Umsátursástand eftir skotárás í Hafnarfirði Kjartan Kjartansson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 22. júní 2022 09:29 Vopnaður sérsveitarmaður við Miðvang í Hafnarfirði. Bíllinn sem skotið var á sést í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Lögreglumenn reyna nú að ræða við karlmann á sjötugsaldri sem er grunaður um að skjóta á kyrrstæðan bíl fyrir utan fjölbýlishús við Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Vopnaðir sérsveitarmenn eru á vettvangi og mikil viðbúnaður en grunaði byssumaðurinn er í íbúð í blokkinni. Tilkynning barst lögreglu um skothvelli við fjölbýlishús við Miðvang á áttunda tímanum í morgun. Grunur leikur á að íbúi í húsinu hafi skotið á kyrrstæðan bíl sunnanmegin við fjölbýlishúsið, gegnt leikskólanum Víðivöllum. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að maðurinn sé talinn einn inni í íbúð í blokkinni og lögregla hafi talað við hann. Markmiðið sé að fá manninn heilan út. Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá vettvangi. Starfsfólki og börnum á leikskólanum hefur verið gert að halda sig innandyra og foreldrum barna sem voru ekki mætt í morgun sagt að koma ekki með þau. Verslun Nettó á bak við blokkina hefur verið lokuð frá því að aðgerðir lögreglu hófust. Fréttin hefur verið uppfærð. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum á vettvangi í vaktinni hér fyrir neðan.
Tilkynning barst lögreglu um skothvelli við fjölbýlishús við Miðvang á áttunda tímanum í morgun. Grunur leikur á að íbúi í húsinu hafi skotið á kyrrstæðan bíl sunnanmegin við fjölbýlishúsið, gegnt leikskólanum Víðivöllum. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að maðurinn sé talinn einn inni í íbúð í blokkinni og lögregla hafi talað við hann. Markmiðið sé að fá manninn heilan út. Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá vettvangi. Starfsfólki og börnum á leikskólanum hefur verið gert að halda sig innandyra og foreldrum barna sem voru ekki mætt í morgun sagt að koma ekki með þau. Verslun Nettó á bak við blokkina hefur verið lokuð frá því að aðgerðir lögreglu hófust. Fréttin hefur verið uppfærð. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum á vettvangi í vaktinni hér fyrir neðan.
Hafnarfjörður Lögreglumál Skotvopn Skotárás við Miðvang Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira