Sló út sjálfa Serenu Williams en gerði síðan meðspilara sinn mjög reiða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2022 10:31 Harmony Tan fagnar hér sigri sínum á Serenu Williams á Wimbledon risamótinu í tennis. AP/John Walton Tenniskonan Harmony Tan byrjaði gærdaginn í fréttum eftir að hafa slegið goðsögnina Serena Williams út úr Wimbledon risamótinu en um kvöldið var hún aftur komin í fréttirnar en nú voru fyrirsagnirnar ekki eins skemmtilegar. Leikurinn við Serena Williams var langur og strangur og tók meira en þrjá klukkutíma en úrslitin réðust ekki fyrr en upphækkun í þriðja settinu. Harmony Tan tók í framhaldinu þá ákvörðun að hætta við þátttöku í tvíliðaleiknum aðeins klukkutíma áður en hún og meðspilari hennar, Tamara Korpatsch, áttu að keppa. Harmony Tan surprised and angered her doubles partner, Tamara Korpatsch, by withdrawing with a thigh injury. https://t.co/jZDziI7TG3— USA TODAY Sports (@usatodaysports) June 29, 2022 Tamara Korpatsch var mjög ósátt með þetta en hún fékk smáskilaboð frá Tan um að hún treysti sér ekki til að spila. „Hún sendi mér skilaboð um þetta í morgun. Hún lét mig bíða hér þar til klukkutíma fyrir leikinn. Ég er mjög leið, vonsvikin en líka mjög reið að ég fái ekki tækifæri til að spila minn fyrsta tvíliðaleik á risamóti. Þetta er ekki sanngjarnt fyrir mig,“ skrifaði Tamara Korpatsch á samfélagsmiðlum sínum. „Ég átti þetta ekki skilið. Hún spurði mig fyrir mótið hvort ég vildi spila með henni og ég sagði já. Ég spurði ekki hana, heldur spurði hún mig. Ef þú ert búinn á því eftir þriggja klukkutíma leik daginn áður þá getur þú ekki verið atvinnumaður. Það er mín skoðun,“ skrifaði Tamara. It's fair to say Harmony Tan's doubles partner Tamara Korpatsch is not happy! #BBCTennis #Wimbledon— BBC Sport (@BBCSport) June 29, 2022 „Fyrirgefið en ég hef spilað í sex og hálfan klukkutíma einn daginn og svo einliðaleik daginn eftir,“ skrifaði Tamara. Harmony Tan mætir hinni spænsku Söru Sorribes Tormo í næstu umferð einliðaleiksins. Tan er í 115. sæti heimslistans en Tormo er í 32. sæti. Tennis Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Leikurinn við Serena Williams var langur og strangur og tók meira en þrjá klukkutíma en úrslitin réðust ekki fyrr en upphækkun í þriðja settinu. Harmony Tan tók í framhaldinu þá ákvörðun að hætta við þátttöku í tvíliðaleiknum aðeins klukkutíma áður en hún og meðspilari hennar, Tamara Korpatsch, áttu að keppa. Harmony Tan surprised and angered her doubles partner, Tamara Korpatsch, by withdrawing with a thigh injury. https://t.co/jZDziI7TG3— USA TODAY Sports (@usatodaysports) June 29, 2022 Tamara Korpatsch var mjög ósátt með þetta en hún fékk smáskilaboð frá Tan um að hún treysti sér ekki til að spila. „Hún sendi mér skilaboð um þetta í morgun. Hún lét mig bíða hér þar til klukkutíma fyrir leikinn. Ég er mjög leið, vonsvikin en líka mjög reið að ég fái ekki tækifæri til að spila minn fyrsta tvíliðaleik á risamóti. Þetta er ekki sanngjarnt fyrir mig,“ skrifaði Tamara Korpatsch á samfélagsmiðlum sínum. „Ég átti þetta ekki skilið. Hún spurði mig fyrir mótið hvort ég vildi spila með henni og ég sagði já. Ég spurði ekki hana, heldur spurði hún mig. Ef þú ert búinn á því eftir þriggja klukkutíma leik daginn áður þá getur þú ekki verið atvinnumaður. Það er mín skoðun,“ skrifaði Tamara. It's fair to say Harmony Tan's doubles partner Tamara Korpatsch is not happy! #BBCTennis #Wimbledon— BBC Sport (@BBCSport) June 29, 2022 „Fyrirgefið en ég hef spilað í sex og hálfan klukkutíma einn daginn og svo einliðaleik daginn eftir,“ skrifaði Tamara. Harmony Tan mætir hinni spænsku Söru Sorribes Tormo í næstu umferð einliðaleiksins. Tan er í 115. sæti heimslistans en Tormo er í 32. sæti.
Tennis Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira