Hefur óþol fyrir kjaftæði, segir það sem honum finnst og er með einkar þétt handaband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júní 2022 07:01 Grétar Rafn starfaði stuttlega fyrir KSÍ en hefur störf hjá Tottenham Hotspur 1. júlí. Vísir/Vilhelm Grétar Rafn Steinsson var á dögunum ráðinn til enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham Hotspur þar sem hann mun hafa umsjón með frammistöðu leikmanna liðsins. The Athletic fór í saumana á ferli Grétars Rafns og hvað hann kemur með að borðinu hjá Tottenham. Hinum fertuga Grétari Rafni er lýst sem beinskeyttum einstakling sem hefur óþol fyrir kjaftæði og þá tekur hann svo fast í spaðann á mönnum að þeir eru við það að handarbrotna. Sagan segir að leikmenn Everton hafi fagnað er ekki mátti lengur takast í hendur sökum kórónuveirunnar. Why are #THFC appointing someone who was so senior in Everton's recruitment team?Reaction to the appointment was not entirely positiveBut going bit deeper + looking at Everton situation in context, you can see why Spurs are so excited about their hirehttps://t.co/ufQxE83G5v— Charlie Eccleshare (@CDEccleshare) June 24, 2022 Grétar Rafn starfaði hjá félaginu eftir að ná aðdáunarverðum árangri sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Fleetwood Town. Þó það hafi mikið gengið á hjá Everton þá virðist orðspor Grétars Rafns ekki hafa borið skaða af. Hann er nú mættur til Tottenham eftir stutt stopp hjá KSÍ og þó um nýja stöðu sé að ræða hjá félaginu þá má segja að Grétar Rafn verði hálfgerður aðstoðarmaður Fabio Paratici, yfirmanns knattspyrnumála, hjá félaginu. Hann hefur störf 1. júlí næstkomandi og má Tottenham búast við manni sem mun alltaf segja skoðanir sínar, sama þó þær gætu sært einhvern. Eftir að ákveðið var að búa til nýtt stöðugildi þá voru forráðamenn Tottenham fljótir að sækjast eftir undirskrift Grétars Rafns. Mun hann koma að leikmannamálum félagsins sem og íþróttavísindum tengdum aðalliði og akademíu þess. „Hann er maður sem þú getur treyst í einu öllu. Hann er til í að vinna dag og nótt,“ sagði Marcel Brands, fyrrum yfirmaður knattspyrnumála hjá Everton, er Athletic ræddi við hann um Grétar Rafn. Einnig er tekið fram að Grétar Rafn deili sömu hugmyndum og bæði Paratici og Antonio Conte er kemur að þeim leikmönnum sem Tottenham ætti að fá í sínar raðir. Tottenham Hotspur endaði í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og tekur því þátt í Meistaradeild Evrópu á komandi leiktíð. Liðið hefur þegar sótt markvörðinn Fraser Forster, Ivan Perišić og Yves Bissouma. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Sjá meira
The Athletic fór í saumana á ferli Grétars Rafns og hvað hann kemur með að borðinu hjá Tottenham. Hinum fertuga Grétari Rafni er lýst sem beinskeyttum einstakling sem hefur óþol fyrir kjaftæði og þá tekur hann svo fast í spaðann á mönnum að þeir eru við það að handarbrotna. Sagan segir að leikmenn Everton hafi fagnað er ekki mátti lengur takast í hendur sökum kórónuveirunnar. Why are #THFC appointing someone who was so senior in Everton's recruitment team?Reaction to the appointment was not entirely positiveBut going bit deeper + looking at Everton situation in context, you can see why Spurs are so excited about their hirehttps://t.co/ufQxE83G5v— Charlie Eccleshare (@CDEccleshare) June 24, 2022 Grétar Rafn starfaði hjá félaginu eftir að ná aðdáunarverðum árangri sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Fleetwood Town. Þó það hafi mikið gengið á hjá Everton þá virðist orðspor Grétars Rafns ekki hafa borið skaða af. Hann er nú mættur til Tottenham eftir stutt stopp hjá KSÍ og þó um nýja stöðu sé að ræða hjá félaginu þá má segja að Grétar Rafn verði hálfgerður aðstoðarmaður Fabio Paratici, yfirmanns knattspyrnumála, hjá félaginu. Hann hefur störf 1. júlí næstkomandi og má Tottenham búast við manni sem mun alltaf segja skoðanir sínar, sama þó þær gætu sært einhvern. Eftir að ákveðið var að búa til nýtt stöðugildi þá voru forráðamenn Tottenham fljótir að sækjast eftir undirskrift Grétars Rafns. Mun hann koma að leikmannamálum félagsins sem og íþróttavísindum tengdum aðalliði og akademíu þess. „Hann er maður sem þú getur treyst í einu öllu. Hann er til í að vinna dag og nótt,“ sagði Marcel Brands, fyrrum yfirmaður knattspyrnumála hjá Everton, er Athletic ræddi við hann um Grétar Rafn. Einnig er tekið fram að Grétar Rafn deili sömu hugmyndum og bæði Paratici og Antonio Conte er kemur að þeim leikmönnum sem Tottenham ætti að fá í sínar raðir. Tottenham Hotspur endaði í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og tekur því þátt í Meistaradeild Evrópu á komandi leiktíð. Liðið hefur þegar sótt markvörðinn Fraser Forster, Ivan Perišić og Yves Bissouma.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Sjá meira