Settu af dómsmálaráðherra sem varð manni að bana Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2022 09:33 Jason Ravnsborg varð manni að bana í september 2020 og gaf lögreglu rangar og misvísandi upplýsingar um slysið. Hann neitaði að segja af sér. AP/Manuel Balce Ceneta Öldungadeild ríkisþings Suður-Dakóta í Bandaríkjunum sakfelldi dómsmálaráðherra ríkisins fyrir embættisbrot sem tengjast banaslysi sem hann átti aðild að á þriðjudag. Ráðherranum var vikið úr embætti og honum bannað að gegna opinberu embætti aftur. Jason Ravnsborg, dómsmálaráðherra Suður-Dakóta, varð Joseph Boever, 55 ára gömlum gangandi vegfaranda, að bana þegar hann ók á hann í september árið 2020. Hann sagði neyðarlínu upphaflega að hann hefði ekið á dádýr eða annað stórt dýr og hefur alla tíð haldið því fram að hann hafi ekki vitað að hann hefði ekið á mann fyrr en hann kom aftur á vettvang slyssins daginn eftir. Lögreglumenn sögðust ekki trúa sumum yfirlýsingum Ravnsborg um málið og margir þingmenn ekki heldur. Saksóknarar hafa fullyrt að ráðherrann hafi séð manninn þegar hann ók á hann. Í kjölfarið hafi hann notað stöðu sína til þess að hafa áhrif á rannsóknina á sama tíma og hann veitti lögreglu misvísandi upplýsingar eða hreinlega laug að henni. Sakamáli gegn Ravnsborg lauk í fyrra þegar hann játaði sig sekan um umferðarlagabrot, þar á meðal að skipta ólöglega um akrein og að nota síma undir stýri. Hann var sektaður fyrir brotin og gerði sátt við ekkju mannsins sem hann varð að bana í september. Allan tímann hefur Ravnsborg þó setið sem fastast sem dómsmálaráðherra og neitað að segja af sér. Flokkssystkinin sakfelldu hann Ravnsborg var kærður fyrir embættisbrot á ríkisþingi Suður-Dakóta í fyrra. Þrátt fyrir að flokkssystkini hans í Repúblikanaflokknum séu með afgerandi meirihluta í öldungadeildinni, 32 þingmenn gegn þremur demókrötum, og að aukinn meirihluti þyrfti til var hann sakfelldur fyrir embættisbrot í tveimur liðum á þriðjudag. Annars vegar var hann sakfelldur fyrir að fremja glæp sem varð manni að bana og í öðru lagi fyrir misferli þegar hann afvegaleiddi lögreglu og misnotaði embætti sitt. Tillaga um að banna Ravnsborg að gegna embætti aftur var samþykkt einróma. Ravnsborg bar ekki vitni við réttarhöldin í öldungadeildinni og tjáði sig ekki við fjölmiðla eftir að niðurstaðan lá fyrir. Kristi Noem, ríkisstjóri, velur eftirmann dómsmálaráðherrans þar til kosningar um embættið fara fram í nóvember. Hún þrýsti á Ravnsborg að segja af sér og hvatti síðar þingmenn til að kæra hann fyrir embættisbrot. Ravnsborg hélt því fram að það hafi hún gert vegna rannsóknar hans á meintum siðabrotum Noem. Fimm ára börn betri lygarar Banaslysið átti sér stað þegar Ravnsborg ók eftir hraðbraut heim af fjáröflunarfundi að kvöldi 12. september árið 2020. Hann sagði neyðarlínu að hann hefði ekið á „eitthvað“, mögulega dádýr. Fljótlega mynduðust brestir í frásögn Ravnsborg af atvikinu. Þegar hann lýsti því hvernig hann sneri við á vettvangi og sagðist hafa „séð hann“ leiðrétti hann sig fljótt og sagðist „ekki hafa séð hann“. Frásögnin tók einnig breytingum með tímanum. Í upphafi sagðist Ravnsborg ekki hafa ekið of hratt og að hann hefði ekki verið í símanum við aksturinn. Síðar viðurkenndi hann að hafa skoðað símann nokkrum mínútum áður en hann ók yfir Boever. Rannsókn benti til þess að bíll hans hefði tekið snarpa beygju út af akrein sinni þrátt fyrir að hann hefði haldið því fram að bíllinn hefði verið á miðri akrein þegar áreksturinn varð. Þingmönnum þótti ekki trúverðugt að Ravnsborg hefði ekki vitað af því að hann hefði ekið á manninn enda væru vísbendingar um að andlit hans hafi farið í gegnum framrúðuna á bíl ráðherrans. Gleraugu mannsins fundust í bílnum. „Við höfum heyrt betri lygar frá fimm ára börnum,“ sagði Mark Vargo, saksóknari frá Pennington-sýslu sem rak málið gegn Ravnsborg í öldungadeildinni. Lögreglan komst að þeirri niðurstöðu að Ravnsborg hefði gengið fram hjá líki mannsins og vasaljósi sem sá látni hafði verið með þegar hann kannaði aðstæður á vettvangi um kvöldið. Ennþá var kveikt á vasaljósinu morguninn eftir. Ravnsborg hélt því fram að hvorki hann né lögreglustjóri sem kom á vettvang hafi vitað af því að lík mannsins lægi rétt hjá þeim í vegarkanti. „Það er engin leið að þú getur farið fram hjá án þess að sjá það,“ sagði Arnie Rummel, rannsóknarlögreglumaður frá Norður-Dakóta sem stýrði lögreglurannsókninni, við þingmenn á þriðjudag. Fleiri þingmenn greiddu atkvæði með því að sakfella Ravnsborg fyrir afglöp í embætti en fyrir að valda dauða Boever. Sérstaklega þótti þingmönnum óverjanlegt að Ravnsborg hafi spurt fulltrúa rannsóknarlögregu Suður-Dakóta um hvað rannsókn á farsíma hans gæti leitt í ljós. Stofnunin átti ekki að koma nærri rannsókninni til þess að forðast hagsmunaárekstra. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Sjá meira
