Hin 21 árs gamla Świątek hefur unnið síðustu sex mót sem hún hefur tekið þátt í og stefnir á að gera slíkt hið sama á Wimbledon.
Hún átti erfitt uppdráttar í leik dagsins en vann þó fyrsta settið 6-4. Kerkhove kom hins vegar til baka í öðru setti og jafnaði metin og því þurfti þriðja settið til að útkljá hvor færi áfram.
Þar var sigur Świątek aldrei í hættu, hún vann settið 6-3 og leikinn 2-1. Hennar 37. sigur í röð staðreynd sem og sæti í þriðju umferð á Wimbledon.
Win number 3 7 for Iga Swiatek!
— BBC Sport (@BBCSport) June 30, 2022
She's through to round three after beating Lesley Pattinama Kerkhove 6-4 4-6 6-3
Follow all of the action live across BBC TV, radio and online #BBCTennis #Wimbledon
Með sigrinum jafnaði hún met sem Martina Hingis setti árið 1997. Świątek getur gert gott betur og bætt metið fari hún lengra á Wimbledon í ár.