Barcelona reynir að ræna Raphinha af Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júní 2022 18:31 Raphinha í leik með Brasilíu. Masashi Hara/Getty Images Spænska knattspyrnufélagið Barcelona reynir hvað það getur til að fá Brasilíumanninn Raphinha í sínar raðir. Leikmaðurinn ku vera á leið frá Leeds United til Chelsea en Börsungar hafa ekki lagt árar í bát. Hinn 25 ára gamli Raphinha var með sprækari mönnum hjá Leeds sem rétt bjargaði sér fyrir horn í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Eftir tvö góð ár hjá Leeds var ljóst að mörg af stærri liðum Evrópu myndu bera víurnar í leikmanninn. Það rættist og nú virðist svo gott sem staðfest að brasilíski vængmaðurinn sé á leið til Chelsea. Það virðist sem Thomas Tuchel ætli sér að mæta með nýja framlínu til leiks í haust en ásamt Raphinha er Raheem Sterling orðaður við félagið og þá er Romelu Lukaku farinn aftur til Inter, nú á láni. Barcelona proposal for Raphinha is official and written, already sent - Leeds have no intention to accept that bid, as things stand. #RaphinhaLeeds want to respect the agreement with Chelsea - still waiting for player and Deco to accept. #CFCBarça, trying until the end. pic.twitter.com/iu8re179qN— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 30, 2022 Börsungar eru einnig að reyna betrumbæta leikmannahóp sinn. Brasilíumenn hafa gert það gott með félaginu á undanförnum árum og vonast forráðmenn félagsins til að Raphinha bætist í þann hóp. Það virðist sem Barcelona sé að reyna ræna Raphinha undan nefinu á Chelsea en sem stendur geta Börsungar ekki borgað sama verð og Chelsea. Þangað til það gerist þá mun Leeds virða samkomulagið við Chelsea. Raphinha update. Brazilian is waiting to see if Barcelona can reach a deal with Leeds. Barcelona must match Chelsea's £60 million offer or they won't strike a deal. Told Barca trying to get to that number in a more add-on heavy way. Leeds will not accept this.— Ben Jacobs (@JacobsBen) June 30, 2022 Talið er að Chelsea sé að borga 60 milljónir evra fyrir leikmanninn. Börsungar eru tilbúnir að jafna þá upphæð en töluvert af henni yrði í formi bónusgreiðslna, eitthvað sem Leeds tekur ekki í mál. Það virðist sem Barcelona heilli leikmanninn meira og hann vill ekki taka ákvörðun fyrr en það er öruggt að Barcelona hafi ekki efni á að fá hann í sínar raðir. Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Raphinha var með sprækari mönnum hjá Leeds sem rétt bjargaði sér fyrir horn í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Eftir tvö góð ár hjá Leeds var ljóst að mörg af stærri liðum Evrópu myndu bera víurnar í leikmanninn. Það rættist og nú virðist svo gott sem staðfest að brasilíski vængmaðurinn sé á leið til Chelsea. Það virðist sem Thomas Tuchel ætli sér að mæta með nýja framlínu til leiks í haust en ásamt Raphinha er Raheem Sterling orðaður við félagið og þá er Romelu Lukaku farinn aftur til Inter, nú á láni. Barcelona proposal for Raphinha is official and written, already sent - Leeds have no intention to accept that bid, as things stand. #RaphinhaLeeds want to respect the agreement with Chelsea - still waiting for player and Deco to accept. #CFCBarça, trying until the end. pic.twitter.com/iu8re179qN— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 30, 2022 Börsungar eru einnig að reyna betrumbæta leikmannahóp sinn. Brasilíumenn hafa gert það gott með félaginu á undanförnum árum og vonast forráðmenn félagsins til að Raphinha bætist í þann hóp. Það virðist sem Barcelona sé að reyna ræna Raphinha undan nefinu á Chelsea en sem stendur geta Börsungar ekki borgað sama verð og Chelsea. Þangað til það gerist þá mun Leeds virða samkomulagið við Chelsea. Raphinha update. Brazilian is waiting to see if Barcelona can reach a deal with Leeds. Barcelona must match Chelsea's £60 million offer or they won't strike a deal. Told Barca trying to get to that number in a more add-on heavy way. Leeds will not accept this.— Ben Jacobs (@JacobsBen) June 30, 2022 Talið er að Chelsea sé að borga 60 milljónir evra fyrir leikmanninn. Börsungar eru tilbúnir að jafna þá upphæð en töluvert af henni yrði í formi bónusgreiðslna, eitthvað sem Leeds tekur ekki í mál. Það virðist sem Barcelona heilli leikmanninn meira og hann vill ekki taka ákvörðun fyrr en það er öruggt að Barcelona hafi ekki efni á að fá hann í sínar raðir.
Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira