Ríkið leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júní 2022 18:40 Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður og Erla Bolladóttir. Vísir/Ívar Settur ríkissaksóknari leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur. Lögmaður Erlu furðar sig á umsögninni í ljósi fyrri yfirlýsinga stjórnvalda. Erla segir umsögnina áfall og lýsandi fyrir það virðingarleysi sem henni hafi verið sýnt. Endurupptökunefnd ákvað árið 2017 að mál allra sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu skyldu fara aftur fyrir dómstóla, nema mál Erlu Bolladóttur. Hún stefndi ríkinu og það var tilfinningaþrungin stund í Héraðsdómi Reykjavíkur nú í byrjun árs þegar dómurinn ógilti áðurnefndan úrskurð endurupptökunefndar. Erla fór að nýju fram á endurupptöku í mars og í síðustu viku skilaði settur ríkissaksóknari umsögn um beiðnina. „Og leggst í rauninni gegn endurupptöku. Eða byggir á því að skilyrði fyrir endurupptöku séu ekki fyrir hendi, það er að segja að hún hafi ekki sýnt fram á að þau væru fyrir hendi í málinu,“ segir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Erlu. Áttu von á því að ríkið mælti með endurupptöku Það er jafnframt mat setts ríkissaksóknara að of mikið sé gert úr sálfræðimati Gísla Guðjónssonar og Jóns Friðriks Sigurðssonar á Erlu í beiðninni. Því er alfarið hafnað að matið geti talist til nýrra upplýsinga sem leiða ættu til endurupptöku. Sigrún kveðst beinlínis undrandi á afstöðu setts ríkissaksóknara. „Þetta eru auðvitað mjög mikil vonbrigði og við áttum hreinlega von á því að ríkið myndi mæla með endurupptöku í ljósi alls þess sem á undan er gengið. Mér hefði þótt það eðlilegast, bæði í framhaldi af héraðsdómi og í framhaldi af yfirlýsingum yfirvalda um þetta atriði,“ segir Sigrún. Nú þurfi að takast á um það hvort skilyrði fyrir endurupptöku séu fyrir hendi. Allt kapp verði lagt á að fá málið tekið upp að nýju svo Erla fái réttláta málsmeðferð fyrir dómi. „En auðvitað flækir það málið að aðilar séu ekki sammála um að það sé rétt niðurstaða,“ segir Sigrún. Snýst um réttlæti Sjálf segir Erla umsögnina mikil vonbrigði. „Þetta mál er miklu stærra en ég. Þetta snýst ekki um mína persónu, mín persónulegu mál. Og því síður snýst þetta um peninga. Það hefur aldrei gert það. Þetta snýst bara um að réttlætið fái að sigra í þessu máli,“ segir Erla. „Það er svo takmarkalaust virðingarleysi sem ríkir í allri framkomu við mig. Það talar aldrei neinn við mig. Menn fá alls konar fresti, 33 mánuðir hjá endurupptökunefnd til dæmis, og ég er aldrei spurð. Það er eins og þetta komi mér ekki við nema þegar á að fara að dæma mig.“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Endurupptökunefnd ákvað árið 2017 að mál allra sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu skyldu fara aftur fyrir dómstóla, nema mál Erlu Bolladóttur. Hún stefndi ríkinu og það var tilfinningaþrungin stund í Héraðsdómi Reykjavíkur nú í byrjun árs þegar dómurinn ógilti áðurnefndan úrskurð endurupptökunefndar. Erla fór að nýju fram á endurupptöku í mars og í síðustu viku skilaði settur ríkissaksóknari umsögn um beiðnina. „Og leggst í rauninni gegn endurupptöku. Eða byggir á því að skilyrði fyrir endurupptöku séu ekki fyrir hendi, það er að segja að hún hafi ekki sýnt fram á að þau væru fyrir hendi í málinu,“ segir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Erlu. Áttu von á því að ríkið mælti með endurupptöku Það er jafnframt mat setts ríkissaksóknara að of mikið sé gert úr sálfræðimati Gísla Guðjónssonar og Jóns Friðriks Sigurðssonar á Erlu í beiðninni. Því er alfarið hafnað að matið geti talist til nýrra upplýsinga sem leiða ættu til endurupptöku. Sigrún kveðst beinlínis undrandi á afstöðu setts ríkissaksóknara. „Þetta eru auðvitað mjög mikil vonbrigði og við áttum hreinlega von á því að ríkið myndi mæla með endurupptöku í ljósi alls þess sem á undan er gengið. Mér hefði þótt það eðlilegast, bæði í framhaldi af héraðsdómi og í framhaldi af yfirlýsingum yfirvalda um þetta atriði,“ segir Sigrún. Nú þurfi að takast á um það hvort skilyrði fyrir endurupptöku séu fyrir hendi. Allt kapp verði lagt á að fá málið tekið upp að nýju svo Erla fái réttláta málsmeðferð fyrir dómi. „En auðvitað flækir það málið að aðilar séu ekki sammála um að það sé rétt niðurstaða,“ segir Sigrún. Snýst um réttlæti Sjálf segir Erla umsögnina mikil vonbrigði. „Þetta mál er miklu stærra en ég. Þetta snýst ekki um mína persónu, mín persónulegu mál. Og því síður snýst þetta um peninga. Það hefur aldrei gert það. Þetta snýst bara um að réttlætið fái að sigra í þessu máli,“ segir Erla. „Það er svo takmarkalaust virðingarleysi sem ríkir í allri framkomu við mig. Það talar aldrei neinn við mig. Menn fá alls konar fresti, 33 mánuðir hjá endurupptökunefnd til dæmis, og ég er aldrei spurð. Það er eins og þetta komi mér ekki við nema þegar á að fara að dæma mig.“
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira