Valskonur og Blikar höfðu heppnina með sér Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2022 11:23 Breiðablik og Valur leika bæði í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Ísland á tvo fulltrúa þar sem Besta deildin er í hópi 16 bestu deilda Evrópu á styrkleikalista UEFA. vísir/diego Íslandsmeistarar Vals og silfurlið Breiðabliks leika bæði í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna. Þar leika einnig nokkur Íslendingalið. Nú er verið að draga í riðla. Í fyrri hluta undankeppninnar er leikið í fjögurra liða mótum þar sem leiknir eru stakir undanúrslitaleikir og svo úrslitaleikur á milli sigurliðanna um eitt laust sæti á seinna stigi undankeppninnar. Mótin fara fram 18.-21. ágúst og það skýrist síðar hvar hvert mót verður haldið. Blikakonur eiga strembið verkefni fyrir höndum en voru þó nokkuð heppnar með drátt. Þær drógust gegn norska liðinu Rosenborg, með Blikann Selmu Sól Magnúsdóttur innanborðs, í undanúrslitum. Sigurliðið mætir svo FC Minsk frá Hvíta-Rússlandi eða Slovácko frá Tékklandi í úrslitum. Blikar hefðu þó getað dregist í mót með til að mynda Manchester City eða Real Madrid. Það að Blikar séu í móti með hvít-rússnesku liði ætti sömuleiðis að hjálpa liðinu að fá að spila sitt mót á heimavelli. „Deildarleið“ undankeppninnar. Breiðablik er í móti númer tvö og þarf að vinna leik sinn við Rosenborg til að komast í úrslitaleik við Minsk eða Slovácko.UEFA Valur slapp við nýja liðið hennar Söru Valskonur höfðu einnig heppnina með sér. Þær drógust gegn Hayasa frá Armeníu í undanúrslitum og mæta svo sigurliðinu úr leik Pomurje frá Slóveníu og Shelbourne frá Írlandi. Valur hefði til að mynda getað lent í móti með Ítalíumeisturum Juventus, nýja liðinu hennar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Juventus mætir hins vegar Racing FC Union frá Lúxemborg í sínu móti og svo Flora Tallin eða Qiryat Gat frá Ísrael í úrslitaleik. „Meistaraleið“ undankeppninnar. Dregið var í fjögurra liða mót en í tveimur mótanna eru aðeins þrjú lið.UEFA Frankfurt eða Kristianstad áfram Brann, sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir leika með, mætir ALG Spor frá Tyrklandi í undanúrslitum og svo Spartak Subotica frá Serbíu í úrslitum komist liðið þangað, eins og búast má við. Frankfurt, lið Alexöndru Jóhannsdóttur, og Íslendingaliðið Kristianstad frá Svíþjóð eru saman í móti. Kristianstad leikur gegn Ajax en Frankfurt gegn Fortuna Hjörring í undanúrslitunum. Þá drógust Manchester City og Real Madrid í sama mót og ljóst að aðeins annað þessara liða mun komast áfram á seinna stig undankeppninnar. Fyrir síðustu leiktíð var fyrirkomulagi Meistaradeildar kvenna breytt og hefst aðalkeppnin núna á riðlakeppni um haustið, þar sem leikið er í fjórum fjögurra liða riðlum. Breiðablik komst í gegnum bæði stig undankeppninnar fyrir ári síðan og lék í riðlakeppninni. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Estevao hangir ekki í símanum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjá meira
Í fyrri hluta undankeppninnar er leikið í fjögurra liða mótum þar sem leiknir eru stakir undanúrslitaleikir og svo úrslitaleikur á milli sigurliðanna um eitt laust sæti á seinna stigi undankeppninnar. Mótin fara fram 18.-21. ágúst og það skýrist síðar hvar hvert mót verður haldið. Blikakonur eiga strembið verkefni fyrir höndum en voru þó nokkuð heppnar með drátt. Þær drógust gegn norska liðinu Rosenborg, með Blikann Selmu Sól Magnúsdóttur innanborðs, í undanúrslitum. Sigurliðið mætir svo FC Minsk frá Hvíta-Rússlandi eða Slovácko frá Tékklandi í úrslitum. Blikar hefðu þó getað dregist í mót með til að mynda Manchester City eða Real Madrid. Það að Blikar séu í móti með hvít-rússnesku liði ætti sömuleiðis að hjálpa liðinu að fá að spila sitt mót á heimavelli. „Deildarleið“ undankeppninnar. Breiðablik er í móti númer tvö og þarf að vinna leik sinn við Rosenborg til að komast í úrslitaleik við Minsk eða Slovácko.UEFA Valur slapp við nýja liðið hennar Söru Valskonur höfðu einnig heppnina með sér. Þær drógust gegn Hayasa frá Armeníu í undanúrslitum og mæta svo sigurliðinu úr leik Pomurje frá Slóveníu og Shelbourne frá Írlandi. Valur hefði til að mynda getað lent í móti með Ítalíumeisturum Juventus, nýja liðinu hennar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Juventus mætir hins vegar Racing FC Union frá Lúxemborg í sínu móti og svo Flora Tallin eða Qiryat Gat frá Ísrael í úrslitaleik. „Meistaraleið“ undankeppninnar. Dregið var í fjögurra liða mót en í tveimur mótanna eru aðeins þrjú lið.UEFA Frankfurt eða Kristianstad áfram Brann, sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir leika með, mætir ALG Spor frá Tyrklandi í undanúrslitum og svo Spartak Subotica frá Serbíu í úrslitum komist liðið þangað, eins og búast má við. Frankfurt, lið Alexöndru Jóhannsdóttur, og Íslendingaliðið Kristianstad frá Svíþjóð eru saman í móti. Kristianstad leikur gegn Ajax en Frankfurt gegn Fortuna Hjörring í undanúrslitunum. Þá drógust Manchester City og Real Madrid í sama mót og ljóst að aðeins annað þessara liða mun komast áfram á seinna stig undankeppninnar. Fyrir síðustu leiktíð var fyrirkomulagi Meistaradeildar kvenna breytt og hefst aðalkeppnin núna á riðlakeppni um haustið, þar sem leikið er í fjórum fjögurra liða riðlum. Breiðablik komst í gegnum bæði stig undankeppninnar fyrir ári síðan og lék í riðlakeppninni.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Estevao hangir ekki í símanum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjá meira