Hvetja Íslendinga í Osló til að láta vita af sér Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2022 11:43 Fólk faðmast við lögregluborða í kringum vettvang skotárásarinnar í miðborg Oslóar í morgun. Vísir/EPA Íslenska sendiráðið í Osló hvatti Íslendinga í borginni til að láta aðstandendur sína vita af sér í morgun. Tveir voru skotnir til bana í mögulegri hryðjuverkaárás í skemmtanahverfi Oslóar í nótt. Karlmaður á fimmtugsaldri er í haldi lögreglu eftir að hann hóf skothríð fyrir utan bar sem er vinsæll á meðal hinsegin fólks á öðrum tímanum að staðartíma í nótt. Tveir eru látnir og tíu særðir. Gleðigöngu sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar að ráðleggingum lögreglu. Í Facebook-færslu í morgun sagðist íslenska sendiráðið í Osló fylgjast vel með framvindu mála án þess þó að vísa sérstaklega til skotárásarinnar. Hvatti það Íslendinga í borginni til að láta aðstandendur sína vita af sér eða hafa samband við neyðarnúmer borgaraþjónust utanríkisráðuneytisins. Þá hvatti sendiráðið Íslendinga til þess að virða lokanir og tilmæli yfirvalda í Osló og fylgjast með staðbundnum fjölmiðlum. Benti það á að mikið álag væri á símkerfi borgarinnar og því væri best að nota samfélagsmiðla til þess að láta vita af sér. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, sagði hug sinn hjá fórnarlömbum árásarinnar og fólki í Osló eftir tíðindi næturinnar. Sendi hann innilegar samúðarkveðjur til Raymonds Johansen, borgarstjóra Oslóar, í tísti í morgun. „Stöndum saman gegn hatri,“ tísti borgarstjóri. Skelfilegar fréttir frá Osló. Tveir látnir og fjöldi slasaðra i grimmdarlegri skotàràs kvöldið fyrir Oslo Pride. Hugurinn er hjá fórnarlömbum og öllum í Osló. Innilegar samúðarkveðjur til borgarbúa allra og @RaymondJohansen borgarstjóra frá Reykjavík. Stöndum saman gegn hatri.— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) June 25, 2022 Í sama streng tók Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata. „Hugur minn er í dag hjá íbúum Osló og hinsegin samfélaginu þar. Stöndum saman gegn bakslaginu. Hatrið mun ekki sigra,“ tísti hún. Hugur minn er í dag hjá íbúum Osló og hinsegin samfélaginu þar. Stöndum saman gegn bakslaginu. Hatrið mun ekki sigra. My heart goes out to the people of Oslo and the queer community. We must stand together against this backlash. Hatred will not win. #Oslo #OsloPride— Alexandra Briem (@OfurAlex) June 25, 2022 Skotárás við London Pub í Osló Noregur Hinsegin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Árásarmaðurinn áður komist í kast við lögin Karlmaður á fimmtugsaldri sem er sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk með skotárás í miðborg Oslóar í nótt hefur ítrekað komist í kast við lögin. Tilgáta lögreglu er að hann hafi verið knúinn áfram af hatri. 25. júní 2022 10:16 Rannsaka skotárásina í Osló sem mögulegt hryðjuverk Norska lögreglan segist rannsaka hvort að mannskæð skotárás við skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Oslóar í nótt hafi verið hryðjuverkaárás. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar. 25. júní 2022 07:50 Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin. 25. júní 2022 03:28 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri er í haldi lögreglu eftir að hann hóf skothríð fyrir utan bar sem er vinsæll á meðal hinsegin fólks á öðrum tímanum að staðartíma í nótt. Tveir eru látnir og tíu særðir. Gleðigöngu sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar að ráðleggingum lögreglu. Í Facebook-færslu í morgun sagðist íslenska sendiráðið í Osló fylgjast vel með framvindu mála án þess þó að vísa sérstaklega til skotárásarinnar. Hvatti það Íslendinga í borginni til að láta aðstandendur sína vita af sér eða hafa samband við neyðarnúmer borgaraþjónust utanríkisráðuneytisins. Þá hvatti sendiráðið Íslendinga til þess að virða lokanir og tilmæli yfirvalda í Osló og fylgjast með staðbundnum fjölmiðlum. Benti það á að mikið álag væri á símkerfi borgarinnar og því væri best að nota samfélagsmiðla til þess að láta vita af sér. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, sagði hug sinn hjá fórnarlömbum árásarinnar og fólki í Osló eftir tíðindi næturinnar. Sendi hann innilegar samúðarkveðjur til Raymonds Johansen, borgarstjóra Oslóar, í tísti í morgun. „Stöndum saman gegn hatri,“ tísti borgarstjóri. Skelfilegar fréttir frá Osló. Tveir látnir og fjöldi slasaðra i grimmdarlegri skotàràs kvöldið fyrir Oslo Pride. Hugurinn er hjá fórnarlömbum og öllum í Osló. Innilegar samúðarkveðjur til borgarbúa allra og @RaymondJohansen borgarstjóra frá Reykjavík. Stöndum saman gegn hatri.— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) June 25, 2022 Í sama streng tók Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata. „Hugur minn er í dag hjá íbúum Osló og hinsegin samfélaginu þar. Stöndum saman gegn bakslaginu. Hatrið mun ekki sigra,“ tísti hún. Hugur minn er í dag hjá íbúum Osló og hinsegin samfélaginu þar. Stöndum saman gegn bakslaginu. Hatrið mun ekki sigra. My heart goes out to the people of Oslo and the queer community. We must stand together against this backlash. Hatred will not win. #Oslo #OsloPride— Alexandra Briem (@OfurAlex) June 25, 2022
Skotárás við London Pub í Osló Noregur Hinsegin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Árásarmaðurinn áður komist í kast við lögin Karlmaður á fimmtugsaldri sem er sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk með skotárás í miðborg Oslóar í nótt hefur ítrekað komist í kast við lögin. Tilgáta lögreglu er að hann hafi verið knúinn áfram af hatri. 25. júní 2022 10:16 Rannsaka skotárásina í Osló sem mögulegt hryðjuverk Norska lögreglan segist rannsaka hvort að mannskæð skotárás við skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Oslóar í nótt hafi verið hryðjuverkaárás. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar. 25. júní 2022 07:50 Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin. 25. júní 2022 03:28 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Sjá meira
Árásarmaðurinn áður komist í kast við lögin Karlmaður á fimmtugsaldri sem er sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk með skotárás í miðborg Oslóar í nótt hefur ítrekað komist í kast við lögin. Tilgáta lögreglu er að hann hafi verið knúinn áfram af hatri. 25. júní 2022 10:16
Rannsaka skotárásina í Osló sem mögulegt hryðjuverk Norska lögreglan segist rannsaka hvort að mannskæð skotárás við skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Oslóar í nótt hafi verið hryðjuverkaárás. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar. 25. júní 2022 07:50
Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin. 25. júní 2022 03:28