Hefur tvisvar troðið upp á staðnum þar sem árásin var framin: „Ég gæti verið dáinn núna“ Árni Sæberg skrifar 25. júní 2022 15:36 Páll Óskar Hjálmtýsson hefur tvisvar troðið upp á London Pub, þar sem tvennt var myrt í nótt. Vísir/Vilhelm Páll Óskar Hjálmtýsson hefur tvisvar troðið upp á skemmtistaðnum í Osló þar sem tvennt var myrt í skotárás í nótt. „Þetta hefði auðveldlega getað verið ég. Ég gæti verið dáinn núna,“ segir hann. Páll Óskar segir í tilfinningaþrunginni færslu á Facebook að hann skylji vel að skipuleggjendur gleðigöngunnar í Osló hafi ákveðið að fresta henni en hún átti að vera í dag. Verið er að rannsaka hvort árásamaðurinn hafi verið í vitorði með fleirum. Sem stendur virðist fátt benda til þess. „En þar sem það er engu líkara en að hér sé ein brotin sál að verki, þá myndi ég persónulega alls ekki fresta göngunni. Nú er einmitt rík ástæða til að fara í tilfinningaþrungna og kraftmikla göngu. Ég vona að þau fresti um viku, í mesta lagi, og kýli svo á það,“ segir Páll Óskar. Á ævilangri vakt gegn hatri og fáfræði „Það eina sem maður lærir af þessum ógeðslegu fréttum vikunnar, hinsegin fólk drepið í Noregi - og skertur réttur kvenna til þungunarrofs í Bandaríkunum - er að þessi barátta milli haturs og kærleika verður ALDREI BÚIN. ALDREI BÚIN. ALDREI,“ segir Páll Óskar. Þá segir hann að baráttan gegn hatri og fáfræði geti verið lýjandi en hann hafi ekkert val, hann þurfi að vara á ævilangri vakt í baráttunni. „Ef ég þarf að syngja „ÚT MEÐ HATRIÐ - INN MEÐ ÁSTINA“ þar til ég verð 83 ára gömul drottning í Gleðigöngunni árið 2053, þá réttu mér míkrafón,“ segir hann. Mikilvægt að rugla ekki saman brotnum sálum og öllum innflytjendum Maðurinn sem framdi skotárásina í nótt er sagður norskur ríkisborgari en að hann hafi komið sem flóttamaður til Noregs frá kúrdíska hluta Írans þegar hann var barn að aldri. Páll Óskar minnir á að mikilvægt sé að rugla ekki saman brotnum sálum, öfgahægra liði, fasistum og „trúarnötturum“ við alla innflytjendur og flóttamenn. „Það er einfaldlega rangt og galið og mun bara kynda undir frekari spennu og átök. Brotið fólk finnst meðal okkar allra. Spurðu þig frekar hvernig þú getur sýnt brotnu fólki kærleika í verki,“ segir hann. Noregur Hinsegin Skotárás við London Pub í Osló Gleðigangan Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Páll Óskar segir í tilfinningaþrunginni færslu á Facebook að hann skylji vel að skipuleggjendur gleðigöngunnar í Osló hafi ákveðið að fresta henni en hún átti að vera í dag. Verið er að rannsaka hvort árásamaðurinn hafi verið í vitorði með fleirum. Sem stendur virðist fátt benda til þess. „En þar sem það er engu líkara en að hér sé ein brotin sál að verki, þá myndi ég persónulega alls ekki fresta göngunni. Nú er einmitt rík ástæða til að fara í tilfinningaþrungna og kraftmikla göngu. Ég vona að þau fresti um viku, í mesta lagi, og kýli svo á það,“ segir Páll Óskar. Á ævilangri vakt gegn hatri og fáfræði „Það eina sem maður lærir af þessum ógeðslegu fréttum vikunnar, hinsegin fólk drepið í Noregi - og skertur réttur kvenna til þungunarrofs í Bandaríkunum - er að þessi barátta milli haturs og kærleika verður ALDREI BÚIN. ALDREI BÚIN. ALDREI,“ segir Páll Óskar. Þá segir hann að baráttan gegn hatri og fáfræði geti verið lýjandi en hann hafi ekkert val, hann þurfi að vara á ævilangri vakt í baráttunni. „Ef ég þarf að syngja „ÚT MEÐ HATRIÐ - INN MEÐ ÁSTINA“ þar til ég verð 83 ára gömul drottning í Gleðigöngunni árið 2053, þá réttu mér míkrafón,“ segir hann. Mikilvægt að rugla ekki saman brotnum sálum og öllum innflytjendum Maðurinn sem framdi skotárásina í nótt er sagður norskur ríkisborgari en að hann hafi komið sem flóttamaður til Noregs frá kúrdíska hluta Írans þegar hann var barn að aldri. Páll Óskar minnir á að mikilvægt sé að rugla ekki saman brotnum sálum, öfgahægra liði, fasistum og „trúarnötturum“ við alla innflytjendur og flóttamenn. „Það er einfaldlega rangt og galið og mun bara kynda undir frekari spennu og átök. Brotið fólk finnst meðal okkar allra. Spurðu þig frekar hvernig þú getur sýnt brotnu fólki kærleika í verki,“ segir hann.
Noregur Hinsegin Skotárás við London Pub í Osló Gleðigangan Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent