Þingvellir fengu fyrsta heiðursmerki Vörðu Atli Ísleifsson skrifar 23. júní 2022 08:49 Einar Á. E. Sæmundssen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra afhjúpuðu fyrsta heiðursmerki Vörðu í gær. Stjr/Golli Þingvellir voru í gær viðurkenndir sem fyrsta Varðan á Íslandi, en um er að ræða viðurkenning merkisstaða á Íslandi sem teljast einstakir á lands- og/eða heimsvísu. Með Vörðu skuldbindur umsjónaraðili áfangastaðar ferðamanna sig til að vera til fyrirmyndar við stjórnun og umsjón hans og að við áframhaldandi þróun sé sífellt unnið að sjálfbærni á öllum sviðum. Það voru þau Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra og Einar Á. E. Sæmundssen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, sem afhjúpuðu heiðursmerki Vörðu á Þingvöllum í gær. Á vef stjórnarráðsins segir að ráðherrarnir tveir hafi einnig kynnt að um næstu áramót geti staðir óháð eignarhaldi eða umsjón sótt um að fara í ferli til þess að verða Vörður og hljóta slíka viðurkenningu. Gestir í þjóðgarðinum kynntu sér gagnvirkan fróðleik á svoköllum Búðarstíg.Stjr/Golli Um Þingvallaþjóðgarður segir að hann sé vel að þessari viðurkenningu kominn. „Auk þess að vera einn elsti og fjölsóttasti ferðamannastaður landsins er þjóðgarðurinn á heimsminjaskrá Menningar-málastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Í slíkri skráningu felst mikil ábyrgð gagnvart því að viðhalda einstöku gildi staðarins til framtíðar fyrir alla heimsbyggðina. Það hefur sannarlega tekist vel á Þingvöllum, svo vel að það er ærin ástæða fyrir nýrri rós í hnappagatið með viðurkenningu Vörðu,“ segir á vef stjórnarráðsins. Hvað er Varða? - Vörður eru merkisstaðir á Íslandi sem teljast einstakir á lands- og/eða heimsvísu. Meginaðdráttarafl þeirra eru náttúrufyrirbæri og/eða menningarsögulegar minjar sem mynda sérstætt landslag eða landslagsheildir. www.varda.is - Áfangastaðirnir eru vel þekktir, hluti af ímynd landsins, fjölsóttir og hægt að heimsækja þá allt árið um kring. - Heitið byggir á þeim fjölmörgu vörðum sem finnast í íslenskri náttúru. Vörður geyma sögu og arfleifð. Þær eru hlaðnar úr staðarefni, tengjast umhverfinu, vísa veginn í átt að áfangastað og mynda leiðakerfi. - Til að fá afnot af vörumerkinu Vörðu þurfa umsjónaraðilar staðar að sýna fram á langtímaskuldbindingu til þess að framfylgja skilgreindum viðmiðum við stjórnun og skipulagningu hvað varðar m.a. aðgengi, gagnasöfnun, fræðslu, umhverfisvernd,sjálfbærni, yfirbragð og öryggi. - Sem stendur eru þrír afar fjölsóttir en ólíkir staðir í svokölluðu prufuferli Vörðu auk Þingvalla sem hefur nú lokið því ferli. Það eru Gullfoss, Geysir og Jökulsárlón, sem eru einnig staðir í umsjón ríkisaðila. Þetta eru einna fjölsóttustu ferðamannastaðir landsins, en þeir eru misjafnlega staddir hvað þróun varðar en eiga það sameiginlegt að vera áfangastaðir í eigu ríkisins. - Stefnt er að því að opna á að fleiri staðir, óháð eignarhaldi eða umsjón, geti komið í ferli frá næstu áramótum. Þingvellir Þjóðgarðar Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Það voru þau Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra og Einar Á. E. Sæmundssen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, sem afhjúpuðu heiðursmerki Vörðu á Þingvöllum í gær. Á vef stjórnarráðsins segir að ráðherrarnir tveir hafi einnig kynnt að um næstu áramót geti staðir óháð eignarhaldi eða umsjón sótt um að fara í ferli til þess að verða Vörður og hljóta slíka viðurkenningu. Gestir í þjóðgarðinum kynntu sér gagnvirkan fróðleik á svoköllum Búðarstíg.Stjr/Golli Um Þingvallaþjóðgarður segir að hann sé vel að þessari viðurkenningu kominn. „Auk þess að vera einn elsti og fjölsóttasti ferðamannastaður landsins er þjóðgarðurinn á heimsminjaskrá Menningar-málastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Í slíkri skráningu felst mikil ábyrgð gagnvart því að viðhalda einstöku gildi staðarins til framtíðar fyrir alla heimsbyggðina. Það hefur sannarlega tekist vel á Þingvöllum, svo vel að það er ærin ástæða fyrir nýrri rós í hnappagatið með viðurkenningu Vörðu,“ segir á vef stjórnarráðsins. Hvað er Varða? - Vörður eru merkisstaðir á Íslandi sem teljast einstakir á lands- og/eða heimsvísu. Meginaðdráttarafl þeirra eru náttúrufyrirbæri og/eða menningarsögulegar minjar sem mynda sérstætt landslag eða landslagsheildir. www.varda.is - Áfangastaðirnir eru vel þekktir, hluti af ímynd landsins, fjölsóttir og hægt að heimsækja þá allt árið um kring. - Heitið byggir á þeim fjölmörgu vörðum sem finnast í íslenskri náttúru. Vörður geyma sögu og arfleifð. Þær eru hlaðnar úr staðarefni, tengjast umhverfinu, vísa veginn í átt að áfangastað og mynda leiðakerfi. - Til að fá afnot af vörumerkinu Vörðu þurfa umsjónaraðilar staðar að sýna fram á langtímaskuldbindingu til þess að framfylgja skilgreindum viðmiðum við stjórnun og skipulagningu hvað varðar m.a. aðgengi, gagnasöfnun, fræðslu, umhverfisvernd,sjálfbærni, yfirbragð og öryggi. - Sem stendur eru þrír afar fjölsóttir en ólíkir staðir í svokölluðu prufuferli Vörðu auk Þingvalla sem hefur nú lokið því ferli. Það eru Gullfoss, Geysir og Jökulsárlón, sem eru einnig staðir í umsjón ríkisaðila. Þetta eru einna fjölsóttustu ferðamannastaðir landsins, en þeir eru misjafnlega staddir hvað þróun varðar en eiga það sameiginlegt að vera áfangastaðir í eigu ríkisins. - Stefnt er að því að opna á að fleiri staðir, óháð eignarhaldi eða umsjón, geti komið í ferli frá næstu áramótum.
Hvað er Varða? - Vörður eru merkisstaðir á Íslandi sem teljast einstakir á lands- og/eða heimsvísu. Meginaðdráttarafl þeirra eru náttúrufyrirbæri og/eða menningarsögulegar minjar sem mynda sérstætt landslag eða landslagsheildir. www.varda.is - Áfangastaðirnir eru vel þekktir, hluti af ímynd landsins, fjölsóttir og hægt að heimsækja þá allt árið um kring. - Heitið byggir á þeim fjölmörgu vörðum sem finnast í íslenskri náttúru. Vörður geyma sögu og arfleifð. Þær eru hlaðnar úr staðarefni, tengjast umhverfinu, vísa veginn í átt að áfangastað og mynda leiðakerfi. - Til að fá afnot af vörumerkinu Vörðu þurfa umsjónaraðilar staðar að sýna fram á langtímaskuldbindingu til þess að framfylgja skilgreindum viðmiðum við stjórnun og skipulagningu hvað varðar m.a. aðgengi, gagnasöfnun, fræðslu, umhverfisvernd,sjálfbærni, yfirbragð og öryggi. - Sem stendur eru þrír afar fjölsóttir en ólíkir staðir í svokölluðu prufuferli Vörðu auk Þingvalla sem hefur nú lokið því ferli. Það eru Gullfoss, Geysir og Jökulsárlón, sem eru einnig staðir í umsjón ríkisaðila. Þetta eru einna fjölsóttustu ferðamannastaðir landsins, en þeir eru misjafnlega staddir hvað þróun varðar en eiga það sameiginlegt að vera áfangastaðir í eigu ríkisins. - Stefnt er að því að opna á að fleiri staðir, óháð eignarhaldi eða umsjón, geti komið í ferli frá næstu áramótum.
Þingvellir Þjóðgarðar Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira