„Við óttumst að það séu mistök í uppsiglingu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. júní 2022 13:00 Gunnlaugur Sigurjónsson er stjórnarformaður Læknavaktarinnar. Ákvörðun um að færa faglega símaþjónustu læknavaktarinnar til heilsugæslunnar eru kaldar kveðjur til starfsfólks að mati Gunnlaugs Sigurjónssonar stjórnarformanns Læknavaktarinnar sem óttast að stór mistök séu í uppsiglingu. Yfirmenn á Læknavaktinni neyddust til þess að segja upp hátt í þrjátíu hjúkrunarfræðingum vegna ákvörðunar yfirvalda um að færa þjónustuna yfir til upplýsingamiðstöðvar heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Læknavaktin hefur haldið utan um verkefnið frá 1986. Uppsagnirnar bárust um síðustu mánaðamót og taka gildi mánaðamótin ágúst/september. „Við teljum að þetta mál sé allt vanreifað og við teljum að hvorki ráðuneytið, Sjúkratryggingar né heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins átti sig á eðli og umfangi verkefnisins og við óttumst að það séu mistök í uppsiglingu.“ Gunnlaugur hefur sérstakar áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar en af þeim 220 þúsund símtölum sem Læknavaktin sinnti í fyrra voru 60 þúsund þeirra frá landsbyggðinni. „Við höfum sérstakar áhyggjur af landsbyggðinni því símanúmerið þjónustar náttúrulega alla landsbyggðina til að fólk nái sambandi við sinn lækni sem er á vakt og um leið er þetta mikilvæg þjónusta til að hlífa læknum á landsbyggðinni á kvöldin og nóttinni við óþarfa truflunum og röskun á nætursvefni.“ Fagleg símaþjónusta Læknavaktarinnar hefur verið opin allan sólarhringinn, allan ársins hring og Gunnlaugur segir að dýrmæt reynsla hafi byggst upp á þeim tíma sem Læknavaktin hefur haldið utan um símsvörun. „Flestir hjúkrunarfræðingarnir okkar eru með áratuga reynslu í þessu og þetta er bara mjög erfitt starf og flókið og svona reynsla er ekki fengin á einni nóttu, ekki á einum mánuði og ekki einu ári þannig að við óttumst að það sé verið að kasta þarna gríðarlega verðmætri reynslu á glæ.“ Gunnlaugur segir að starfsfólkið upplifi að það sé ekki metið að verðleikum. „Það er mikil óánægja með þessa ákvörðun því við teljum okkur hafa sinnt þessu afburðavel í gegnum COVID-faraldurinn og fleiri faraldra; svínaflensuna, mislingafaraldur og fleira. Við höfum alltaf verið vakin og sofin yfir því að veita sem besta þjónustu og bregðast við öllu og okkur finnst þetta svolítið kaldar kveðjur.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Þurfa að segja upp öllum hjúkrunarfræðingum fyrir mánaðarmót Öllum hjúkrunarfræðingum á Læknavaktinni verður sagt upp fyrir mánaðarmót þar sem til stendur að færa símaráðgjöf yfir til Heilsugæslunnar. Fagstjóri hjúkrunar hjá Læknavaktinni á Læknavaktinni segir það óskiljanlegt að yfirvöld ætli að færa þjónustuna á milli staða í ljósi stöðunnar innan heilbrigðiskerfisins. 27. maí 2022 13:00 Segir að hugsa þurfi um líðan hjúkrunarfræðinga í óvæginni umræðu um Læknavaktina Yfirlæknir á Læknavaktinni segir óvægna umræðu á samfélagmiðlum um þjónustu símahjúkrunarfræðinga dapurlega. Hugsa verði um líðan og trúverðugleika hjúkrunarfræðinganna í slíkri umræðu. 21. desember 2021 16:00 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Fleiri fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Sjá meira
Yfirmenn á Læknavaktinni neyddust til þess að segja upp hátt í þrjátíu hjúkrunarfræðingum vegna ákvörðunar yfirvalda um að færa þjónustuna yfir til upplýsingamiðstöðvar heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Læknavaktin hefur haldið utan um verkefnið frá 1986. Uppsagnirnar bárust um síðustu mánaðamót og taka gildi mánaðamótin ágúst/september. „Við teljum að þetta mál sé allt vanreifað og við teljum að hvorki ráðuneytið, Sjúkratryggingar né heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins átti sig á eðli og umfangi verkefnisins og við óttumst að það séu mistök í uppsiglingu.“ Gunnlaugur hefur sérstakar áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar en af þeim 220 þúsund símtölum sem Læknavaktin sinnti í fyrra voru 60 þúsund þeirra frá landsbyggðinni. „Við höfum sérstakar áhyggjur af landsbyggðinni því símanúmerið þjónustar náttúrulega alla landsbyggðina til að fólk nái sambandi við sinn lækni sem er á vakt og um leið er þetta mikilvæg þjónusta til að hlífa læknum á landsbyggðinni á kvöldin og nóttinni við óþarfa truflunum og röskun á nætursvefni.“ Fagleg símaþjónusta Læknavaktarinnar hefur verið opin allan sólarhringinn, allan ársins hring og Gunnlaugur segir að dýrmæt reynsla hafi byggst upp á þeim tíma sem Læknavaktin hefur haldið utan um símsvörun. „Flestir hjúkrunarfræðingarnir okkar eru með áratuga reynslu í þessu og þetta er bara mjög erfitt starf og flókið og svona reynsla er ekki fengin á einni nóttu, ekki á einum mánuði og ekki einu ári þannig að við óttumst að það sé verið að kasta þarna gríðarlega verðmætri reynslu á glæ.“ Gunnlaugur segir að starfsfólkið upplifi að það sé ekki metið að verðleikum. „Það er mikil óánægja með þessa ákvörðun því við teljum okkur hafa sinnt þessu afburðavel í gegnum COVID-faraldurinn og fleiri faraldra; svínaflensuna, mislingafaraldur og fleira. Við höfum alltaf verið vakin og sofin yfir því að veita sem besta þjónustu og bregðast við öllu og okkur finnst þetta svolítið kaldar kveðjur.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Þurfa að segja upp öllum hjúkrunarfræðingum fyrir mánaðarmót Öllum hjúkrunarfræðingum á Læknavaktinni verður sagt upp fyrir mánaðarmót þar sem til stendur að færa símaráðgjöf yfir til Heilsugæslunnar. Fagstjóri hjúkrunar hjá Læknavaktinni á Læknavaktinni segir það óskiljanlegt að yfirvöld ætli að færa þjónustuna á milli staða í ljósi stöðunnar innan heilbrigðiskerfisins. 27. maí 2022 13:00 Segir að hugsa þurfi um líðan hjúkrunarfræðinga í óvæginni umræðu um Læknavaktina Yfirlæknir á Læknavaktinni segir óvægna umræðu á samfélagmiðlum um þjónustu símahjúkrunarfræðinga dapurlega. Hugsa verði um líðan og trúverðugleika hjúkrunarfræðinganna í slíkri umræðu. 21. desember 2021 16:00 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Fleiri fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Sjá meira
Þurfa að segja upp öllum hjúkrunarfræðingum fyrir mánaðarmót Öllum hjúkrunarfræðingum á Læknavaktinni verður sagt upp fyrir mánaðarmót þar sem til stendur að færa símaráðgjöf yfir til Heilsugæslunnar. Fagstjóri hjúkrunar hjá Læknavaktinni á Læknavaktinni segir það óskiljanlegt að yfirvöld ætli að færa þjónustuna á milli staða í ljósi stöðunnar innan heilbrigðiskerfisins. 27. maí 2022 13:00
Segir að hugsa þurfi um líðan hjúkrunarfræðinga í óvæginni umræðu um Læknavaktina Yfirlæknir á Læknavaktinni segir óvægna umræðu á samfélagmiðlum um þjónustu símahjúkrunarfræðinga dapurlega. Hugsa verði um líðan og trúverðugleika hjúkrunarfræðinganna í slíkri umræðu. 21. desember 2021 16:00