Viðsnúningurinn mikil afturför í mannréttindum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 24. júní 2022 21:30 Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Fyrr í dag sneri Hæstiréttur Bandaríkjanna við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir viðsnúning Hæstaréttar mikla afturför í mannréttindum. Niðurstaða Hæstaréttarins um að leyfa lögum í Mississippi sem banna þungunarrof eftir fimmtándu viku meðgöngu að standa gengur gegn áratugagömlu fordæmi sem var sett í máli Roe gegn Wade frá 1973. Á grundvelli þess og síðari hæstaréttardóma hafa konur verið taldar eiga rétt til þungunarrofs í Bandaríkjunum. Fyrr í dag ávarpaði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna þjóð sína og sagði Hæstarétt vera að færa bandarísku þjóðina aftur um 150 ár. Aðspurð hvort viðsnúningurinn sé arfleifð forsetatíðar Donald Trump segir Silja Bára svo vera. „Já auðvitað hefði þessi dómstóll ekki verið svona skipaður nema vegna þess að Trump var kosinn og þetta var kosningamál hjá honum og hjá Repúblikanaflokknum með fyrirheiti um það að þessu dómafordæmi yrði hnekkt.“ Hún segir að verði dómstólnum ekki breytt á einhvern hátt, eða margir hætti á meðan demókratar séu við völd, séu atburðir dagsins fyrirheit um það sem koma skal. Þá sérstaklega hvað varðar samfélagslega mikilvæg málefni. „Það sem Repúblikanar hafa gert frekar en Demókratar hingað til er að setja þessi mál sem að má kannski að einhverju leyti kalla mórölsk álitamál, eða siðferðisleg álitamál á dagskrá og virkja þannig sína kjósendur með því að höfða til þess að þeir vilji vernda, þá ófædd börn í þessu tilviki.“ Silja Bára skrifaði sjálf bók um þungunarrof og segir hún eina af ástæðunum fyrir því að hún hafi skrifað bókina vera að hún hafi séð hvað væri að gerast. Hún segist hafa talið mikilvægt að Ísland hefði frjálslyndari löggjöf sem að verndaði réttinn sem tryggði að manneskjan sem þyrfti á þessari ákveðnu heilbrigðisþjónustu að halda gæti tekið ákvörðunina sjálf. Hún segir tilhneiginguna til þess að þrengja að réttindum kvenna til þess að taka ákvarðanir um eigin líkama mjög áberandi. „Ég tel þetta vera mikla afturför í mannréttindum og geta haft mun víðtækari áhrif en þau sem við getum rætt á svona stuttum tíma,“ segir Silja að lokum. Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Mannréttindi Tengdar fréttir Tímamótadómi ýmist lýst sem „sigri lífsins“ eða „grimmilegum“ Viðbrögð eftir tímamótadóm Hæstaréttar Bandaríkjanna um að konur hafi ekki rétt til þungunarrofs hafa streymt inn í dag. Fyrrverandi varaforseti segir dóminn „sigur lífsins“ en einn leiðtoga demókrata segir hann „grimmilegan“. 24. júní 2022 15:47 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Niðurstaða Hæstaréttarins um að leyfa lögum í Mississippi sem banna þungunarrof eftir fimmtándu viku meðgöngu að standa gengur gegn áratugagömlu fordæmi sem var sett í máli Roe gegn Wade frá 1973. Á grundvelli þess og síðari hæstaréttardóma hafa konur verið taldar eiga rétt til þungunarrofs í Bandaríkjunum. Fyrr í dag ávarpaði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna þjóð sína og sagði Hæstarétt vera að færa bandarísku þjóðina aftur um 150 ár. Aðspurð hvort viðsnúningurinn sé arfleifð forsetatíðar Donald Trump segir Silja Bára svo vera. „Já auðvitað hefði þessi dómstóll ekki verið svona skipaður nema vegna þess að Trump var kosinn og þetta var kosningamál hjá honum og hjá Repúblikanaflokknum með fyrirheiti um það að þessu dómafordæmi yrði hnekkt.“ Hún segir að verði dómstólnum ekki breytt á einhvern hátt, eða margir hætti á meðan demókratar séu við völd, séu atburðir dagsins fyrirheit um það sem koma skal. Þá sérstaklega hvað varðar samfélagslega mikilvæg málefni. „Það sem Repúblikanar hafa gert frekar en Demókratar hingað til er að setja þessi mál sem að má kannski að einhverju leyti kalla mórölsk álitamál, eða siðferðisleg álitamál á dagskrá og virkja þannig sína kjósendur með því að höfða til þess að þeir vilji vernda, þá ófædd börn í þessu tilviki.“ Silja Bára skrifaði sjálf bók um þungunarrof og segir hún eina af ástæðunum fyrir því að hún hafi skrifað bókina vera að hún hafi séð hvað væri að gerast. Hún segist hafa talið mikilvægt að Ísland hefði frjálslyndari löggjöf sem að verndaði réttinn sem tryggði að manneskjan sem þyrfti á þessari ákveðnu heilbrigðisþjónustu að halda gæti tekið ákvörðunina sjálf. Hún segir tilhneiginguna til þess að þrengja að réttindum kvenna til þess að taka ákvarðanir um eigin líkama mjög áberandi. „Ég tel þetta vera mikla afturför í mannréttindum og geta haft mun víðtækari áhrif en þau sem við getum rætt á svona stuttum tíma,“ segir Silja að lokum.
Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Mannréttindi Tengdar fréttir Tímamótadómi ýmist lýst sem „sigri lífsins“ eða „grimmilegum“ Viðbrögð eftir tímamótadóm Hæstaréttar Bandaríkjanna um að konur hafi ekki rétt til þungunarrofs hafa streymt inn í dag. Fyrrverandi varaforseti segir dóminn „sigur lífsins“ en einn leiðtoga demókrata segir hann „grimmilegan“. 24. júní 2022 15:47 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Tímamótadómi ýmist lýst sem „sigri lífsins“ eða „grimmilegum“ Viðbrögð eftir tímamótadóm Hæstaréttar Bandaríkjanna um að konur hafi ekki rétt til þungunarrofs hafa streymt inn í dag. Fyrrverandi varaforseti segir dóminn „sigur lífsins“ en einn leiðtoga demókrata segir hann „grimmilegan“. 24. júní 2022 15:47