Jason Ravnsborg, dómsmálaráðherra Suður-Dakóta, varð Joseph Boever, 55 ára gömlum gangandi vegfaranda, að bana þegar hann ók á hann í september árið 2020. Hann sagði neyðarlínu upphaflega að hann hefði ekið á dádýr eða annað stórt dýr og hefur alla tíð haldið því fram að hann hafi ekki vitað að hann hefði ekið á mann fyrr en hann kom aftur á vettvang slyssins daginn eftir. Lögreglumenn sögðust ekki trúa sumum yfirlýsingum Ravnsborg um málið og margir þingmenn ekki heldur. Saksóknarar hafa fullyrt að ráðherrann hafi séð manninn þegar hann ók á hann. Í kjölfarið hafi hann notað stöðu sína til þess að hafa áhrif á rannsóknina á sama tíma og hann veitti lögreglu misvísandi upplýsingar eða hreinlega laug að henni. Sakamáli gegn Ravnsborg lauk í fyrra þegar hann játaði sig sekan um umferðarlagabrot, þar á meðal að skipta ólöglega um akrein og að nota síma undir stýri. Hann var sektaður fyrir brotin og gerði sátt við ekkju mannsins sem hann varð að bana í september. Allan tímann hefur Ravnsborg þó setið sem fastast sem dómsmálaráðherra og neitað að segja af sér. Flokkssystkinin sakfelldu hann Ravnsborg var kærður fyrir embættisbrot á ríkisþingi Suður-Dakóta í fyrra. Þrátt fyrir að flokkssystkini hans í Repúblikanaflokknum séu með afgerandi meirihluta í öldungadeildinni, 32 þingmenn gegn þremur demókrötum, og að aukinn meirihluti þyrfti til var hann sakfelldur fyrir embættisbrot í tveimur liðum á þriðjudag. Annars vegar var hann sakfelldur fyrir að fremja glæp sem varð manni að bana og í öðru lagi fyrir misferli þegar hann afvegaleiddi lögreglu og misnotaði embætti sitt. Tillaga um að banna Ravnsborg að gegna embætti aftur var samþykkt einróma. Ravnsborg bar ekki vitni við réttarhöldin í öldungadeildinni og tjáði sig ekki við fjölmiðla eftir að niðurstaðan lá fyrir. Kristi Noem, ríkisstjóri, velur eftirmann dómsmálaráðherrans þar til kosningar um embættið fara fram í nóvember. Hún þrýsti á Ravnsborg að segja af sér og hvatti síðar þingmenn til að kæra hann fyrir embættisbrot. Ravnsborg hélt því fram að það hafi hún gert vegna rannsóknar hans á meintum siðabrotum Noem. Fimm ára börn betri lygarar Banaslysið átti sér stað þegar Ravnsborg ók eftir hraðbraut heim af fjáröflunarfundi að kvöldi 12. september árið 2020. Hann sagði neyðarlínu að hann hefði ekið á „eitthvað“, mögulega dádýr. Fljótlega mynduðust brestir í frásögn Ravnsborg af atvikinu. Þegar hann lýsti því hvernig hann sneri við á vettvangi og sagðist hafa „séð hann“ leiðrétti hann sig fljótt og sagðist „ekki hafa séð hann“. Frásögnin tók einnig breytingum með tímanum. Í upphafi sagðist Ravnsborg ekki hafa ekið of hratt og að hann hefði ekki verið í símanum við aksturinn. Síðar viðurkenndi hann að hafa skoðað símann nokkrum mínútum áður en hann ók yfir Boever. Rannsókn benti til þess að bíll hans hefði tekið snarpa beygju út af akrein sinni þrátt fyrir að hann hefði haldið því fram að bíllinn hefði verið á miðri akrein þegar áreksturinn varð. Þingmönnum þótti ekki trúverðugt að Ravnsborg hefði ekki vitað af því að hann hefði ekið á manninn enda væru vísbendingar um að andlit hans hafi farið í gegnum framrúðuna á bíl ráðherrans. Gleraugu mannsins fundust í bílnum. „Við höfum heyrt betri lygar frá fimm ára börnum,“ sagði Mark Vargo, saksóknari frá Pennington-sýslu sem rak málið gegn Ravnsborg í öldungadeildinni. Lögreglan komst að þeirri niðurstöðu að Ravnsborg hefði gengið fram hjá líki mannsins og vasaljósi sem sá látni hafði verið með þegar hann kannaði aðstæður á vettvangi um kvöldið. Ennþá var kveikt á vasaljósinu morguninn eftir. Ravnsborg hélt því fram að hvorki hann né lögreglustjóri sem kom á vettvang hafi vitað af því að lík mannsins lægi rétt hjá þeim í vegarkanti. „Það er engin leið að þú getur farið fram hjá án þess að sjá það,“ sagði Arnie Rummel, rannsóknarlögreglumaður frá Norður-Dakóta sem stýrði lögreglurannsókninni, við þingmenn á þriðjudag. Fleiri þingmenn greiddu atkvæði með því að sakfella Ravnsborg fyrir afglöp í embætti en fyrir að valda dauða Boever. Sérstaklega þótti þingmönnum óverjanlegt að Ravnsborg hafi spurt fulltrúa rannsóknarlögregu Suður-Dakóta um hvað rannsókn á farsíma hans gæti leitt í ljós. Stofnunin átti ekki að koma nærri rannsókninni til þess að forðast hagsmunaárekstra.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Sjá meira