Valskonur og Blikar höfðu heppnina með sér Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2022 11:23 Breiðablik og Valur leika bæði í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Ísland á tvo fulltrúa þar sem Besta deildin er í hópi 16 bestu deilda Evrópu á styrkleikalista UEFA. vísir/diego Íslandsmeistarar Vals og silfurlið Breiðabliks leika bæði í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna. Þar leika einnig nokkur Íslendingalið. Nú er verið að draga í riðla. Í fyrri hluta undankeppninnar er leikið í fjögurra liða mótum þar sem leiknir eru stakir undanúrslitaleikir og svo úrslitaleikur á milli sigurliðanna um eitt laust sæti á seinna stigi undankeppninnar. Mótin fara fram 18.-21. ágúst og það skýrist síðar hvar hvert mót verður haldið. Blikakonur eiga strembið verkefni fyrir höndum en voru þó nokkuð heppnar með drátt. Þær drógust gegn norska liðinu Rosenborg, með Blikann Selmu Sól Magnúsdóttur innanborðs, í undanúrslitum. Sigurliðið mætir svo FC Minsk frá Hvíta-Rússlandi eða Slovácko frá Tékklandi í úrslitum. Blikar hefðu þó getað dregist í mót með til að mynda Manchester City eða Real Madrid. Það að Blikar séu í móti með hvít-rússnesku liði ætti sömuleiðis að hjálpa liðinu að fá að spila sitt mót á heimavelli. „Deildarleið“ undankeppninnar. Breiðablik er í móti númer tvö og þarf að vinna leik sinn við Rosenborg til að komast í úrslitaleik við Minsk eða Slovácko.UEFA Valur slapp við nýja liðið hennar Söru Valskonur höfðu einnig heppnina með sér. Þær drógust gegn Hayasa frá Armeníu í undanúrslitum og mæta svo sigurliðinu úr leik Pomurje frá Slóveníu og Shelbourne frá Írlandi. Valur hefði til að mynda getað lent í móti með Ítalíumeisturum Juventus, nýja liðinu hennar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Juventus mætir hins vegar Racing FC Union frá Lúxemborg í sínu móti og svo Flora Tallin eða Qiryat Gat frá Ísrael í úrslitaleik. „Meistaraleið“ undankeppninnar. Dregið var í fjögurra liða mót en í tveimur mótanna eru aðeins þrjú lið.UEFA Frankfurt eða Kristianstad áfram Brann, sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir leika með, mætir ALG Spor frá Tyrklandi í undanúrslitum og svo Spartak Subotica frá Serbíu í úrslitum komist liðið þangað, eins og búast má við. Frankfurt, lið Alexöndru Jóhannsdóttur, og Íslendingaliðið Kristianstad frá Svíþjóð eru saman í móti. Kristianstad leikur gegn Ajax en Frankfurt gegn Fortuna Hjörring í undanúrslitunum. Þá drógust Manchester City og Real Madrid í sama mót og ljóst að aðeins annað þessara liða mun komast áfram á seinna stig undankeppninnar. Fyrir síðustu leiktíð var fyrirkomulagi Meistaradeildar kvenna breytt og hefst aðalkeppnin núna á riðlakeppni um haustið, þar sem leikið er í fjórum fjögurra liða riðlum. Breiðablik komst í gegnum bæði stig undankeppninnar fyrir ári síðan og lék í riðlakeppninni. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Í fyrri hluta undankeppninnar er leikið í fjögurra liða mótum þar sem leiknir eru stakir undanúrslitaleikir og svo úrslitaleikur á milli sigurliðanna um eitt laust sæti á seinna stigi undankeppninnar. Mótin fara fram 18.-21. ágúst og það skýrist síðar hvar hvert mót verður haldið. Blikakonur eiga strembið verkefni fyrir höndum en voru þó nokkuð heppnar með drátt. Þær drógust gegn norska liðinu Rosenborg, með Blikann Selmu Sól Magnúsdóttur innanborðs, í undanúrslitum. Sigurliðið mætir svo FC Minsk frá Hvíta-Rússlandi eða Slovácko frá Tékklandi í úrslitum. Blikar hefðu þó getað dregist í mót með til að mynda Manchester City eða Real Madrid. Það að Blikar séu í móti með hvít-rússnesku liði ætti sömuleiðis að hjálpa liðinu að fá að spila sitt mót á heimavelli. „Deildarleið“ undankeppninnar. Breiðablik er í móti númer tvö og þarf að vinna leik sinn við Rosenborg til að komast í úrslitaleik við Minsk eða Slovácko.UEFA Valur slapp við nýja liðið hennar Söru Valskonur höfðu einnig heppnina með sér. Þær drógust gegn Hayasa frá Armeníu í undanúrslitum og mæta svo sigurliðinu úr leik Pomurje frá Slóveníu og Shelbourne frá Írlandi. Valur hefði til að mynda getað lent í móti með Ítalíumeisturum Juventus, nýja liðinu hennar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Juventus mætir hins vegar Racing FC Union frá Lúxemborg í sínu móti og svo Flora Tallin eða Qiryat Gat frá Ísrael í úrslitaleik. „Meistaraleið“ undankeppninnar. Dregið var í fjögurra liða mót en í tveimur mótanna eru aðeins þrjú lið.UEFA Frankfurt eða Kristianstad áfram Brann, sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir leika með, mætir ALG Spor frá Tyrklandi í undanúrslitum og svo Spartak Subotica frá Serbíu í úrslitum komist liðið þangað, eins og búast má við. Frankfurt, lið Alexöndru Jóhannsdóttur, og Íslendingaliðið Kristianstad frá Svíþjóð eru saman í móti. Kristianstad leikur gegn Ajax en Frankfurt gegn Fortuna Hjörring í undanúrslitunum. Þá drógust Manchester City og Real Madrid í sama mót og ljóst að aðeins annað þessara liða mun komast áfram á seinna stig undankeppninnar. Fyrir síðustu leiktíð var fyrirkomulagi Meistaradeildar kvenna breytt og hefst aðalkeppnin núna á riðlakeppni um haustið, þar sem leikið er í fjórum fjögurra liða riðlum. Breiðablik komst í gegnum bæði stig undankeppninnar fyrir ári síðan og lék í riðlakeppninni.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira