Alfons var á sínum stað í byrjunarliði Bodo/Glimt, en það voru heimamenn sem voru fyrri til að brjóta ísinn. Norsku meistararnir jöfnuðu þó metin eftir hálftíma leik og staðan því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks.
Heimamenn í Odd tóku svo forystuna í leiknum með marki á 59. mínútu, en þeir þurftu að leika seinustu mínútur leiksins manni færri eftir að leikmaður þeirra fékk að líta beint rautt spjald á 84. mínútu.
Alfons og félagar nýttu sér liðsmuninn og jöfnuðu metin á sjöundu mínútu uppbótartíma, en strax í næstu sókn nældu heimamenn sér í vítaspyrnu og tryggðu sér dramatískan 3-2 sigur.
Norsku meistararnir sitja því enn í fimmta sæti deildarinnar með 19 stig eftir 12 leiki. Odd situr nú í sjötta sæti með 18 stig, en liðið hefur leikið einum leik meira.