Viðskiptalífið hafi viljað verkið burt löngu áður en slysið varð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. júní 2022 12:21 Sigurður Guðmundsson listamaður við hliðina á steindepilseggi sem er hluti af hinu gríðarstóra verki Eggin í Gleðivík. Djúpivogur Höfundur útilistaverksins Eggin í Gleðivík segir að viðskiptalífið hafi viljað verk hans í burtu löngu áður en hörmulegt slys varð á Djúpavogi í síðustu viku. Listamaðurinn segir að það muni stórskyggja á menningarlífið í bænum þegar verkið verður fært. Staðsetningin sé hluti af verkinu. „Þetta er náttúrulega hörmulegt slys, alveg hörmulegt og slær alla hérna í þorpinu.“ Þetta segir Sigmundur Guðmundsson höfundur verksins um banaslys sem varð nálægt listaverkinu í síðustu viku en erlendur ferðamaður lést þegar hann varð fyrir lyftara. Hann segir slysið „tragískt“ og „óhuggulegt“ en að það hefði getað orðið hvar sem er á landinu, til dæmis úti á Granda. Í gær birtist fréttatilkynning frá Múlaþingi þar sem greint var frá ákvörðun um að flytja útilistaverkið og var flutningurinn settur í samhengi við slysið í tilkynningunni. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri, gaf ekki færi á viðtali vegna anna. Verkið stendur við sjávarsíðuna og var sett upp árið 2009 en um áratug síðar hófst fiskeldi í námunda við verkið. Sigurður segir að það hafi alls ekki truflað hann að verið væri að vinna fisk hinum megin við götuna. „Síðan koma upp raddir um það frá fiskeldinu held ég, eða fólki tengdu því, að ég myndi færa eggin - og það er löngu áður en þetta slys varð - eitthvert út í móa. En þau virka ekki á öðrum stað, þá yrði alveg eins gott að henda þeim. Ef menn elska peninga þá væri mjög slæmt að henda eggjunum í burtu því það dregur að sér ógrynni ferðamanna á hverju ári því þetta er mjög vinsælt verk þótt ég sem höfundur þess hafi ekki verið að pæla í slíkum vinsældum þegar ég geri verkið fyrir þrettán árum síðan.“ Sigurður segir að staðsetning verksins sé hluti af verkinu sjálfu. Djúpivogur er eftirsóttur staður hjá fuglaáhugamönnum. Eggin eru 34 talsins, jafnmörg varpfuglum í hreppnum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Það er kallað á ensku „site specific“ en það er þegar verk eru gerð sérstaklega fyrir aðstæðurnar sem eru sjónrænar í mínu tilfelli. Það er hafið og þetta fallega umhverfi. Fólk kemur þangað og þarna setjast fuglarnir. Sumir bíða eftir því að rjúpan setjist á rjúpueggið eða hrossagaukurinn á hrossagaukseggið. Þetta er mjög vinsælt og það er búið að taka milljónir ljósmynda og dreifa þeim um heim allan.“ Það á eftir að koma í ljós hvert listaverkið verður flutt en Sigurður segir að Borgarfjörður eystri komi til greina. „Og láta þá túristaumferðina fara þangað í staðinn fyrir hingað. Þá getur fiskeldið gert allt sem það vill. Það yrði stór kostur fyrir þá en skyggir pínulítið á menningarhliðina á Djúpavogi. Ekki pínulítið heldur stórskyggir á hana því við höfum verið með öflugt fólk á bak við okkur, menningarfólk sem er komið hingað til að byggja upp sterka menningu og ekki bara myndlistarlega heldur á öllum sviðum listanna hér á Austurlandi.“ Sigurður er nú í óðaönn að undirbúa opnun á alþjóðlegu samtímalistasafni á Djúpavogi. Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra mun opna safnið formlega hinn 9. júlí. Múlaþing Menning Ferðamennska á Íslandi Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Eggjunum í Gleðivík verði fundinn nýr staður eftir banaslysið Ákveðið hefur verið að vinna að flutningi Eggjanna í Gleðivík, listaverki Sigurðar Guðmundssonar, frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi og á annan stað við sjávarsíðuna í bænum. 28. júní 2022 07:27 Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41 Banaslys á Djúpavogi Erlendur ferðamaður á sjötugsaldri lést á Djúpavogi í dag. 21. júní 2022 17:21 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
„Þetta er náttúrulega hörmulegt slys, alveg hörmulegt og slær alla hérna í þorpinu.“ Þetta segir Sigmundur Guðmundsson höfundur verksins um banaslys sem varð nálægt listaverkinu í síðustu viku en erlendur ferðamaður lést þegar hann varð fyrir lyftara. Hann segir slysið „tragískt“ og „óhuggulegt“ en að það hefði getað orðið hvar sem er á landinu, til dæmis úti á Granda. Í gær birtist fréttatilkynning frá Múlaþingi þar sem greint var frá ákvörðun um að flytja útilistaverkið og var flutningurinn settur í samhengi við slysið í tilkynningunni. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri, gaf ekki færi á viðtali vegna anna. Verkið stendur við sjávarsíðuna og var sett upp árið 2009 en um áratug síðar hófst fiskeldi í námunda við verkið. Sigurður segir að það hafi alls ekki truflað hann að verið væri að vinna fisk hinum megin við götuna. „Síðan koma upp raddir um það frá fiskeldinu held ég, eða fólki tengdu því, að ég myndi færa eggin - og það er löngu áður en þetta slys varð - eitthvert út í móa. En þau virka ekki á öðrum stað, þá yrði alveg eins gott að henda þeim. Ef menn elska peninga þá væri mjög slæmt að henda eggjunum í burtu því það dregur að sér ógrynni ferðamanna á hverju ári því þetta er mjög vinsælt verk þótt ég sem höfundur þess hafi ekki verið að pæla í slíkum vinsældum þegar ég geri verkið fyrir þrettán árum síðan.“ Sigurður segir að staðsetning verksins sé hluti af verkinu sjálfu. Djúpivogur er eftirsóttur staður hjá fuglaáhugamönnum. Eggin eru 34 talsins, jafnmörg varpfuglum í hreppnum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Það er kallað á ensku „site specific“ en það er þegar verk eru gerð sérstaklega fyrir aðstæðurnar sem eru sjónrænar í mínu tilfelli. Það er hafið og þetta fallega umhverfi. Fólk kemur þangað og þarna setjast fuglarnir. Sumir bíða eftir því að rjúpan setjist á rjúpueggið eða hrossagaukurinn á hrossagaukseggið. Þetta er mjög vinsælt og það er búið að taka milljónir ljósmynda og dreifa þeim um heim allan.“ Það á eftir að koma í ljós hvert listaverkið verður flutt en Sigurður segir að Borgarfjörður eystri komi til greina. „Og láta þá túristaumferðina fara þangað í staðinn fyrir hingað. Þá getur fiskeldið gert allt sem það vill. Það yrði stór kostur fyrir þá en skyggir pínulítið á menningarhliðina á Djúpavogi. Ekki pínulítið heldur stórskyggir á hana því við höfum verið með öflugt fólk á bak við okkur, menningarfólk sem er komið hingað til að byggja upp sterka menningu og ekki bara myndlistarlega heldur á öllum sviðum listanna hér á Austurlandi.“ Sigurður er nú í óðaönn að undirbúa opnun á alþjóðlegu samtímalistasafni á Djúpavogi. Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra mun opna safnið formlega hinn 9. júlí.
Múlaþing Menning Ferðamennska á Íslandi Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Eggjunum í Gleðivík verði fundinn nýr staður eftir banaslysið Ákveðið hefur verið að vinna að flutningi Eggjanna í Gleðivík, listaverki Sigurðar Guðmundssonar, frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi og á annan stað við sjávarsíðuna í bænum. 28. júní 2022 07:27 Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41 Banaslys á Djúpavogi Erlendur ferðamaður á sjötugsaldri lést á Djúpavogi í dag. 21. júní 2022 17:21 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Eggjunum í Gleðivík verði fundinn nýr staður eftir banaslysið Ákveðið hefur verið að vinna að flutningi Eggjanna í Gleðivík, listaverki Sigurðar Guðmundssonar, frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi og á annan stað við sjávarsíðuna í bænum. 28. júní 2022 07:27
Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41