Sainz á ráspól í Breska kappakstrinum Árni Jóhansson skrifar 2. júlí 2022 15:05 Carlos Sainz á fleygiferð í rigningunni Getty Images Silverstone brautin var blaut þegar tímatakan fyrir Breska kappaksturinn fór fram fyrr í dag. Það hafði vissulega áhrif en það var Carlos Sainz á Ferrari bílnum sem náði ráspólnum í kappakstrinum sem fram fer á morgun. Rigningin hafði þau áhrif meðal annars að Max Verstappen hringsneri bíl sínum á fyrsta hring í tímatöku númer þrjú í dag en hann náði þó að klára hringinn og halda áfram. Valtteri Bottas hjá Alfa Romeo og Sebastian Vettel hjá Aston Martin duttu út í fyrstu tveimur tímatökum dagsins og byrja í 12. og 18. í kappakstrinum á morgun. Ökumenn áttu í smá vandræðum í síðustu tímatökunni en fundu taktinn þegar leið á og tímarnir urðu hraðari og hraðari eftir því sem menn náðu fleiri hringjum. Max Verstappen á Red Bull bílnum náði besta tímanum þegar þriðja tímatakan var u.þ.b. hálfnuð en Leclerc á Ferrari náði að skáka honum í nokkrar sekúndur áður en Verstappen mætti aftur til að ná besta hringnum þegar um mínúta var eftir af tímatökunni og flestir fóru á síðasta hringinn. Úr varð að Leclerc sneri bílnum sínum og náði ekki að bæta sig en það gerði Carlo Sainz liðsfélagi Leclerc og náði í ráspólinn fyrir Breska kappaksturinn og er það í fyrsta sinn sem Spánverjinn nær í ráspól. Annar verður Max Verstappen og Charles Leclerc í því þriðja. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton lenti í fimmta sæti. Formúla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Rigningin hafði þau áhrif meðal annars að Max Verstappen hringsneri bíl sínum á fyrsta hring í tímatöku númer þrjú í dag en hann náði þó að klára hringinn og halda áfram. Valtteri Bottas hjá Alfa Romeo og Sebastian Vettel hjá Aston Martin duttu út í fyrstu tveimur tímatökum dagsins og byrja í 12. og 18. í kappakstrinum á morgun. Ökumenn áttu í smá vandræðum í síðustu tímatökunni en fundu taktinn þegar leið á og tímarnir urðu hraðari og hraðari eftir því sem menn náðu fleiri hringjum. Max Verstappen á Red Bull bílnum náði besta tímanum þegar þriðja tímatakan var u.þ.b. hálfnuð en Leclerc á Ferrari náði að skáka honum í nokkrar sekúndur áður en Verstappen mætti aftur til að ná besta hringnum þegar um mínúta var eftir af tímatökunni og flestir fóru á síðasta hringinn. Úr varð að Leclerc sneri bílnum sínum og náði ekki að bæta sig en það gerði Carlo Sainz liðsfélagi Leclerc og náði í ráspólinn fyrir Breska kappaksturinn og er það í fyrsta sinn sem Spánverjinn nær í ráspól. Annar verður Max Verstappen og Charles Leclerc í því þriðja. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton lenti í fimmta sæti.
Formúla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira