„Ekki þannig að við séum að skilja leikmann eftir“ Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2022 16:31 Guðný Árnadóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir fagna marki saman. Helst hefur ríkt óvissa um það hvort að þær geti spilað saman á hægri vængnum vegna meiðsla Guðnýjar. vísir/vilhelm Þó að vissulega geri fleiri leikmenn tilkall til þess að komast í EM-hóp Íslands þá höfðu sérfræðingarnir í Bestu mörkunum ekkert út á val Þorsteins Halldórssonar landsliðsþjálfara að setja. Erfitt er að komast í 23 manna landsliðshóp Íslands og samkeppnin hörð en í sérstökum EM-þætti Bestu markanna sagðist Harpa Þorsteinsdóttir ekki sjá neinn leikmann sem ætti frekar skilið að vera í hópnum en þeir sem Þorsteinn valdi. „Það er enginn leikmaður sem mér finnst við beint vera að „skilja eftir“. Þó að það séu ákveðnir leikmenn sem gera tilkall þá upplifi ég það ekki þannig að við séum að skilja leikmann eftir sem ætti endilega heima þarna fremur en einhver annar. Hann [Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari] er búinn að vera með sinn hóp nokkuð „solid“ í svolítinn tíma, sem ég held að sé kostur fyrir okkur. Það er líka kostur að það skuli ekki vera nein alvarleg meiðsli rétt fyrir mót, svo það er ekkert óvænt að koma upp,“ sagði Harpa. Klippa: Bestu mörkin - Erfitt að komast í EM-hópinn Spurning um Elínu Mettu og Guðnýju Helena Ólafsdóttir, stjórnandi þáttarins, nefndi þó að Agla María Albertsdóttir hefði lítið spila með liði sínu Häcken í Svíþjóð, að Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefði verið að jafna sig af meiðslum og að Elín Metta Jensen væri ákveðið spurningamerki. Hún bætti þó við að væntanlega yrðu allar klárar í slaginn þegar á stórmót væri komið: „Jú, þá ertu ekkert að hugsa um þetta,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir. „Þú ert bara mætt í þetta umhverfi, með íslenska landsliðinu, og það er gaman og stemning. Þá ertu ekkert með á bakvið eyrað hvað þú ert búin að spila margar mínútur eða skora mörg mörk með félagsliðinu þínu. Agla María er vissulega ekki búin að spila mikið en ég hef engar áhyggjur af henni. Þetta er spurning með Elínu Mettu, sem var að ströggla með meiðsli, og hvort að Guðný Árnadóttir verði klár eða hvort það þurfi að kalla inn einhverja fyrir hana,“ sagði Sonný en Guðný hefur glímt við meiðsli. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Bestu mörkin Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sjá meira
Erfitt er að komast í 23 manna landsliðshóp Íslands og samkeppnin hörð en í sérstökum EM-þætti Bestu markanna sagðist Harpa Þorsteinsdóttir ekki sjá neinn leikmann sem ætti frekar skilið að vera í hópnum en þeir sem Þorsteinn valdi. „Það er enginn leikmaður sem mér finnst við beint vera að „skilja eftir“. Þó að það séu ákveðnir leikmenn sem gera tilkall þá upplifi ég það ekki þannig að við séum að skilja leikmann eftir sem ætti endilega heima þarna fremur en einhver annar. Hann [Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari] er búinn að vera með sinn hóp nokkuð „solid“ í svolítinn tíma, sem ég held að sé kostur fyrir okkur. Það er líka kostur að það skuli ekki vera nein alvarleg meiðsli rétt fyrir mót, svo það er ekkert óvænt að koma upp,“ sagði Harpa. Klippa: Bestu mörkin - Erfitt að komast í EM-hópinn Spurning um Elínu Mettu og Guðnýju Helena Ólafsdóttir, stjórnandi þáttarins, nefndi þó að Agla María Albertsdóttir hefði lítið spila með liði sínu Häcken í Svíþjóð, að Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefði verið að jafna sig af meiðslum og að Elín Metta Jensen væri ákveðið spurningamerki. Hún bætti þó við að væntanlega yrðu allar klárar í slaginn þegar á stórmót væri komið: „Jú, þá ertu ekkert að hugsa um þetta,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir. „Þú ert bara mætt í þetta umhverfi, með íslenska landsliðinu, og það er gaman og stemning. Þá ertu ekkert með á bakvið eyrað hvað þú ert búin að spila margar mínútur eða skora mörg mörk með félagsliðinu þínu. Agla María er vissulega ekki búin að spila mikið en ég hef engar áhyggjur af henni. Þetta er spurning með Elínu Mettu, sem var að ströggla með meiðsli, og hvort að Guðný Árnadóttir verði klár eða hvort það þurfi að kalla inn einhverja fyrir hana,“ sagði Sonný en Guðný hefur glímt við meiðsli.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Bestu mörkin Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sjá meira