Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.

Rússar eru sakaðir um stríðsglæpi eftir árás á verslunarmiðstöð í Úkraínu. Hið minnsta tíu eru látnir og fjörutíu slasaðir en óttast er að talan verði mun hærri.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Verðbólguhorfur fara versnandi og ekki gert ráð fyrir að Seðlabankinn nái markmiðum sínum fyrr en 2025. Í kvöldfréttum verður rætt við forseta Alþýðusambandsins sem segir stjórnvöld löngu búin að missa stjórn á húsnæðismarkaðnum.

Svo förum við yfir kvartanir vegna seinkana og niðurfellinga á flugferðum sem hefur stórfjölgað. Formaður Neytendasamtakanna telur flugfélög þurfa að standa sig betur í að upplýsa farþega um réttindi sín.

Við lítum einnig á nýtt meðferðarheimili á Akureyri, skoðum vinningstillögu að nýju skipulagi á Akranesi og kíkjum í Álfasetur í Eyjafirði.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×