Segir þjálfarateymi Real ætlast til að leikmenn spili þó þeir séu meiddir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. júní 2022 13:46 Kosovare Asllani virðist fegin að vera laus frá Real Madríd. Eric Verhoeven/Getty Images Sænski framherjinn Kosovare Asllani segir umhverfi kvennaliðs Real Madríd óheilbrigt og hættulegt. Þjálfarateymið hlusti ekki á sjúkraþjálfara né lækna félagsins og ætlist til að leikmenn spili þó meiddir séu. Hin 32 ára gamla Asllani er hluti af leikmannahóp Svíþjóðar sem fer á Evrópumótið sem hefst í byrjun júlí. Hún hefur leikið með Real síðan árið 2019 en hún var fyrsta stórstjarnan sem samdi félagið. Skoraði Asllani tvö mörk er Real Madríd lagði Breiðablik í aftakaveðri á Kópavogsvelli í desember síðastliðinum. Úr leik liðanna á Kópavogsvelli.Vísir/Vilhelm Hún er nú á förum frá félaginu og opnaði sig varðandi umhverfi félagsins á blaðamannafundi sænska landsliðsins nýverið. „Ég tel vera menningu félagsins vera óheilbrigða fyrir leikmenn þess. Ég hef næstum verið neytt til að spila þrátt fyrir að vera meidd. Þjálfarar liðsins hlusta ekki á læknateymið. Umhverfið er orðið mjög óheilbrigt og hættulegt,“ sagði Asllani um stöðuna hjá Real en hún hefur einnig spilað með París Saint-Germain og Manchester City á ferli sínum. „Ég hef gert mikið fyrir félagið og ég hef séð hversu illa það hefur komið fram við leikmenn á undanförnum árum. Ég tel það vera mikilvægt fyrir mig að tjá mig þar sem enginn annar hefur stigið fram. Ég hef reynt að koma á breytingum en það er ekki hlustað á leikmenn né læknateymið.“ „Það er engin tilviljun að ég var alltaf að meiðast aftur og aftur þar sem það er þrýst á mann að spila þó maður sé meiddur. Þetta er ekki heilbrigt umhverfi, ég elska félagið en tel það vera í röngum höndum eins og staðan er í dag,“ bætti Asllani við. Precamp day 1 #WEURO2022 pic.twitter.com/fgujrB1Ks4— Kosovare Asllani (@KosovareAsllani) June 20, 2022 Í frétt ESPN um málið segir að David Aznar hafi verið rekinn í nóvember á síðasta ári þar sem hann hafði misst traust leikmanna. Þjálfunaraðferðir hans voru gagnrýndar og talið er að undirbúningstímabilið hafi leitt til mikilla meiðsla í leikmannahópi liðsins. Alberto Toril tók við stjórnartaumunum en það virðist ekki mikið hafa skánað síðan þá. „Ég hefði getað farið síðasta sumar en ákvað að gefa þessu eitt tækifæri til viðbótar. Ég hef verið stór hluti af sögu félagsins en því miður er umhverfið þar ekki heilbrigt, og það er ekki bara ég sem er þeirrar skoðunar. Ég tel umhverfið vera svona því félagið þráir að vinna og sér leikmenn bara sem leið til þess,“ sagði Asllani að endingu. Sara Björk Gunnarsdóttir var orðuð við Real Madríd áður en hún samdi við ítalska meistaraliðið Juventus. Sem betur fer ef marka má frásögn Asllani. Fótbolti Spænski boltinn EM 2022 í Englandi Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Sjá meira
Hin 32 ára gamla Asllani er hluti af leikmannahóp Svíþjóðar sem fer á Evrópumótið sem hefst í byrjun júlí. Hún hefur leikið með Real síðan árið 2019 en hún var fyrsta stórstjarnan sem samdi félagið. Skoraði Asllani tvö mörk er Real Madríd lagði Breiðablik í aftakaveðri á Kópavogsvelli í desember síðastliðinum. Úr leik liðanna á Kópavogsvelli.Vísir/Vilhelm Hún er nú á förum frá félaginu og opnaði sig varðandi umhverfi félagsins á blaðamannafundi sænska landsliðsins nýverið. „Ég tel vera menningu félagsins vera óheilbrigða fyrir leikmenn þess. Ég hef næstum verið neytt til að spila þrátt fyrir að vera meidd. Þjálfarar liðsins hlusta ekki á læknateymið. Umhverfið er orðið mjög óheilbrigt og hættulegt,“ sagði Asllani um stöðuna hjá Real en hún hefur einnig spilað með París Saint-Germain og Manchester City á ferli sínum. „Ég hef gert mikið fyrir félagið og ég hef séð hversu illa það hefur komið fram við leikmenn á undanförnum árum. Ég tel það vera mikilvægt fyrir mig að tjá mig þar sem enginn annar hefur stigið fram. Ég hef reynt að koma á breytingum en það er ekki hlustað á leikmenn né læknateymið.“ „Það er engin tilviljun að ég var alltaf að meiðast aftur og aftur þar sem það er þrýst á mann að spila þó maður sé meiddur. Þetta er ekki heilbrigt umhverfi, ég elska félagið en tel það vera í röngum höndum eins og staðan er í dag,“ bætti Asllani við. Precamp day 1 #WEURO2022 pic.twitter.com/fgujrB1Ks4— Kosovare Asllani (@KosovareAsllani) June 20, 2022 Í frétt ESPN um málið segir að David Aznar hafi verið rekinn í nóvember á síðasta ári þar sem hann hafði misst traust leikmanna. Þjálfunaraðferðir hans voru gagnrýndar og talið er að undirbúningstímabilið hafi leitt til mikilla meiðsla í leikmannahópi liðsins. Alberto Toril tók við stjórnartaumunum en það virðist ekki mikið hafa skánað síðan þá. „Ég hefði getað farið síðasta sumar en ákvað að gefa þessu eitt tækifæri til viðbótar. Ég hef verið stór hluti af sögu félagsins en því miður er umhverfið þar ekki heilbrigt, og það er ekki bara ég sem er þeirrar skoðunar. Ég tel umhverfið vera svona því félagið þráir að vinna og sér leikmenn bara sem leið til þess,“ sagði Asllani að endingu. Sara Björk Gunnarsdóttir var orðuð við Real Madríd áður en hún samdi við ítalska meistaraliðið Juventus. Sem betur fer ef marka má frásögn Asllani.
Fótbolti Spænski boltinn EM 2022 í Englandi Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Sjá meira