Beitti líklega riffli: „Guðs lifandi feginn að enginn hafi skaðast“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. júní 2022 19:04 Skúli Jónsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann var á vettvangi í dag. Vísir/Vilhelm Sex ára barn var í bílnum sem skotið var á fyrir utan leikskóla í Hafnarfirði dag. Íbúi í húsi byssumannsins segist hafa verið skjálfandi hræddur en maðurinn notaði líklega riffil í árásinni. Umsátursástand myndaðist í Hafnarfirði í dag eftir að skotið var á feðga í bíl fyrir utan leikskóla. Árásarmaðurinn, sem er íbúi í fjölbýlishúsi við leikskólann, gaf sig fram nokkrum klukkutímum síðar. Það var á áttunda tímanum í morgun að lögreglu barst tilkynning um skotárásina. Þá hafði karlmaður á sjötugsaldri sem býr í fjölbýlishúsi við Miðvang skotið á tvo bíla frá íbúð sinni að svo virðist. Annar bílanna stóð á bílastæði við fjölbýlishúsið en hinn á stæðinu beint á móti sem tilheyrir leikskóla. Í þeim bíl voru faðir og sex ára gamall sonur hans. Faðirinn var á leið með soninn á leikskólann. Þegar fréttastofa ræddi við hann í dag treysti hann sér ekki í viðtal en sagðist í miklu áfalli. Feðgarnir búa ekki við Miðvang og þekkja ekki árásarmanninn. Það virðist því tilviljun að skotið var á þá. Tugir lögreglu- og sérveitarmanna mættu fljótlega á staðinn og girtu af stórt svæði. Lögregla var með mikinn viðbúnað á vettvangi.Vísir/Vilhelm „Það eru sautján börn á leikskólanum, tuttugu og einn starfsmaður og þau eru bara hlémegin í húsinu eins og maður kannski orðar það. Eru algjörlega örugg og var verið að koma með mat til þeirra núna. Síðan varðandi íbúa þá hérna í rauninni fær enginn að fara út úr þessu fjölbýlishúsi. Þannig að fólk er bara þar inni og gert að halda sig þar,“ sagði Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi í dag. Lögreglumenn dreifðu sér um stigaganginn og notaðir voru drónar og róbótar á meðan á aðgerðinni stóð. Það var svo upp úr hádegi sem maðurinn gaf sig fram eftir samningaviðræður við lögregluna. Íbúum í húsinu var mörgum mjög brugðið en í húsinu býr að mestu eldra fólk. „Ég er enn skjálfandi bara af hræðslu sko af því maður veit ekkert. Maður verður svo rosalega óöruggur og fær ekkert að vita neitt,“ sagði Berglind Bjarney Ásgeirsdóttir íbúi í húsinu eftir að aðgerðum lögreglunnar lauk. Þungvopnaðir sérsveitarmenn voru kallaðir á vettvang.Vísir/Vilhelm Samkvæmt heimildum fréttastofu var riffill líklega notaður í árásinni en skotárásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps. Ákvörðun um gæsluhaldvarðhaldskröfu eða önnur úrræði gagnvart manninum liggur ekki fyrir á þessari stundu. Mildi þykir að feðgana hafi ekki sakað. „Maður er náttúrulega bara guðs lifandi feginn að enginn hafi skaðast í þessu útkalli og í þessu verkefni,“ segir Skúli. Skotárás við Miðvang Hafnarfjörður Lögreglumál Skotvopn Tengdar fréttir „Ég var mjög hrædd og óttaslegin“ Berglind Bjarney Ásgeirsdóttir, íbúi að Miðvangi 41 þar sem skotið var á tvo bíla í morgun, sagðist hafa orðið óörugg og óttasleginn vegna ástandsins sem skapaðist í morgun. Henni fannst skorta nægilega upplýsingagjöf frá lögreglunni en einu upplýsingarnar sem hún fékk um málið heyrði hún í útvarpinu. 22. júní 2022 15:45 Var með barnið í bílnum þegar skotið var á hann Faðir og sex ára gamall sonur hans voru í öðrum bílanna sem skotið var á við Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Lögreglan rannsakar skothríð sjötugs karlmanns á bílana sem tilraun til manndráps. 22. júní 2022 15:25 Umsátrinu í Hafnarfirði lauk þegar maðurinn gaf sig fram Karlmaður á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa skotið á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði kom út úr íbúð sinni sjálfviljugur skömmu eftir hádegi og er nú í haldi lögreglu. Þar með lauk tæplega fjögurra klukkustunda löngu umsátursástandi. 22. júní 2022 12:36 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Umsátursástand myndaðist í Hafnarfirði í dag eftir að skotið var á feðga í bíl fyrir utan leikskóla. Árásarmaðurinn, sem er íbúi í fjölbýlishúsi við leikskólann, gaf sig fram nokkrum klukkutímum síðar. Það var á áttunda tímanum í morgun að lögreglu barst tilkynning um skotárásina. Þá hafði karlmaður á sjötugsaldri sem býr í fjölbýlishúsi við Miðvang skotið á tvo bíla frá íbúð sinni að svo virðist. Annar bílanna stóð á bílastæði við fjölbýlishúsið en hinn á stæðinu beint á móti sem tilheyrir leikskóla. Í þeim bíl voru faðir og sex ára gamall sonur hans. Faðirinn var á leið með soninn á leikskólann. Þegar fréttastofa ræddi við hann í dag treysti hann sér ekki í viðtal en sagðist í miklu áfalli. Feðgarnir búa ekki við Miðvang og þekkja ekki árásarmanninn. Það virðist því tilviljun að skotið var á þá. Tugir lögreglu- og sérveitarmanna mættu fljótlega á staðinn og girtu af stórt svæði. Lögregla var með mikinn viðbúnað á vettvangi.Vísir/Vilhelm „Það eru sautján börn á leikskólanum, tuttugu og einn starfsmaður og þau eru bara hlémegin í húsinu eins og maður kannski orðar það. Eru algjörlega örugg og var verið að koma með mat til þeirra núna. Síðan varðandi íbúa þá hérna í rauninni fær enginn að fara út úr þessu fjölbýlishúsi. Þannig að fólk er bara þar inni og gert að halda sig þar,“ sagði Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi í dag. Lögreglumenn dreifðu sér um stigaganginn og notaðir voru drónar og róbótar á meðan á aðgerðinni stóð. Það var svo upp úr hádegi sem maðurinn gaf sig fram eftir samningaviðræður við lögregluna. Íbúum í húsinu var mörgum mjög brugðið en í húsinu býr að mestu eldra fólk. „Ég er enn skjálfandi bara af hræðslu sko af því maður veit ekkert. Maður verður svo rosalega óöruggur og fær ekkert að vita neitt,“ sagði Berglind Bjarney Ásgeirsdóttir íbúi í húsinu eftir að aðgerðum lögreglunnar lauk. Þungvopnaðir sérsveitarmenn voru kallaðir á vettvang.Vísir/Vilhelm Samkvæmt heimildum fréttastofu var riffill líklega notaður í árásinni en skotárásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps. Ákvörðun um gæsluhaldvarðhaldskröfu eða önnur úrræði gagnvart manninum liggur ekki fyrir á þessari stundu. Mildi þykir að feðgana hafi ekki sakað. „Maður er náttúrulega bara guðs lifandi feginn að enginn hafi skaðast í þessu útkalli og í þessu verkefni,“ segir Skúli.
Skotárás við Miðvang Hafnarfjörður Lögreglumál Skotvopn Tengdar fréttir „Ég var mjög hrædd og óttaslegin“ Berglind Bjarney Ásgeirsdóttir, íbúi að Miðvangi 41 þar sem skotið var á tvo bíla í morgun, sagðist hafa orðið óörugg og óttasleginn vegna ástandsins sem skapaðist í morgun. Henni fannst skorta nægilega upplýsingagjöf frá lögreglunni en einu upplýsingarnar sem hún fékk um málið heyrði hún í útvarpinu. 22. júní 2022 15:45 Var með barnið í bílnum þegar skotið var á hann Faðir og sex ára gamall sonur hans voru í öðrum bílanna sem skotið var á við Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Lögreglan rannsakar skothríð sjötugs karlmanns á bílana sem tilraun til manndráps. 22. júní 2022 15:25 Umsátrinu í Hafnarfirði lauk þegar maðurinn gaf sig fram Karlmaður á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa skotið á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði kom út úr íbúð sinni sjálfviljugur skömmu eftir hádegi og er nú í haldi lögreglu. Þar með lauk tæplega fjögurra klukkustunda löngu umsátursástandi. 22. júní 2022 12:36 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
„Ég var mjög hrædd og óttaslegin“ Berglind Bjarney Ásgeirsdóttir, íbúi að Miðvangi 41 þar sem skotið var á tvo bíla í morgun, sagðist hafa orðið óörugg og óttasleginn vegna ástandsins sem skapaðist í morgun. Henni fannst skorta nægilega upplýsingagjöf frá lögreglunni en einu upplýsingarnar sem hún fékk um málið heyrði hún í útvarpinu. 22. júní 2022 15:45
Var með barnið í bílnum þegar skotið var á hann Faðir og sex ára gamall sonur hans voru í öðrum bílanna sem skotið var á við Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Lögreglan rannsakar skothríð sjötugs karlmanns á bílana sem tilraun til manndráps. 22. júní 2022 15:25
Umsátrinu í Hafnarfirði lauk þegar maðurinn gaf sig fram Karlmaður á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa skotið á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði kom út úr íbúð sinni sjálfviljugur skömmu eftir hádegi og er nú í haldi lögreglu. Þar með lauk tæplega fjögurra klukkustunda löngu umsátursástandi. 22. júní 2022 12:36