Sló út sjálfa Serenu Williams en gerði síðan meðspilara sinn mjög reiða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2022 10:31 Harmony Tan fagnar hér sigri sínum á Serenu Williams á Wimbledon risamótinu í tennis. AP/John Walton Tenniskonan Harmony Tan byrjaði gærdaginn í fréttum eftir að hafa slegið goðsögnina Serena Williams út úr Wimbledon risamótinu en um kvöldið var hún aftur komin í fréttirnar en nú voru fyrirsagnirnar ekki eins skemmtilegar. Leikurinn við Serena Williams var langur og strangur og tók meira en þrjá klukkutíma en úrslitin réðust ekki fyrr en upphækkun í þriðja settinu. Harmony Tan tók í framhaldinu þá ákvörðun að hætta við þátttöku í tvíliðaleiknum aðeins klukkutíma áður en hún og meðspilari hennar, Tamara Korpatsch, áttu að keppa. Harmony Tan surprised and angered her doubles partner, Tamara Korpatsch, by withdrawing with a thigh injury. https://t.co/jZDziI7TG3— USA TODAY Sports (@usatodaysports) June 29, 2022 Tamara Korpatsch var mjög ósátt með þetta en hún fékk smáskilaboð frá Tan um að hún treysti sér ekki til að spila. „Hún sendi mér skilaboð um þetta í morgun. Hún lét mig bíða hér þar til klukkutíma fyrir leikinn. Ég er mjög leið, vonsvikin en líka mjög reið að ég fái ekki tækifæri til að spila minn fyrsta tvíliðaleik á risamóti. Þetta er ekki sanngjarnt fyrir mig,“ skrifaði Tamara Korpatsch á samfélagsmiðlum sínum. „Ég átti þetta ekki skilið. Hún spurði mig fyrir mótið hvort ég vildi spila með henni og ég sagði já. Ég spurði ekki hana, heldur spurði hún mig. Ef þú ert búinn á því eftir þriggja klukkutíma leik daginn áður þá getur þú ekki verið atvinnumaður. Það er mín skoðun,“ skrifaði Tamara. It's fair to say Harmony Tan's doubles partner Tamara Korpatsch is not happy! #BBCTennis #Wimbledon— BBC Sport (@BBCSport) June 29, 2022 „Fyrirgefið en ég hef spilað í sex og hálfan klukkutíma einn daginn og svo einliðaleik daginn eftir,“ skrifaði Tamara. Harmony Tan mætir hinni spænsku Söru Sorribes Tormo í næstu umferð einliðaleiksins. Tan er í 115. sæti heimslistans en Tormo er í 32. sæti. Tennis Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Leikurinn við Serena Williams var langur og strangur og tók meira en þrjá klukkutíma en úrslitin réðust ekki fyrr en upphækkun í þriðja settinu. Harmony Tan tók í framhaldinu þá ákvörðun að hætta við þátttöku í tvíliðaleiknum aðeins klukkutíma áður en hún og meðspilari hennar, Tamara Korpatsch, áttu að keppa. Harmony Tan surprised and angered her doubles partner, Tamara Korpatsch, by withdrawing with a thigh injury. https://t.co/jZDziI7TG3— USA TODAY Sports (@usatodaysports) June 29, 2022 Tamara Korpatsch var mjög ósátt með þetta en hún fékk smáskilaboð frá Tan um að hún treysti sér ekki til að spila. „Hún sendi mér skilaboð um þetta í morgun. Hún lét mig bíða hér þar til klukkutíma fyrir leikinn. Ég er mjög leið, vonsvikin en líka mjög reið að ég fái ekki tækifæri til að spila minn fyrsta tvíliðaleik á risamóti. Þetta er ekki sanngjarnt fyrir mig,“ skrifaði Tamara Korpatsch á samfélagsmiðlum sínum. „Ég átti þetta ekki skilið. Hún spurði mig fyrir mótið hvort ég vildi spila með henni og ég sagði já. Ég spurði ekki hana, heldur spurði hún mig. Ef þú ert búinn á því eftir þriggja klukkutíma leik daginn áður þá getur þú ekki verið atvinnumaður. Það er mín skoðun,“ skrifaði Tamara. It's fair to say Harmony Tan's doubles partner Tamara Korpatsch is not happy! #BBCTennis #Wimbledon— BBC Sport (@BBCSport) June 29, 2022 „Fyrirgefið en ég hef spilað í sex og hálfan klukkutíma einn daginn og svo einliðaleik daginn eftir,“ skrifaði Tamara. Harmony Tan mætir hinni spænsku Söru Sorribes Tormo í næstu umferð einliðaleiksins. Tan er í 115. sæti heimslistans en Tormo er í 32. sæti.
Tennis Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira