Telur Íslendinga á undan öðrum þjóðum í greiningum á ADHD Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. júní 2022 19:01 Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD- samtakanna fagnar því að verið sé að gera rannsókn á tengslum lyfjanna og geðrofs og örlyndis. Vísir/Bjarni Formaður ADHD samtakanna fagnar því að rannsaka eigi tengsl geðrofa og örlyndis og örvandi ADHD-lyfja. Hann telur Íslendinga fimm árum á undan öðrum þjóðum þegar kemur að greiningum á ofvirkni og athyglisbresti. Yfirlæknir bráðageðdeildar Landspítalans sagði frá því í vikunni að samfara gríðarlegri aukningu á ávísunum á örvandi ADHD-lyfjum síðustu ár hafi tilfellum geðrofs og örlyndis á geðdeildum fjölgað. Nú sé hafin rannsókn á þessum tengslum. En samkvæmt upplýsingum frá Landlækni hefur einn af hverjum tíu Íslendingum einhvern tíma verið á ADHD lyfjum frá árinu 2003. En fleiri ungmenni fá slík lyf en árið 2020 fengu um 16% pilta á aldrinum 10-14 ára örvandi ADHD lyf samkvæmt Landlækni. Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD- samtakanna fagnar því að verið sé að gera rannsókn á tengslum lyfjanna og geðrofs og örlyndis. „Er fjölgun núna hjá geðdeildinni af því að það er eitthvað meira að gerast eða af því að það eru fleiri að fá þessi lyf? Við vitum þetta ekki og því fagna ég því að það sé verið að rannsaka þetta,“ segir hann. Fram kom í samtali við prófessor í sálfræði í gær að hann telur að of miklu sé ávísað af ADHD- lyfjum hér á landi. Hann benti á fleiri leiðir. Vilhjálmur segir mikilvægt að vinna að öðrum úrræðum meðfram lyfjagjöf. „Lyfjagjöfin hefur verið það eina sem hefur verið niðurgreitt. Ég segi alltaf í mínum lyfjafyrirlestrum, það er bannað að velja bara eitt. Ég segi vjð fólk sem fær ADHD-lyf, hugsaðu um rútínuna, svefninn og hreyfinguna og svo allt hitt. Ef þú hefur samtalsmeðferð, núvitund, HAM eða eitthvað annað líka þá gerir það gott miklu betra,“ segir Vilhjámur. Almennt er talið að algengi ADHD á hinum Norðurlöndunum sé um 3-5% samkvæmt upplýsingum frá Nomesco. En eins og fram hefur komið er það mun algengara hér. Vilhjálmur telur að Íslendinga á undan öðrum þjóðum. „Við erum aðeins á undan Skandinavíu og Evrópu í greiningum að hluta til því að sálfræðingar okkar og geðlæknar hafa verið að læra í Bandaríkjunum. Ef þú horfir frá tölur frá Skandinavíu þá er uppsveifla þar. Við erum bara fimm árum á undan,“ segir Vilhálmur. Landspítalinn Lyf Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Yfirlæknir bráðageðdeildar Landspítalans sagði frá því í vikunni að samfara gríðarlegri aukningu á ávísunum á örvandi ADHD-lyfjum síðustu ár hafi tilfellum geðrofs og örlyndis á geðdeildum fjölgað. Nú sé hafin rannsókn á þessum tengslum. En samkvæmt upplýsingum frá Landlækni hefur einn af hverjum tíu Íslendingum einhvern tíma verið á ADHD lyfjum frá árinu 2003. En fleiri ungmenni fá slík lyf en árið 2020 fengu um 16% pilta á aldrinum 10-14 ára örvandi ADHD lyf samkvæmt Landlækni. Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD- samtakanna fagnar því að verið sé að gera rannsókn á tengslum lyfjanna og geðrofs og örlyndis. „Er fjölgun núna hjá geðdeildinni af því að það er eitthvað meira að gerast eða af því að það eru fleiri að fá þessi lyf? Við vitum þetta ekki og því fagna ég því að það sé verið að rannsaka þetta,“ segir hann. Fram kom í samtali við prófessor í sálfræði í gær að hann telur að of miklu sé ávísað af ADHD- lyfjum hér á landi. Hann benti á fleiri leiðir. Vilhjálmur segir mikilvægt að vinna að öðrum úrræðum meðfram lyfjagjöf. „Lyfjagjöfin hefur verið það eina sem hefur verið niðurgreitt. Ég segi alltaf í mínum lyfjafyrirlestrum, það er bannað að velja bara eitt. Ég segi vjð fólk sem fær ADHD-lyf, hugsaðu um rútínuna, svefninn og hreyfinguna og svo allt hitt. Ef þú hefur samtalsmeðferð, núvitund, HAM eða eitthvað annað líka þá gerir það gott miklu betra,“ segir Vilhjámur. Almennt er talið að algengi ADHD á hinum Norðurlöndunum sé um 3-5% samkvæmt upplýsingum frá Nomesco. En eins og fram hefur komið er það mun algengara hér. Vilhjálmur telur að Íslendinga á undan öðrum þjóðum. „Við erum aðeins á undan Skandinavíu og Evrópu í greiningum að hluta til því að sálfræðingar okkar og geðlæknar hafa verið að læra í Bandaríkjunum. Ef þú horfir frá tölur frá Skandinavíu þá er uppsveifla þar. Við erum bara fimm árum á undan,“ segir Vilhálmur.
Landspítalinn Lyf Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira