Rapinoe og Biles fá Frelsisorðu Bandaríkjaforseta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júlí 2022 08:01 Megan Rapinoe hefur átt frábæran feril, bæði innan vallar sem utan. Erin Chang/Getty Images Hvíta húsið tilkynnti í dag að knattspyrnukonan Megan Rapinoe yrði meðal þeirra sem myndi fá Frelsisorðu Bandaríkjaforseta. Fimleikadrottningin Simone Biles verður einnig meðal þeirra sem hlotnast sá heiður að þessu sinni. Í næstu viku mun Joe Biden, Bandaríkjaforseti, heiðra vel valda einstaklinga í Hvíta húsinu. Alls munu 17 einstaklingar fá hina svokölluðu Frelsisorðu (e. Presidential Medal of Freedom). Hin 36 ára gamla Rapinoe hefur barist ötullega fyrir réttindum þeirra sem minna mega sín. Hefur hún barist fyrir því að kvennalandslið Bandaríkjanna fái sömu laun og leikmenn karlaliðsins. Þá hefur hún barist gegn kynþáttafordómum og réttindum LGBTQIA+ fólks. Ásamt því hefur Rapinoe átt ótrúlegan feril á knattspyrnuvellinum og til að mynda tvisvar orðið heimsmeistari og einu sinni Ólympíumeistari. Hún verður fyrst allra knattspyrnumanna, karla eða kvenna, sem hlýtur Frelsisorðu Bandaríkjaforseta. USWNT's Megan Rapinoe will be presented with the nation's highest civilian honor, the Presidential Medal of Freedom, the White House announced.She will be the first ever footballer to receive this award pic.twitter.com/2p9pFiGXI9— ESPN FC (@ESPNFC) July 1, 2022 Hin 25 ára gamla Biles er ein albesta – ef ekki sú besta – fimleikakona allra tíma. Engin hefur unnið til fleiri verðlauna en hún. Alls vann Biles til 32 verðlauna á Ólympíuleikum og heimsmeistarakeppnum. Hún er einnig dugleg að láta til sín taka er kemur að málefnum þeirra sem minna mega sín. Þá sérstaklega er varðar málefni sem standa henni nærri. Má þar nefna andlega vellíðan íþróttafólks, fósturbörn og þolendur kynferðisofbeldis. Simone Biles er engri lík.Laurence Griffiths/Getty Images „Þau 17 sem tilnefnd eru hafa öll yfirstigið miklar hindranir á lífsleið sinni og hafa keyrt í gegn breytingar í samfélögum sínum sem og heiminum öllum. Hafa þau rautt leiðina fyrir okkur hin,“ segir í yfirlýsingu Hvíta hússins. Fótbolti Fimleikar Bandaríkin Joe Biden Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Í næstu viku mun Joe Biden, Bandaríkjaforseti, heiðra vel valda einstaklinga í Hvíta húsinu. Alls munu 17 einstaklingar fá hina svokölluðu Frelsisorðu (e. Presidential Medal of Freedom). Hin 36 ára gamla Rapinoe hefur barist ötullega fyrir réttindum þeirra sem minna mega sín. Hefur hún barist fyrir því að kvennalandslið Bandaríkjanna fái sömu laun og leikmenn karlaliðsins. Þá hefur hún barist gegn kynþáttafordómum og réttindum LGBTQIA+ fólks. Ásamt því hefur Rapinoe átt ótrúlegan feril á knattspyrnuvellinum og til að mynda tvisvar orðið heimsmeistari og einu sinni Ólympíumeistari. Hún verður fyrst allra knattspyrnumanna, karla eða kvenna, sem hlýtur Frelsisorðu Bandaríkjaforseta. USWNT's Megan Rapinoe will be presented with the nation's highest civilian honor, the Presidential Medal of Freedom, the White House announced.She will be the first ever footballer to receive this award pic.twitter.com/2p9pFiGXI9— ESPN FC (@ESPNFC) July 1, 2022 Hin 25 ára gamla Biles er ein albesta – ef ekki sú besta – fimleikakona allra tíma. Engin hefur unnið til fleiri verðlauna en hún. Alls vann Biles til 32 verðlauna á Ólympíuleikum og heimsmeistarakeppnum. Hún er einnig dugleg að láta til sín taka er kemur að málefnum þeirra sem minna mega sín. Þá sérstaklega er varðar málefni sem standa henni nærri. Má þar nefna andlega vellíðan íþróttafólks, fósturbörn og þolendur kynferðisofbeldis. Simone Biles er engri lík.Laurence Griffiths/Getty Images „Þau 17 sem tilnefnd eru hafa öll yfirstigið miklar hindranir á lífsleið sinni og hafa keyrt í gegn breytingar í samfélögum sínum sem og heiminum öllum. Hafa þau rautt leiðina fyrir okkur hin,“ segir í yfirlýsingu Hvíta hússins.
Fótbolti Fimleikar Bandaríkin Joe Biden Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira