Þó 10. umferð hafi lokið í gær þá hófst hún fyrir þónokkru síðan en Víkingur vann Keflavík 4-1 þann 28. apríl síðastliðinn. Sá leikur var færður vegna Evrópuleikja Víkinga. Hinir fimm leikir umferðarinnar fóru svo fram á mánudag og þriðjudag.
Líkt og í Víkinni í apríl var nóg af mörkum á boðstólnum. Fram og ÍBV gerðu 3-3 jafntefli á glænýjum velli í Úlfarsárdal. Breiðablik vann frábæran 4-1 sigur á KA. Valsmenn komu til baka og unnu 2-1 sigur á Leikni Reykjavík og þá lauk tveimur leikjum með 1-1 jafntefli.
Atli Sigurjónsson bjargaði stigi fyrir KR gegn Stjörnunni og Matthías Vilhjálmsson gerði slíkt hið sama fyrir FH á Akranesi. Öll mörk umferðarinnar má sjá í spilaranum hér að neðan.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.