Sjö dagar í EM: Yngsti leikmaður landsliðsins heldur ekki upp á nítján ára afmælið fyrr en í desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2022 11:00 Amanda Jacobsen Andradóttir í fyrsta byrjunarlandsleik sínum sem var á móti Kýpur í fyrra. Vísir/Vilhelm Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Hin unga og efnilega Amanda Jacobsen Andradóttir á sviðið í dag. Amanda er sókndjarfur miðjumaður sem getur spilað nær allar stöður í kringum fremsta mann. Hún hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað í efstu deild í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og skorað í öllum deildum. Þetta hefur þessi tekníski leikmaður þegar afrekað þrátt fyrir að vera yngsti leikmaður íslenska EM-hópsins sem verður ekki nítján ára fyrr en sex dögum fyrir næstu jól. Hún hefur því talsverða reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Amanda er annar af tveimur leikmönnum íslenska liðsins sem eru fæddir árið 2003 en hinn er markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem er þó tæpum fimm mánuðum eldri en hún. Amanda Jacobsen Andradóttir hefur ekki skorað fyrir íslenska landsliðið en lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik.Vísir/Vilhelm Amanda hóf feril sinn með Víkingi en skipti snemma yfir í Val. Hún var komin út til Danmerkur áður en hún varð sextán ára gömul þar sem hún byrjaði í yngri flokkum Fortuna Hjörring. Amanda spilaði síðan með Nordsjælland í dönsku deildinni 2020, skipti yfir í norska liðið Vålerenga 2021 og er nú á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Elísarbetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad í Svíþjóð. Á sínu fyrsta tímabili með Kristianstad þá hefur Amanda spilað fjórtán leiki og skorað eitt mark. Hún hefur hins vegar aðeins verið í byrjunarliði í tveimur leikjanna. Líkt og hjá íslenska landsliðinu þá er litið á Amöndu sem framtíðarleikmann og hún er því að ná sér í dýrmæta reynslu þrátt fyrir að vera ekki að fá margar mínútur eins og er. View this post on Instagram A post shared by Amanda Jacobsen Andrado ttir (@amandaandradottir) Amanda er fædd í Noregi, á norska móður og hefði getað valið það að spila fyrir norska landsliðið. Hún hafði skorað 10 mörk í 12 leikjum fyrir yngri landslið Íslands og í fyrra varð það endanlega ljóst að hún ætlaði að velja íslenska landsliðið. Amanda spilaði sinn fyrsta landsleik á móti Evrópumeisturum Hollendinga á Laugardalsvellinum 21. september 2021 þegar hún kom inn á sem varamaður í uppbótartíma leiksins. View this post on Instagram A post shared by Amanda Jacobsen Andrado ttir (@amandaandradottir) Hún var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í 5-0 sigri á Kýpur 26. október 2021 þar sem hún lagði upp eitt marka íslenska liðsins þegar hornspyrna hennar fann kollinn á Alexöndru Jóhannsdóttur. Amanda hefur spilað sex A-landsleiki en bíður enn eftir fyrsta markinu sínu. Eins og flestir vita þá á Amanda ekki langt að sækja hæfileika sína í fótboltanum því faðir hennar er Andri Sigþórsson og frændi hennar er Kolbeinn Sigþórsson. Andri var um tíma hjá Bayern München þegar hann var ungur og spilaði einnig sem atvinnumaður í Austurríki og Molde en meiðsli settu mikinn svip á hans feril. Hann skoraði 35 mörk í 48 leikjum fyrir KR í efstu deild og varð markakóngur deildarinnar og Íslandsmeistari með KR-liðinu sumarið 2000. Andri skoraði þá 14 mörk í 16 leikjum en sumarið 1997 hafði hann skorað 14 mörk í 14 leikjum. Andri lék sjálfur sjö A-landsleiki og skoraði tvö mörk. EM 2022 í Englandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Leik lokið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Leik lokið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Sjá meira
Amanda er sókndjarfur miðjumaður sem getur spilað nær allar stöður í kringum fremsta mann. Hún hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað í efstu deild í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og skorað í öllum deildum. Þetta hefur þessi tekníski leikmaður þegar afrekað þrátt fyrir að vera yngsti leikmaður íslenska EM-hópsins sem verður ekki nítján ára fyrr en sex dögum fyrir næstu jól. Hún hefur því talsverða reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Amanda er annar af tveimur leikmönnum íslenska liðsins sem eru fæddir árið 2003 en hinn er markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem er þó tæpum fimm mánuðum eldri en hún. Amanda Jacobsen Andradóttir hefur ekki skorað fyrir íslenska landsliðið en lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik.Vísir/Vilhelm Amanda hóf feril sinn með Víkingi en skipti snemma yfir í Val. Hún var komin út til Danmerkur áður en hún varð sextán ára gömul þar sem hún byrjaði í yngri flokkum Fortuna Hjörring. Amanda spilaði síðan með Nordsjælland í dönsku deildinni 2020, skipti yfir í norska liðið Vålerenga 2021 og er nú á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Elísarbetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad í Svíþjóð. Á sínu fyrsta tímabili með Kristianstad þá hefur Amanda spilað fjórtán leiki og skorað eitt mark. Hún hefur hins vegar aðeins verið í byrjunarliði í tveimur leikjanna. Líkt og hjá íslenska landsliðinu þá er litið á Amöndu sem framtíðarleikmann og hún er því að ná sér í dýrmæta reynslu þrátt fyrir að vera ekki að fá margar mínútur eins og er. View this post on Instagram A post shared by Amanda Jacobsen Andrado ttir (@amandaandradottir) Amanda er fædd í Noregi, á norska móður og hefði getað valið það að spila fyrir norska landsliðið. Hún hafði skorað 10 mörk í 12 leikjum fyrir yngri landslið Íslands og í fyrra varð það endanlega ljóst að hún ætlaði að velja íslenska landsliðið. Amanda spilaði sinn fyrsta landsleik á móti Evrópumeisturum Hollendinga á Laugardalsvellinum 21. september 2021 þegar hún kom inn á sem varamaður í uppbótartíma leiksins. View this post on Instagram A post shared by Amanda Jacobsen Andrado ttir (@amandaandradottir) Hún var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í 5-0 sigri á Kýpur 26. október 2021 þar sem hún lagði upp eitt marka íslenska liðsins þegar hornspyrna hennar fann kollinn á Alexöndru Jóhannsdóttur. Amanda hefur spilað sex A-landsleiki en bíður enn eftir fyrsta markinu sínu. Eins og flestir vita þá á Amanda ekki langt að sækja hæfileika sína í fótboltanum því faðir hennar er Andri Sigþórsson og frændi hennar er Kolbeinn Sigþórsson. Andri var um tíma hjá Bayern München þegar hann var ungur og spilaði einnig sem atvinnumaður í Austurríki og Molde en meiðsli settu mikinn svip á hans feril. Hann skoraði 35 mörk í 48 leikjum fyrir KR í efstu deild og varð markakóngur deildarinnar og Íslandsmeistari með KR-liðinu sumarið 2000. Andri skoraði þá 14 mörk í 16 leikjum en sumarið 1997 hafði hann skorað 14 mörk í 14 leikjum. Andri lék sjálfur sjö A-landsleiki og skoraði tvö mörk.
EM 2022 í Englandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Leik lokið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Leik lokið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Sjá meira