið við leikmanninn. Þónokkur stórlið Evrópu fá vatn í munninn við þá tilhugsun að geta samið við Dembélé án greiðslu eftir næstu mánaðarmót. Samkvæmt Sky Sports hafa Chelsea, París Saint-Germain og Bayern München öll áhuga á að fá Dembélé í sínar raðir. Leikmaðurinn er í fríi og ákvað að semja ekki fyrr en því er lokið. Börsungar hafa brugðið á það ráð að biðja leikmanninn um að bíða með að taka ákvörðun varðandi framtíð sína á meðan félagið skrapar saman nægu fjármagni til að endursemja við hann. Xavi segir að það sé í algjöru forgangsatriði að semja við Dembélé og félagið sé ekki að hugsa um að kaupa leikmenn að svo stöddu þar sem það vill fyrst semja við einn sinn besta mann. Það þýðir að Robert Lewandowski, framherji Bayern, og Raphinha, vængmaður Leeds United, þurfa að bíða í von og óvon. Börsungar eru í miklum vandræðum með regluverk spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga, er varðar fjárhagslega háttsemi. Þannig hefur félagið ekki enn náð að skrá Franck Kessie og Andreas Christensen í leikmannahóp sinn en þeir gengu í raðir félagsins í sumar. Franck Kessie mun spila með Barcelona á næstu leiktíð. Hér er hann í baráttunni við Alfons Sampsted.EPA-EFE/MATTEO BAZZI Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Dembélé verður samningslaus þann 30. júní. Áður en Xavi kom aftur á Nývang ætlaði franski vængmaðurinn sér að skipta um lið en svo virðist sem nýr þjálfari hafi náð að sannfæra hann um að vera áfram. Það er hins vegar frekar stór fíll í herberginu, Börsungar eiga engan pening og geta sem stendur ekki samið við leikmanninn. Þónokkur stórlið Evrópu fá vatn í munninn við þá tilhugsun að geta samið við Dembélé án greiðslu eftir næstu mánaðarmót. Samkvæmt Sky Sports hafa Chelsea, París Saint-Germain og Bayern München öll áhuga á að fá Dembélé í sínar raðir. Leikmaðurinn er í fríi og ákvað að semja ekki fyrr en því er lokið. Börsungar hafa brugðið á það ráð að biðja leikmanninn um að bíða með að taka ákvörðun varðandi framtíð sína á meðan félagið skrapar saman nægu fjármagni til að endursemja við hann. Xavi segir að það sé í algjöru forgangsatriði að semja við Dembélé og félagið sé ekki að hugsa um að kaupa leikmenn að svo stöddu þar sem það vill fyrst semja við einn sinn besta mann. Það þýðir að Robert Lewandowski, framherji Bayern, og Raphinha, vængmaður Leeds United, þurfa að bíða í von og óvon. Börsungar eru í miklum vandræðum með regluverk spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga, er varðar fjárhagslega háttsemi. Þannig hefur félagið ekki enn náð að skrá Franck Kessie og Andreas Christensen í leikmannahóp sinn en þeir gengu í raðir félagsins í sumar. Franck Kessie mun spila með Barcelona á næstu leiktíð. Hér er hann í baráttunni við Alfons Sampsted.EPA-EFE/MATTEO BAZZI
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Sjá meira