Stjörnur A-riðils: Fyrirliði Bayern, undraverður bakvörður og einn albesti framherji allra tíma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júlí 2022 10:00 Ada Hegerberg er spennt fyrir EM. En þú? EPA-EFE/TERJE PEDERSEN Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa A-riðil. Þau eru Austurríki, England, Norður-Írland og Noregur. Það má eflaust færa ágætis rök fyrir því að það séu fleiri en einn leikmaður sem eiga skilið að vera titlaðar „stjörnur“ sinna liða. Hér að neðan höldum við okkur þó við einn leikmenn í hverju liði. Sarah Zadrazil (Austurríki) Sarah Zadrazil í leik með Bayern.Christian Kaspar-Bartke/Getty Images Hin 29 ára gamla Zadrazil spilar með Íslendingaliði Bayern München og ber þar fyrirliðabandið. Hefur spilað í Þýskalandi frá árinu 2016. Leikur vanalega á miðjunni og er lýst sem leikmanni með mikla sendingagetu ásamt því að vera mjög lunkin með boltann. View this post on Instagram A post shared by Sarah Zadrazil (@sarah_zadrazil27) Lucy Bronze (England) Lucy Bronze er með betri leikmönnum heims í dag.James Gill/Getty Images Hin þrítuga gamla Lucy Bronze gekk nýverið í raðir Spánarmeistara Barcelona en hefur einnig leikið með Lyon, Manchester City Liverpool, Everton og Sunderland á ferli sínum. Fæddist í Skotlandi en á enska móður og portúgalskan föður, virðist sú blanda virka vel en Bronze er með hægri bakvörðum, og leikmönnum, heims í dag þrátt fyrir að hafa gengist undir fimm hnéaðgerðir á ferli sínum. View this post on Instagram A post shared by Lucy Bronze (@lucybronze) Rachel Furness (Norður-Írland) Rachel Furness er klár.Karl Bridgeman/Getty Images Hin 33 ára gamla Furness leikur í dag með Liverpool og mun því leika í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik á næsta ári. Er markahæsti leikmaður N-Írlands frá upphafi og er með ágætis tengingu við Ísland þar sem hún lék með Grindavík sumarið 2010. View this post on Instagram A post shared by Rachel Furness (@furness_4_) Ada Hegerberg (Noregur) Markavélin Ada Hegerberg lætur ekki smá rigningu hafa áhrif á sig.EPA-EFE/Stian Lysberg Solum Hin 26 ára gamla Ada Martine Stolsmo Hegerberg er ein besta knattspyrnukona allra tíma. Sneri til baka í vetur eftir gríðarlega erfið hnémeiðsli og spilaði stóran þátt í því að Lyon sigraði Barcelona í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Er markaskorari af guðsnáð sem hefur skorað 154 mörk í 134 leikjum fyrir Lyon og 42 mörk í 70 leikjum fyrir norska landsliðið. Stóð í stappi við norska knattspyrnusambandið þar sem hún taldi halla á kvennalandsliðið. Er nú snúin aftur og missa varnarmenn annarra landa A-riðils eflaust svefn yfir því að mæta Noregi. View this post on Instagram A post shared by Ada Stolsmo Hegerberg (@ahegerberg) Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Sjá meira
Það má eflaust færa ágætis rök fyrir því að það séu fleiri en einn leikmaður sem eiga skilið að vera titlaðar „stjörnur“ sinna liða. Hér að neðan höldum við okkur þó við einn leikmenn í hverju liði. Sarah Zadrazil (Austurríki) Sarah Zadrazil í leik með Bayern.Christian Kaspar-Bartke/Getty Images Hin 29 ára gamla Zadrazil spilar með Íslendingaliði Bayern München og ber þar fyrirliðabandið. Hefur spilað í Þýskalandi frá árinu 2016. Leikur vanalega á miðjunni og er lýst sem leikmanni með mikla sendingagetu ásamt því að vera mjög lunkin með boltann. View this post on Instagram A post shared by Sarah Zadrazil (@sarah_zadrazil27) Lucy Bronze (England) Lucy Bronze er með betri leikmönnum heims í dag.James Gill/Getty Images Hin þrítuga gamla Lucy Bronze gekk nýverið í raðir Spánarmeistara Barcelona en hefur einnig leikið með Lyon, Manchester City Liverpool, Everton og Sunderland á ferli sínum. Fæddist í Skotlandi en á enska móður og portúgalskan föður, virðist sú blanda virka vel en Bronze er með hægri bakvörðum, og leikmönnum, heims í dag þrátt fyrir að hafa gengist undir fimm hnéaðgerðir á ferli sínum. View this post on Instagram A post shared by Lucy Bronze (@lucybronze) Rachel Furness (Norður-Írland) Rachel Furness er klár.Karl Bridgeman/Getty Images Hin 33 ára gamla Furness leikur í dag með Liverpool og mun því leika í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik á næsta ári. Er markahæsti leikmaður N-Írlands frá upphafi og er með ágætis tengingu við Ísland þar sem hún lék með Grindavík sumarið 2010. View this post on Instagram A post shared by Rachel Furness (@furness_4_) Ada Hegerberg (Noregur) Markavélin Ada Hegerberg lætur ekki smá rigningu hafa áhrif á sig.EPA-EFE/Stian Lysberg Solum Hin 26 ára gamla Ada Martine Stolsmo Hegerberg er ein besta knattspyrnukona allra tíma. Sneri til baka í vetur eftir gríðarlega erfið hnémeiðsli og spilaði stóran þátt í því að Lyon sigraði Barcelona í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Er markaskorari af guðsnáð sem hefur skorað 154 mörk í 134 leikjum fyrir Lyon og 42 mörk í 70 leikjum fyrir norska landsliðið. Stóð í stappi við norska knattspyrnusambandið þar sem hún taldi halla á kvennalandsliðið. Er nú snúin aftur og missa varnarmenn annarra landa A-riðils eflaust svefn yfir því að mæta Noregi. View this post on Instagram A post shared by Ada Stolsmo Hegerberg (@ahegerberg)
Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Sjá meira