Sex sjúkrabílar biðu í röð fyrir utan Landspítala Árni Sæberg skrifar 27. júní 2022 16:57 Vernharð Guðnason, deildarstjóri á aðgerðasviði Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir það ekki stofna neinum í hættu þótt sjúkrabílar þurfi að bíða fyrir utan Landspítala með sjúklinga innanborðs. Vísir/Baldur Á dögunum kom upp sú leiðinlega staða að sjúkraflutningamenn gátu ekki skilað af sér sjúklingum þar sem ekki var pláss fyrir þá inni á Landspítala. Því þurftu þeir einfaldlega að bíða í röð fyrir utan. Að sögn Vernharðs Þorleifssonar, deildarstjóra á aðgerðasviði hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, kemur einstöku sinnum fyrir að smá biðröð myndist fyrir utan spítalann en þó sjaldan jafnlöng og sú sem sjá má í myndbandi sem Vísir hefur undir höndum. Það sýnir sex sjúkrabíla bíða fyrir utan Landspítalann við Hringbraut, alla með sjúkling aftur í. Vernharð segir að það séu um það bil tvær vikur síðan myndbandið var tekið og álíka staða hafi ekki komið upp síðan þá. Vísir greindi síðast frá því að sjúklingar þyrftu að bíða á sjúkrabörum í sjúkrabílum fyrir utan Landspítala í mars síðastliðnum. Þá var það vegna áhrifa faraldurs kórónuveirunnar. Hefur engin áhrif á alvarlega veika eða slasaða Vernharð segir að slökkviliðið og spítalinn sinni ávallt þeim sem eru alvarlega veikir eða slasaðir, án tafar. Þeir sem þurfi að bíða úti í bíl séu aðrir en þeir sem eru fluttir með forgangsflutningi. Af ríflega eitt hundrað sjúkraflutningum á dag séu einungis tuttugu til þrjátíu af þeim forgangsflutningar. Þar af séu svo langflestir forgangsflutningar ekki „akút“ í raun. „Þó við séum með sjúkraflutning þá er það ekkert himinn og jörð að farast. Það er bara þjónusta við heilbrigðiskerfið,“ segir Vernharð. Alltaf nægur mannskapur Þá segir hann að það hafi ekki alvarleg áhrif á starfsemi sjúkraflutninga þótt sex sjúkrabílar og áhafnir þeirra þurfi að bíða fyrir utan spítala í einhvern tíma. Slökkviliðið búi yfir 22 tveimur sjúkrabílum og hafi alltaf aukamannskap til taks. „En ef þetta væri viðvarandi ástand og við værum oft að lenda í þessu, þá hefði þetta áhrif á okkar getu til að sinna öðrum verkefnum,“ segir Vernharð. Að lokum segir hann að slökkviliðinu hafi tekist að manna allar vaktir síðastliðin tvö ár í heimsfaraldri Covid-19 þótt hann hafi haft áhrif á öll fyrirtæki í landinu og slökkviliðið auðvitað fundið fyrir þeim. „Við höfum náð að leysa öll þessi mál undanfarin tvö ár og við ætlum að halda áfram að gera það. Þau eru leyst af því við eigum svo frábært starfsfólk,“ segir Vernharð Guðnason að lokum. Sjúkraflutningar Slökkvilið Landspítalinn Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands Sjá meira
Að sögn Vernharðs Þorleifssonar, deildarstjóra á aðgerðasviði hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, kemur einstöku sinnum fyrir að smá biðröð myndist fyrir utan spítalann en þó sjaldan jafnlöng og sú sem sjá má í myndbandi sem Vísir hefur undir höndum. Það sýnir sex sjúkrabíla bíða fyrir utan Landspítalann við Hringbraut, alla með sjúkling aftur í. Vernharð segir að það séu um það bil tvær vikur síðan myndbandið var tekið og álíka staða hafi ekki komið upp síðan þá. Vísir greindi síðast frá því að sjúklingar þyrftu að bíða á sjúkrabörum í sjúkrabílum fyrir utan Landspítala í mars síðastliðnum. Þá var það vegna áhrifa faraldurs kórónuveirunnar. Hefur engin áhrif á alvarlega veika eða slasaða Vernharð segir að slökkviliðið og spítalinn sinni ávallt þeim sem eru alvarlega veikir eða slasaðir, án tafar. Þeir sem þurfi að bíða úti í bíl séu aðrir en þeir sem eru fluttir með forgangsflutningi. Af ríflega eitt hundrað sjúkraflutningum á dag séu einungis tuttugu til þrjátíu af þeim forgangsflutningar. Þar af séu svo langflestir forgangsflutningar ekki „akút“ í raun. „Þó við séum með sjúkraflutning þá er það ekkert himinn og jörð að farast. Það er bara þjónusta við heilbrigðiskerfið,“ segir Vernharð. Alltaf nægur mannskapur Þá segir hann að það hafi ekki alvarleg áhrif á starfsemi sjúkraflutninga þótt sex sjúkrabílar og áhafnir þeirra þurfi að bíða fyrir utan spítala í einhvern tíma. Slökkviliðið búi yfir 22 tveimur sjúkrabílum og hafi alltaf aukamannskap til taks. „En ef þetta væri viðvarandi ástand og við værum oft að lenda í þessu, þá hefði þetta áhrif á okkar getu til að sinna öðrum verkefnum,“ segir Vernharð. Að lokum segir hann að slökkviliðinu hafi tekist að manna allar vaktir síðastliðin tvö ár í heimsfaraldri Covid-19 þótt hann hafi haft áhrif á öll fyrirtæki í landinu og slökkviliðið auðvitað fundið fyrir þeim. „Við höfum náð að leysa öll þessi mál undanfarin tvö ár og við ætlum að halda áfram að gera það. Þau eru leyst af því við eigum svo frábært starfsfólk,“ segir Vernharð Guðnason að lokum.
Sjúkraflutningar Slökkvilið Landspítalinn Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands Sjá meira