Greiddu atkvæði gegn ráðningu Elliða og vildu að kjör hans yrðu skert Snorri Másson skrifar 27. júní 2022 11:58 Elliði Vignisson hefur verið bæjarstjóri Ölfuss frá 2018 og var endurráðinn nú eftir síðustu kosningar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss segir umræðu um há laun sveitarstjóra réttmæta, en að hún verði að fara fram á skynsamlegum forsendum. Minnihlutinn í Ölfusi greiddi atkvæði gegn ráðningu Elliða og hvatti til launalækkunar. Elliði var ráðinn bæjarstjóri Ölfuss árið 2018 og í sveitarstjórnarkosningunum í vor var hann opinbert bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, þótt ekki væri hann í framboði. Sjálfstæðisflokkurinn endaði í meirihluta og samþykkt var að ráða Elliða. Á bæjarráðsfundi fyrir tveimur vikum var verið að afgreiða launasamning við Elliða og þá hvatti minnihlutinn til þess að launakjörin myndu taka tillit til hækkunar vaxta og verðbólgu; og að sveitarfélagið hætti að greiða Elliða fyrir leigu á húsnæði, enda ætti hann eigin húsnæði. Sami minnihluti kaus gegn því að Elliði yrði ráðinn þegar það var gert fyrr í sumar. Ekki sýnd sama kurteisi og öllu jöfnu „Er þetta ekki bara eins og stjórnmálin virka, það verða allir að fljúga eins og þeir eru fiðraðir. Það er öllu jöfnu sú kurteisi sýnd að minnihluti annaðhvort situr hjá eða greiðir atkvæði með ráðningu bæjarstjóra. Minnihlutinn hér ákvað að greiða atkvæði gegn ráðningu á bæjarstjóra og þá með vísan í það að hann væri pólitískur,“ segir Elliði í samtali við fréttastofu. Í bókun Elliða segir: „Undirritaður bendir fulltrúa B-lista góðfúslega á að hann var ráðinn á faglegum forsendum árið 2018 úr hópi 18 umsækjenda. Starfið var þá auglýst og ráðningaskrifstofa stjórnaði ferlinu. Nú fjórum árum síðar var undirritaður yfirlýst bæjarstjóraefni. Ólíkt því sem víðast hvar gerist hefur undirritaður því bæði verið ráðinn á faglegum forsendum og um hann kosið. Það ætti að skapa aukna sátt, en kom þó ekki í veg fyrir að minnihlutinn allur greiddi atkvæði gegn ráðningu undirritaðs.“ Krónurnar sem sveitarstjórarnir kosta hvern íbúa.Sara Rut Fannarsdóttir Eins og fjallað var um á Stöð 2 fyrir helgi, er bæjarstjórinn með rúmar tvær milljónir króna í laun á mánuði. Elliði er ekki hæstlaunaði bæjarstjóri landsins, það er Ásdís Kristjánsdóttir í Kópavogi, en Elliði er samkvæmt útreikningum fréttastofu sá bæjarstjóri sem fær mest frá hverjum og einum íbúa sveitarfélagsins, ef laununum er deilt á fjöldann. „Ég held að það sé nú alveg sama hvaða starfsmann sveitarfélagsins þú tekur, ef þú deilir kostnaðinum niður á íbúafjölda færðu hærri tölu en í stærra samfélagi. Ég held að það liggi í hlutarins eðli. Þetta er vel launað starf. Það er mjög réttmæt umræða að ræða laun bæjarstjóra en það verður að gera það á vitrænni forsendum en að taka íbúatöluna og deila henni niður á starfið,“ segir Elliði. Við samning Elliða við Ölfus bætist á þessu kjörtímabili bíll til afnota, í stað beinnar greiðslu fyrir akstur vegna starfsins. Sveitarstjórnarmál Ölfus Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Elliði var ráðinn bæjarstjóri Ölfuss árið 2018 og í sveitarstjórnarkosningunum í vor var hann opinbert bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, þótt ekki væri hann í framboði. Sjálfstæðisflokkurinn endaði í meirihluta og samþykkt var að ráða Elliða. Á bæjarráðsfundi fyrir tveimur vikum var verið að afgreiða launasamning við Elliða og þá hvatti minnihlutinn til þess að launakjörin myndu taka tillit til hækkunar vaxta og verðbólgu; og að sveitarfélagið hætti að greiða Elliða fyrir leigu á húsnæði, enda ætti hann eigin húsnæði. Sami minnihluti kaus gegn því að Elliði yrði ráðinn þegar það var gert fyrr í sumar. Ekki sýnd sama kurteisi og öllu jöfnu „Er þetta ekki bara eins og stjórnmálin virka, það verða allir að fljúga eins og þeir eru fiðraðir. Það er öllu jöfnu sú kurteisi sýnd að minnihluti annaðhvort situr hjá eða greiðir atkvæði með ráðningu bæjarstjóra. Minnihlutinn hér ákvað að greiða atkvæði gegn ráðningu á bæjarstjóra og þá með vísan í það að hann væri pólitískur,“ segir Elliði í samtali við fréttastofu. Í bókun Elliða segir: „Undirritaður bendir fulltrúa B-lista góðfúslega á að hann var ráðinn á faglegum forsendum árið 2018 úr hópi 18 umsækjenda. Starfið var þá auglýst og ráðningaskrifstofa stjórnaði ferlinu. Nú fjórum árum síðar var undirritaður yfirlýst bæjarstjóraefni. Ólíkt því sem víðast hvar gerist hefur undirritaður því bæði verið ráðinn á faglegum forsendum og um hann kosið. Það ætti að skapa aukna sátt, en kom þó ekki í veg fyrir að minnihlutinn allur greiddi atkvæði gegn ráðningu undirritaðs.“ Krónurnar sem sveitarstjórarnir kosta hvern íbúa.Sara Rut Fannarsdóttir Eins og fjallað var um á Stöð 2 fyrir helgi, er bæjarstjórinn með rúmar tvær milljónir króna í laun á mánuði. Elliði er ekki hæstlaunaði bæjarstjóri landsins, það er Ásdís Kristjánsdóttir í Kópavogi, en Elliði er samkvæmt útreikningum fréttastofu sá bæjarstjóri sem fær mest frá hverjum og einum íbúa sveitarfélagsins, ef laununum er deilt á fjöldann. „Ég held að það sé nú alveg sama hvaða starfsmann sveitarfélagsins þú tekur, ef þú deilir kostnaðinum niður á íbúafjölda færðu hærri tölu en í stærra samfélagi. Ég held að það liggi í hlutarins eðli. Þetta er vel launað starf. Það er mjög réttmæt umræða að ræða laun bæjarstjóra en það verður að gera það á vitrænni forsendum en að taka íbúatöluna og deila henni niður á starfið,“ segir Elliði. Við samning Elliða við Ölfus bætist á þessu kjörtímabili bíll til afnota, í stað beinnar greiðslu fyrir akstur vegna starfsins.
Sveitarstjórnarmál Ölfus Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira