Rósa með rúmlega 2,2 milljónir í laun á mánuði Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. júlí 2022 09:03 Ráðningarsamningur Hafnarfjarðarbæjar við Rósu Guðbjartsdóttur var samþykktur á bæjarráðsfundi í gær. Vísir/Vilhelm Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti ráðningarsamning við Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra og oddvita Sjálfstæðisflokksins, á fundi bæjarráðs í gær. Hún fær rúmar 2,2 milljónir í laun á mánuði þegar yfirvinnutímar, ökutækjastyrkur og laun fyrir störf hennar sem bæjarfulltrúi bætast ofan á grunnlaun hennar. Í drögum að ráðningarsamningnum sem bæjarstjórn samþykkti í gær stendur að laun bæjarstjóra fyrir dagvinnu skuli vera 1.247.787 krónur og að dagvinnulaun á samningstímanum taki breytingum tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí, ár hvert í samræmi við launavísitölu Hagstofu Íslands. Þá segir að föst yfirvinna bæjarstjóra séu 50 tímar á mánuði sem samkvæmt útreikningi Fréttablaðsins gera 647.913 krónur. Samkvæmt samningnum fær bæjarstjóri einnig greiddan aksturskostnað sem nemur 500 kílómetrum á mánuði auk kostnaðar af síma og nettengingu. Ökutækjastyrkurinn nemur því 63.500 krónum. Þegar yfirvinnutímarnir, ökutækjastyrkurinn og laun sem Rósa fær fyrir störf sín sem bæjarfulltrúi bætast við grunnlaun hennar fara heildarlaun hennar upp í rúmlega 2,2 milljónir á mánuði. Tillaga um launalækkun felld Á fundinum lagði Jón Ingi Hákonarson, fulltrúi Viðreisnar, til að laun Rósu fylgdu ráðherralaunum, yrðu 1.826.273 krónur og ökutækjastyrkur yrði afnuminn og í staðinn greitt samkvæmt raunverulegum akstri bæjarstjóra. Sú tillaga var felld af meirihlutanum en fulltrúar Samfylkingarinnar sátu hjá. Einnig lagði Jón Ingi til að gerð yrði starfslýsing á starfi bæjarstjóra þar sem starfssvið, réttindi og skyldur yrðu skilgreind, það myndi auka gagnsæi stjórnsýslunnar og gera hana faglegri. Sú tillaga var einnig felld af meirihlutanum. Í kjölfarið var ráðningarsamningur bæjarstjóra tekinn til afgreiðslu og samþykktur með þremur atkvæðum frá fulltrúum meirihluta. Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu í kjölfarið fram eftirfarandi bókun: „Ráðning bæjarstjóra er á ábyrgð meirihluta bæjarstjórnar, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, með stuðningi fulltrúa Viðreisnar. Samfylkingin sat þar hjá. Sama gildir um tillögu um kaup og kjör bæjarstjóra. Ábyrgð á þeirri niðurstöðu er eftir sem áður á hendi meirihluta bæjarstjórnar.“ Tengd skjöl Ráðningarsamningur_Rósu_GuðbjartsdótturPDF486KBSækja skjal Hafnarfjörður Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Í drögum að ráðningarsamningnum sem bæjarstjórn samþykkti í gær stendur að laun bæjarstjóra fyrir dagvinnu skuli vera 1.247.787 krónur og að dagvinnulaun á samningstímanum taki breytingum tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí, ár hvert í samræmi við launavísitölu Hagstofu Íslands. Þá segir að föst yfirvinna bæjarstjóra séu 50 tímar á mánuði sem samkvæmt útreikningi Fréttablaðsins gera 647.913 krónur. Samkvæmt samningnum fær bæjarstjóri einnig greiddan aksturskostnað sem nemur 500 kílómetrum á mánuði auk kostnaðar af síma og nettengingu. Ökutækjastyrkurinn nemur því 63.500 krónum. Þegar yfirvinnutímarnir, ökutækjastyrkurinn og laun sem Rósa fær fyrir störf sín sem bæjarfulltrúi bætast við grunnlaun hennar fara heildarlaun hennar upp í rúmlega 2,2 milljónir á mánuði. Tillaga um launalækkun felld Á fundinum lagði Jón Ingi Hákonarson, fulltrúi Viðreisnar, til að laun Rósu fylgdu ráðherralaunum, yrðu 1.826.273 krónur og ökutækjastyrkur yrði afnuminn og í staðinn greitt samkvæmt raunverulegum akstri bæjarstjóra. Sú tillaga var felld af meirihlutanum en fulltrúar Samfylkingarinnar sátu hjá. Einnig lagði Jón Ingi til að gerð yrði starfslýsing á starfi bæjarstjóra þar sem starfssvið, réttindi og skyldur yrðu skilgreind, það myndi auka gagnsæi stjórnsýslunnar og gera hana faglegri. Sú tillaga var einnig felld af meirihlutanum. Í kjölfarið var ráðningarsamningur bæjarstjóra tekinn til afgreiðslu og samþykktur með þremur atkvæðum frá fulltrúum meirihluta. Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu í kjölfarið fram eftirfarandi bókun: „Ráðning bæjarstjóra er á ábyrgð meirihluta bæjarstjórnar, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, með stuðningi fulltrúa Viðreisnar. Samfylkingin sat þar hjá. Sama gildir um tillögu um kaup og kjör bæjarstjóra. Ábyrgð á þeirri niðurstöðu er eftir sem áður á hendi meirihluta bæjarstjórnar.“ Tengd skjöl Ráðningarsamningur_Rósu_GuðbjartsdótturPDF486KBSækja skjal
Hafnarfjörður Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira