Sara er spennt fyrir uppbyggingunni hjá Juve: „Eitthvað sem ég vildi klárlega taka þátt í“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. júní 2022 20:30 Sara Björk Gunnarsdóttir skrifaði undir tveggja ára samning við ítalska stórliðið Juventus í dag. Filippo Alfero - Juventus FC/Juventus FC via Getty Images Landsliðskonana Sara Björk Gunnarsdóttir samdi í morgun við ítalska stórliðið Juventus til tveggja ára. Sara kemur til liðsins á frjálsri sölu frá franska félaginu Lyon þar sem hún vann Meistaradeildina í tvígang. Fjölmörg stórlið í Evrópu höfðu áhuga á því að semja við Söru, en hún ákvað að velja Juventus. „Það kom alveg eitthvað annað til greina, en á endanum fannst mér þetta passa mér best - mér og okkar fjölskyldu,“ sagði Sara Björk í stuttu spjalli við Stöð 2 í dag. „Það eru náttúrulega aðrir hlutir sem maður þarf að hugsa út í. Maður er ekki einn lengur og Juve hentaði bara best. Enda er þetta líka bara stór klúbbur og það er búin að vera mikil þróun í ítölsku deildinni kvennamegin - þetta er spennandi. Við erum búnar að spila við Juve núna í Meistaradeildinni mjög oft og í síðasta leik fann ég fyrir því að þær eru komnar ótrúlega langt og eru bara á uppleið. Það var bara eitthvað sem ég vildi klárlega taka þátt í.“ „Þetta er allt ótrúlega spennandi. Ég er búin að vera að skoða aðstæður og þetta er allt í toppstandi. Allt til fyrirmyndar þannig að hérna er allt til alls. Það er líka spennandi að búa í Torino. Alveg geggjuð borg. Við vorum hérna þegar ég var að spila í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni og ég held að mér og okkur eigi eftir að líða ótrúlega vel hérna.“ Evrópumeistaramótið er handan við hornið hjá Söru og íslenska landsliðinu og hún er ánægð að hafa getað klárað þessi mál fyrir mót. „Ég fékk leyfi frá Steina [Þorsteinn Halldórsson] til að skjótast í einn og hálfan dag og klára mín mál. Svo get ég bara einbeitt mér að EM og landsliðinu.“ Klippa: Sara Björk gengur til liðs við Juventus Fótbolti Ítalski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Af hverju er Sara númer 77? Sara Björk Gunnarsdóttir hefur nýtt ævintýri á Ítalíu eftir Evrópumótið í júlí þegar hún byrjar að æfa og svo spila með fimmföldum meisturum Juventus. Það mun hún gera í treyju númer 77. 24. júní 2022 13:30 „Spurning hvort maður eigi einhverjar vinkonur þarna eftir EM“ „Mér fannst þetta alltaf vera ótrúlega áhugavert,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, sem í morgun var kynnt sem nýjasti leikmaður fimmfaldra Ítalíumeistara Juventus. 24. júní 2022 10:31 Sara semur við Juventus Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, hefur samið við Ítalíumeistara Juventus. 24. júní 2022 09:16 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Sjá meira
Sara kemur til liðsins á frjálsri sölu frá franska félaginu Lyon þar sem hún vann Meistaradeildina í tvígang. Fjölmörg stórlið í Evrópu höfðu áhuga á því að semja við Söru, en hún ákvað að velja Juventus. „Það kom alveg eitthvað annað til greina, en á endanum fannst mér þetta passa mér best - mér og okkar fjölskyldu,“ sagði Sara Björk í stuttu spjalli við Stöð 2 í dag. „Það eru náttúrulega aðrir hlutir sem maður þarf að hugsa út í. Maður er ekki einn lengur og Juve hentaði bara best. Enda er þetta líka bara stór klúbbur og það er búin að vera mikil þróun í ítölsku deildinni kvennamegin - þetta er spennandi. Við erum búnar að spila við Juve núna í Meistaradeildinni mjög oft og í síðasta leik fann ég fyrir því að þær eru komnar ótrúlega langt og eru bara á uppleið. Það var bara eitthvað sem ég vildi klárlega taka þátt í.“ „Þetta er allt ótrúlega spennandi. Ég er búin að vera að skoða aðstæður og þetta er allt í toppstandi. Allt til fyrirmyndar þannig að hérna er allt til alls. Það er líka spennandi að búa í Torino. Alveg geggjuð borg. Við vorum hérna þegar ég var að spila í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni og ég held að mér og okkur eigi eftir að líða ótrúlega vel hérna.“ Evrópumeistaramótið er handan við hornið hjá Söru og íslenska landsliðinu og hún er ánægð að hafa getað klárað þessi mál fyrir mót. „Ég fékk leyfi frá Steina [Þorsteinn Halldórsson] til að skjótast í einn og hálfan dag og klára mín mál. Svo get ég bara einbeitt mér að EM og landsliðinu.“ Klippa: Sara Björk gengur til liðs við Juventus
Fótbolti Ítalski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Af hverju er Sara númer 77? Sara Björk Gunnarsdóttir hefur nýtt ævintýri á Ítalíu eftir Evrópumótið í júlí þegar hún byrjar að æfa og svo spila með fimmföldum meisturum Juventus. Það mun hún gera í treyju númer 77. 24. júní 2022 13:30 „Spurning hvort maður eigi einhverjar vinkonur þarna eftir EM“ „Mér fannst þetta alltaf vera ótrúlega áhugavert,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, sem í morgun var kynnt sem nýjasti leikmaður fimmfaldra Ítalíumeistara Juventus. 24. júní 2022 10:31 Sara semur við Juventus Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, hefur samið við Ítalíumeistara Juventus. 24. júní 2022 09:16 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Sjá meira
Af hverju er Sara númer 77? Sara Björk Gunnarsdóttir hefur nýtt ævintýri á Ítalíu eftir Evrópumótið í júlí þegar hún byrjar að æfa og svo spila með fimmföldum meisturum Juventus. Það mun hún gera í treyju númer 77. 24. júní 2022 13:30
„Spurning hvort maður eigi einhverjar vinkonur þarna eftir EM“ „Mér fannst þetta alltaf vera ótrúlega áhugavert,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, sem í morgun var kynnt sem nýjasti leikmaður fimmfaldra Ítalíumeistara Juventus. 24. júní 2022 10:31
Sara semur við Juventus Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, hefur samið við Ítalíumeistara Juventus. 24. júní 2022 09:16