Arnór orðaður við endurkomu til Norrköping Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2022 10:31 Arnór Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu á dögunum. Ahmad Mora/Getty Images Staðarmiðlar í Norrköping halda því fram að landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson gæti verið að snúa aftur í raðir félagsins. Arnór gerði gott mót með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni áður en hann færði sig um set til Rússlands. Hinn 23 ára gamli Skagamaður hefur átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði en hann var á láni hjá Venezia í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, á nýafstaðinni leiktíð. Þar fékk hann ekki mikinn spiltíma var almennt ekki inn í myndinni. Hann var á láni frá CSKA Moskvu í Rússlandi en í gær var staðfest að hann þyrfti ekki að snúa aftur til Moskvu. Arnór lék með Norrköping frá 2017 til 2018 og stóð sig með prýði. Raunar stóð hann sig það vel að félagið seldi hann fyrir metfé til Rússlands. Nú virðist sem leikmaðurinn gæti snúið aftur til Svíþjóðar. Íþróttastjóri Norrköping, Tony Martinsson, segir í viðtali við Football Skanalen að hann geti ekki tjáð sig um málið en það virðist sem orðrómarnir séu þó ekki gripnir úr lausu lofti. Arnór stóð sig einkar vel með íslenska landsliðinu á dögunum og minnti um margt á þann leikmann sem spilaði með Norrköping í Svíþjóð fyrir nokkrum árum. Alls hefur Arnór spilað 21 A-landsleik og skorað tvö mörk. Peking sägs försöka landa spektakulär värvning.https://t.co/rFNsIDi1QK pic.twitter.com/BS0uO3sSFQ— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) June 22, 2022 Ekkert sumarfrí er í sænsku deildinni og fer 11. umferð fram um komandi helgi. Sem stendur sitja Ari Freyr Skúlason og félagar í Norrköping í 9. sæti deildarinnar með 14 stig. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Skagamaður hefur átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði en hann var á láni hjá Venezia í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, á nýafstaðinni leiktíð. Þar fékk hann ekki mikinn spiltíma var almennt ekki inn í myndinni. Hann var á láni frá CSKA Moskvu í Rússlandi en í gær var staðfest að hann þyrfti ekki að snúa aftur til Moskvu. Arnór lék með Norrköping frá 2017 til 2018 og stóð sig með prýði. Raunar stóð hann sig það vel að félagið seldi hann fyrir metfé til Rússlands. Nú virðist sem leikmaðurinn gæti snúið aftur til Svíþjóðar. Íþróttastjóri Norrköping, Tony Martinsson, segir í viðtali við Football Skanalen að hann geti ekki tjáð sig um málið en það virðist sem orðrómarnir séu þó ekki gripnir úr lausu lofti. Arnór stóð sig einkar vel með íslenska landsliðinu á dögunum og minnti um margt á þann leikmann sem spilaði með Norrköping í Svíþjóð fyrir nokkrum árum. Alls hefur Arnór spilað 21 A-landsleik og skorað tvö mörk. Peking sägs försöka landa spektakulär värvning.https://t.co/rFNsIDi1QK pic.twitter.com/BS0uO3sSFQ— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) June 22, 2022 Ekkert sumarfrí er í sænsku deildinni og fer 11. umferð fram um komandi helgi. Sem stendur sitja Ari Freyr Skúlason og félagar í Norrköping í 9. sæti deildarinnar með 14 stig.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Sjá meira