Fíllinn Happy telst ekki gæddur mannlegum eiginleikum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. júní 2022 14:31 Fílarnir í dýragarðinum í Bronx áður en þeir voru aðskildir. Wikimedia Commons Hinn fimmtugi fíll Happy þarf áfram að dvelja í dýragarðinum í Bronx í New York eftir að æðsti dómstóll borgarinnar hafnaði kröfu dýravernarsamtaka um að honum yrði sleppt á þeim forsendum að Happy deildi vitrænum eiginleikum með mannfólkinu, eins og það var orðað í kröfugerðinnni. Dómararnir voru ekki einróma í afstöðu sinni, 5 stóðu að meirihlutaálitinu, en 2 vildu fallast á rök dýraverndunarsamtakanna Nonhuman Rights Project. Hættulegt fordæmi Þau telja að Happy, sem er orðinn 51 árs, sé haldið föngnum ólöglega. Forseti dómsins, Janet DiFiore, segir að ekki leiki vafi á því að fílar séu gáfaðar skepnur, sem eigi skilið vernd og ástúð. Hins vegar eigi þeir ekki rétt á því að vera sleppt úr haldi á þeim forsendum að þeir séu gæddir mannlegum eiginleikum. Þá benti dómarinn á að ef fallist yrði á kröfur samtakanna þá væri gefið fordæmi sem ekki væri hægt að sjá fyrir endann á. Hugsanlega yrði að sleppa þúsundum gæludýra lausum sem og húsdýrum sem notuð væru í landbúnaði eða þjónustustörfum. Til að mynda þyrfti hugsanlega að sleppa lausum öllum þeim hestum sem notaðir eru til að aka ferðamönnum um Central Park garðinn í New York og þar með yrði stór hópur kerrustjóra atvinnulaus. Áralöng barátta Barátta dýraverndarsamtakanna hefur nú staðið í 4 ár, en þau töpuðu málinu á tveimur lægri dómstigum. Þau vilja að Happy verði búið heimili í öðru af tveimur athvörfum fyrir þykkskinnunga sem finnast í Bandaríkjunum. Happy hafi í 40 ár þurft að gera sér að góðu þröngar vistarverur dýragarðsins, í þokkabót aðskilinn frá öðrum fílum garðsins. Hann sé því í raun fangi í dýragarðinum. Annar dómaranna sem skilaði minnihlutaáliti sagði í greinargerð sinni að það sem ylli honum mestu áhyggjum væri að með því að neita dýrum um ákveðin grundvallarréttindi þá væri um leið verið að svipta manninn hæfileikanum og getunni til að sýna öðrum lifandi verum skilning, samúð og ástúð. Dýr Bandaríkin Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Dómararnir voru ekki einróma í afstöðu sinni, 5 stóðu að meirihlutaálitinu, en 2 vildu fallast á rök dýraverndunarsamtakanna Nonhuman Rights Project. Hættulegt fordæmi Þau telja að Happy, sem er orðinn 51 árs, sé haldið föngnum ólöglega. Forseti dómsins, Janet DiFiore, segir að ekki leiki vafi á því að fílar séu gáfaðar skepnur, sem eigi skilið vernd og ástúð. Hins vegar eigi þeir ekki rétt á því að vera sleppt úr haldi á þeim forsendum að þeir séu gæddir mannlegum eiginleikum. Þá benti dómarinn á að ef fallist yrði á kröfur samtakanna þá væri gefið fordæmi sem ekki væri hægt að sjá fyrir endann á. Hugsanlega yrði að sleppa þúsundum gæludýra lausum sem og húsdýrum sem notuð væru í landbúnaði eða þjónustustörfum. Til að mynda þyrfti hugsanlega að sleppa lausum öllum þeim hestum sem notaðir eru til að aka ferðamönnum um Central Park garðinn í New York og þar með yrði stór hópur kerrustjóra atvinnulaus. Áralöng barátta Barátta dýraverndarsamtakanna hefur nú staðið í 4 ár, en þau töpuðu málinu á tveimur lægri dómstigum. Þau vilja að Happy verði búið heimili í öðru af tveimur athvörfum fyrir þykkskinnunga sem finnast í Bandaríkjunum. Happy hafi í 40 ár þurft að gera sér að góðu þröngar vistarverur dýragarðsins, í þokkabót aðskilinn frá öðrum fílum garðsins. Hann sé því í raun fangi í dýragarðinum. Annar dómaranna sem skilaði minnihlutaáliti sagði í greinargerð sinni að það sem ylli honum mestu áhyggjum væri að með því að neita dýrum um ákveðin grundvallarréttindi þá væri um leið verið að svipta manninn hæfileikanum og getunni til að sýna öðrum lifandi verum skilning, samúð og ástúð.
Dýr Bandaríkin Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira