Fátt um svör hjá Icelandair eftir að allur farangurinn týndist Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 21. júní 2022 23:52 Farþegar Icelandair hafa ekki enn fengið farangurinn sinn afhentan síðan á mánudag. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Farþegar flugsins FI506 á vegum Icelandair til Schiphol flugvallar í Hollandi hafa ekki enn fengið farangurinn sinn afhentan síðan þau lentu um hádegi síðastliðinn mánudag. Farþegar hafa lítil svör fengið frá Icelandair þrátt fyrir að hafa reynt að hafa samband símleiðis og með netspjalli. „Tengdapabbi minn var að bjóða allri stórfjölskyldunni í þetta frí, við erum alveg tíu eða ellefu saman,“ segir Ásgeir Stefánsson, einn farþega úr fluginu. Ásgeir segir engan hafa fengið töskurnar sínar. „Við höfum engar fréttir enn þá fengið hvar töskurnar eru niður komnar eða hvenær við fáum þær.“ „Það er náttúrulega enginn með sundföt eða snyrtivörur eða neitt þannig við bara fórum og keyptum okkur helstu nauðsynjar og vonum bara að okkar ferðatryggingar eða Icelandair borgi okkur einhvern hluta af skaðanum af því við náttúrulega viljum ekki að þetta eyðileggi fríið,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir alla hafa verið þreytta og pirraða en vonar að þau geti nú farið að njóta eftir að hafa keypt sér helstu nauðsynjar. Hópurinn keypti föt til skiptanna í Primark.Aðsent Það er þó ekki einungis fatnaður eða snyrtivörur sem fjölskyldan saknar. „Við lásum einhvers staðar að það væri ekki æskilegt að hafa mikið af lyfjum í handfarangri og að nálar væru ekki leyfðar en þetta kennir manni að vera við öllu viðbúinn og taka allt með í vélina sem þarf að nota. Sonur okkar er með slæmt exem og getur fengið slæm kláðaköst og er bæði með sérstaka sprautu sem átti að nota í ferðinni og einnig steratöflur og sterakrem ef kláði myndast. Maður er ekki viss hvað má taka með sér og hvað ekki en lærir af þessu.“ Smá svekktur að hafa ekki verið látinn vita „Maður var sjálfur búinn að vera að sjá fréttir á erlendum fréttamiðlum að ástandið á Schiphol væri slæmt, væru einhver verkföll og það væri farangur að hlaðast upp og svona vesen sko, þess vegna er maður smá svekktur að hafa ekki verið látinn vita að ástandið væri svona.“ Að endingu segir Ásgeir að „ef Icelandair hefði látið vita að þetta ástand væri líklegt eða möguleiki þá hefði kannski verið hægt að afstýra þessu.“ „Við höfum ekki fengið neinn tölvupóst eða hringingu frá Icelandair.“ Holland Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
„Tengdapabbi minn var að bjóða allri stórfjölskyldunni í þetta frí, við erum alveg tíu eða ellefu saman,“ segir Ásgeir Stefánsson, einn farþega úr fluginu. Ásgeir segir engan hafa fengið töskurnar sínar. „Við höfum engar fréttir enn þá fengið hvar töskurnar eru niður komnar eða hvenær við fáum þær.“ „Það er náttúrulega enginn með sundföt eða snyrtivörur eða neitt þannig við bara fórum og keyptum okkur helstu nauðsynjar og vonum bara að okkar ferðatryggingar eða Icelandair borgi okkur einhvern hluta af skaðanum af því við náttúrulega viljum ekki að þetta eyðileggi fríið,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir alla hafa verið þreytta og pirraða en vonar að þau geti nú farið að njóta eftir að hafa keypt sér helstu nauðsynjar. Hópurinn keypti föt til skiptanna í Primark.Aðsent Það er þó ekki einungis fatnaður eða snyrtivörur sem fjölskyldan saknar. „Við lásum einhvers staðar að það væri ekki æskilegt að hafa mikið af lyfjum í handfarangri og að nálar væru ekki leyfðar en þetta kennir manni að vera við öllu viðbúinn og taka allt með í vélina sem þarf að nota. Sonur okkar er með slæmt exem og getur fengið slæm kláðaköst og er bæði með sérstaka sprautu sem átti að nota í ferðinni og einnig steratöflur og sterakrem ef kláði myndast. Maður er ekki viss hvað má taka með sér og hvað ekki en lærir af þessu.“ Smá svekktur að hafa ekki verið látinn vita „Maður var sjálfur búinn að vera að sjá fréttir á erlendum fréttamiðlum að ástandið á Schiphol væri slæmt, væru einhver verkföll og það væri farangur að hlaðast upp og svona vesen sko, þess vegna er maður smá svekktur að hafa ekki verið látinn vita að ástandið væri svona.“ Að endingu segir Ásgeir að „ef Icelandair hefði látið vita að þetta ástand væri líklegt eða möguleiki þá hefði kannski verið hægt að afstýra þessu.“ „Við höfum ekki fengið neinn tölvupóst eða hringingu frá Icelandair.“
Holland Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira